A site about nothing...

miðvikudagur, september 19, 2007

Plötuspilarinn er að gera góða hluti nema fyrir veskið mitt. Í vikunni hef ég fjárfest í Rolling Stones plötu sem kóverar það besta frá 1964-1971 sem þýðir ekkert Angie enda kom það út á plötu árið 1973 en þarna eru klassalög eins og Gimmie Shelter, You Can't Always Get What You Want, Wild Horses og fullt fullt fleira. Einnig þá fékk ég mér plötu með Dave Brubeck sem að mig minnir heitir Time Out og inniheldur smellinn Take Five og Blue Rondo a la Turk (eitthvað álíka) og svo var það 9unda sinfónía Dvoráks þar sem Herbert Von Karajan stjórnar að mig minnir fílharmoníu hljómsveit Berlínar. Semsagt mjög menningarlegt allt saman. Í dag fjárfesti ég svo í Neon Bible með Arcade Fire bara af því að hún er svo æðisleg. Það sem mig langar til að finna og borga ekki ógrynni fyrir er OK Computer en ég er ekki sérlega bjartsýnn.

Þetta spjall um plötur veltir upp spurningunni, hvaða plötur eru skyldueign á vínýl. Það má líka nefna listamenn. Þannig að fyllið kommentaboxið með góðum hugmyndum takk :).