A site about nothing...

mánudagur, október 29, 2007

Helgin

Captain N og Crocodile Dundee(Richard herbergisfélagi minn).

Captain N, Mario bræðurnir og Toad úr Mario Bros.

Ég ásamt þremur af Teenage Mutant Ninja Turtles og einhver ghettó stelpa

Ég á bar í Boston þar sem ég rakst á karlkyns Mario Bræður og varð auðvitað að fá mynd.

sunnudagur, október 28, 2007

Hrekkjavökumús
Í gær þegar ég og Richard (herbergisfélagi minn) vorum að græja búninginn minn þá sá ég eitthvað hlaupa frá mínu herbergi yfir í hans. Var þarna um að ræða litla mús, kannski hagamús og brugðum við á það ráð, eftir að ég hafði sérstaklega mælt með því, að loka hurðinni að herbergi Richards og skella límgildrum inn í herbergið. Síðan þá höfum við farið nokkrum sinnum inn í herbergið, sem hefur verið lokað að mestu leyti, en engin mús hefur fest í gildrunum þannig að það er eflaust einhver hola sem hún hefur sloppið út um.
Í gær fórum við í hrekkjavökupartý hjá Hönnu og Domenicu vinkonum okkar sem búa á hæðinni fyrir neðan í frekar lítilli íbúð. Íbúðin var stöppuð en partýið var þvílík snilld og vakti ég mikla lukku með ópal og tópas. Almennt sagði fólk að þetta væri ógeðslegt en vildi alltaf meira þannig að basically þá elskaði fólk þetta. Ég fór sem Captain N sem er sjónvarpsþáttur frá 80's og var ég vopnaður fjarstýringarbelti og duck hunt byssunni. Þessi ákveðni Captain N var síðan í jakka líka og fyrir tilstuðlan guðs og lukku þá fann ég svipaðan jakka og það var fólk sem vissi hvað ég var. Svo var það frekar fyndið þegar þrjár stelpur mættu sem Mario, Luigi og Toad (sveppurinn úr Mario Bros) þá sagði ég (frekar drukkinn): I can play you guys! og þóttist vera spila á fjarstýringarbeltinu mínu. Good times og mynda er að vænta bráðum.

þriðjudagur, október 23, 2007

Það er ekki leiðinlegt að fylgjast með New England Patriots þessa dagana þar sem þeir valta yfir hvert liðið á fætur öðru. Fremstur í flokki er Tom Brady og eftir frammistöðu sína á þessu leiktímabili og þá sérstaklega síðustu tvo leiki mætti halda að maðurinn væri vél!! Í 6 fjórðungum (þarsíðasti leikur allur og fram að hálfleik í síðasta leik) kastaði Brady 9 touchdown sendingar sem er eitthvað sem á bara ekki að gerast. Eitt af þessum köstum var 40 yarda kast á Randy "ég gríp allt" Moss sem var tvídekkaður í endzone-inu og greip boltann. Það er nú svosem ekki margir heima sem fylgjast með ameríska fótboltanum en það er lúmskt gaman að horfa á þetta og ekki sakar fyrir að heimaliðið manns er að standa sig svona vel.
Annars er saga Brady temmileg hetjusaga. Þegar hann var valinn í nýliðavali þá var það í sjöttu umferð, valréttur númer 199 samkvæmt wikipedia. Hann gekk til liðs við Patriots og var númer 4 í röðinni af leikstjórnendum hjá Patriots en náði að vinna sig upp í að vera varaskeifa aðalleikstjórnandans, Drew Bledsoe. Á fyrsta leiktímabilinu sínu þá meiddist Bledsoe snemma á tímabilinu og Brady tók við taumunum og leiddi liðið í úrslitakeppnina og alla leið í úrslitaleikinn. Þann leik unnu Patriots og á næstu 3 árum fylgdu 2 aðrir titlar.
Fyrir utan hæfni sína til að kasta bolta þá hefur hann náð að kasta neti sínu hjá fiskunum í sjónum ansi vel líka. Hann var lengi með Bridget Moynahan og á reyndar með henni barn en núna chillar hann helst með ofurmódelinu Gisele Bundchen sem flestir karlmenn vita hver er og líklega flestar konur líka (ef þær hafa einhvern tíma séð Victorias Secret bækling).

Þetta var svona pínu fræðslustund og ég vona að þið hafið haft gaman af. Að lokum læt ég fylgja með mynd af kappanum í gallanum sem hann mætir í vinnuna.

fimmtudagur, október 18, 2007

Ég heiti Óttar og ég er húsmóðir. Í dag þvoði ég þvottinn minn, gekk frá honum og fyrst ég var byrjaður í húsmæðrastörfunum þá tók ég til í herberginu og endaði svo á því að vaska upp það sem var óhreint í vaskinum. Ég lét það hins vegar ógert að þrífa baðið eða að ryksuga, það kemur bara næst. Það sem hefur komið mér á óvart hérna úti er að mér finnst alls ekki leiðinlegt að þvo þvott og ganga frá honum(eitthvað sem ég hafði aldrei gert áður en ég flutti til danmerkur haustið 2005) og ef það eru ekki þrjú hundruð diskar í vaskinum óhreinir þá er bara frekar róandi að vaska upp.

Í gærkvöldi fékk ég vírus í tölvuna og ég gerði allskonar trikk og kúnstur og hélt ég hefði náð að losa mig við hann. Svo þegar ég kveikti á tölvunni í morgun þá blasti við mér sem desktop mynd rautt biohazard merki og einhver skilaboð um að ég þyrfti að fá mér personal privacy software. Aftur hófst ég handa við að losa mig við þessa óværu en pestin ágerðist bara eftir því sem leið á og varð svo slæm að það var varla hægt að vinna í tölvunni. Eftir tíma stoppaði ég hjá tölvudeild skólans sem gerir allskonar verk og þeir náðu að laga tölvuna mína og hreinsa út helvítis vírusinn og það á 2 tímum. Það besta var samt að ég þurfti ekkert að borga, hefði eflaust kostað skildinginn að láta einhverja prófessionals gera þetta. Ég hefði alls ekki mátt við því að missa tölvuna mína í einhverja daga heldur þar sem ég þarf að vera að skrifa cover letters og sækja um vinnur og svona. Partý partý.

Í blálokin verð ég að minnast á þátt sem ég ætla alls ekki að missa af í vetur. Hann heitir því skemmtilega nafni A Shot at Love og skartar ansi fallegri asískri stelpu sem er hvað þekktust fyrir að vera svona myspace sensation með yfir 2 milljón vini þar og fyrir myndaþætti í blöðum eins og Stuff og Maxim (mjög góð blöð bæði tvö hehe). Þátturinn gengur semsagt út á það að hún fær 16 stráka OG 16 stelpur til að finna út hver sé hennar stóra ást. Þessir keppendur vita ekki af hvor öðrum í fyrsta þætti fyrr en alveg í lokin þegar bæði kynin eru leidd saman og gellan tilkynnir að hún er tvíkynhneigð!! Þetta er rusl sjónvarp í essinu sínu og klippur úr up and coming þáttum lofa ansi góðu, slagsmál hjá strákum, slagsmál hjá stelpum (og kelerí). Alvöru drama, that's the way we like it.

þriðjudagur, október 16, 2007

Ég mun aldrei verða samur...Og að lokum þá mæli ég ekki með því að fólk fari í klippingu til manneskju sem vinnur jafn hægt og skjaldbaka og lærði eflaust að klippa með því að fara í bréfaskóla.

Arcade Fire er líklega á topp 5 ef ekki topp 3 yfir uppáhaldsböndin mín og þess vegna finnst mér alltaf gaman að sjá eitthvað nýtt með þeim. Í þessu sem ég ætla að kynna fyrir ykkur hér er lagið Neon Bible sungið af samnefndri plötu en það sem gerir þetta jafnflott og raun ber vitni er all interactive dæmið. Prufið t.d. að færa músina yfir augun á honum þegar hann syngur eða smella á hendurnar, jafnvel oftar en einu sinni í hverri stellingu, þetta er soldið flott.

Arcade Fire - Neon Bible

Boston er að standa sig temmilega vel í hinum ýmsu íþróttum þessa stundina. T.d. er Boston Red Sox í undanúrslitum í hafnaboltanum sem er líklega leiðinlegasta sportið til að horfa á. New England Patriots er temmilega að sparka í rassa í NFL og eru núna búnir að spila 6 leiki og vinna þá alla. Svo fer að styttast í NBA og Celtics er með algjörlega nýtt lið sem vonandi stendur sig vel. Ég er líklega að fara á leik með þeim í Nóvember þannig að tilhlökkunin er mikil.

í öðrum fréttum þá var Radiohead að gefa út plötu, endilega tjekkið á henni því hún er töff. Ekki að eitthvað efni frá Radiohead sé ekki töff þannig að náið ykkur í plötuna og kannski borgið dollar eða tvo fyrir eða jafnvel meira.

föstudagur, október 12, 2007

Mér þykir nú ótrúlegt að enginn hafi getað giskað á hvað innihald Framtíðin.xls skjalsins væri. Nei ég segi nú bara svona en vissulega eru spennandi og jafnframt soldið "ógnvekjandi" tímar framundan. Það er ekkert verið að sækja um sumarstarf, það er verið að sækja um fullorðins starf og því þarf að vanda valið vel. Auðvitað er það þannig heima að maður getur frekar auðveldlega skipt um stöðu ef hin fyrsta er ekki að ganga upp af einhverjum ástæðum en maður vill nú helst byrja á réttum stað. Ég er með þrjá landfræðilega staði í augnsýn, USA, Ísland og DK og jafnvel hallast ég frekar að erlendu starfsstöðvunum heldur en hinum íslensku að svo stöddu.

Að sækja um vinnu í USA er fáránlega mikið ferli og það er hreinlega barnaleikur að sækja um vinnu heima. Það er svo margt sem maður hafði ekki hugsað fyrir að maður þyrfti að gera og því er maður að læra það meðfram því sem maður les sér til um hin ýmsu fyrirtæki og hvaða stöður þau hafa að bjóða. Í síðustu viku fór ég á svona career fair sem var skipulagt af skólanum og voru þar 220 fyrirtæki að leita að starfsmönnum. Ég var búinn að rannsaka listann yfir þau fyrirtæki sem taka erlenda nemendur inn og velja þau áhugaverðustu og svo var haldið á staðinn, vopnaður resume-inu rosalega, í jakkafötum og tilbúinn að heilla vinnuveitendur. Það sem við blasti er í rauninni frekar erfitt að lýsa. Salurinn sem þetta var haldið í var troðfullur af fólki, flest allir strákarnir í jakkafötum og stelpur í drögtum og fólk kepptist við að tala við starfsmenn fyrirtækjanna og reyna að koma fæti inn fyrir dyrnar. Sum fyrirtæki eins og Microsoft voru vinsælli en önnur og var þar gríðarleg röð en það var fyrirtæki sem heitir Analys Group, sem eflaust enginn þekkir, sem hafði held ég lengstu röðina. Ég beið aðeins í röðinni en ákvað að lokum að hætta bara við þar sem þetta myndi enda fljótlega og reyndi fyrir mér annars staðar.

Út frá þessu career fair fékk ég boð um að koma í viðtal til eins af fyrirtækjunum sem ég hafði rannsakað og þótti nokkuð áhugavert og var það viðtal á miðvikudaginn í þessari viku. Ég held að það hafi gengið ágætlega en núna er bara að bíða og sjá. Í millitíðinni ætla ég að reyna að dúndra inn nokkrum umsóknum á öðrum áhugaverðum stöðum.

Ef ég ætti að tala um kannski mesta muninn á því að sækja um vinnu hér versus heima þá er það tíminn sem fer í að rannsaka fyrirtækið og stöðurnar sem eru í boði. Maður sendir fyrirtækjunum ferilskrána sína og ef það er einhver alvara í þessu hjá manni þá býr maður til svokallað coverletter þar sem maður er í rauninni að sýna fyrirtækinu að maður hafi þá hæfni sem þeir sækist eftir og hvernig maður muni gagnast þeim sem starfskraftur. Að skrifa svona bréf er flókið verk og maður getur í raun ekki haft eina útgáfu sem maður síðan copy peistar, það þarf að vera sniðið að viðkomandi stöðu og fyrirtæki. Ef maður ætlar að go all out þá gerir maður það helst líka við ferilskránna. Verst er hins vegar að ég veit voða lítið hvað ég vil vinna við og mín ideal staða yrði að geta fleygt inn umsókn í áhugavert fyrirtæki og svo finndu þeir handa mér góða vinnu, en þannig gengur það ekki fyrir sér hér.

Annars þá er mamma hérna í heimsókn og það virkar mjög vel fyrir mig því mér er alltaf boðið út að borða á kvöldin. Höfum við og vinkona hennar sem kom líka farið á hina ýmsu fínu veitingastaði í Boston og það er eitthvað sem er mér að skapi. Svo er svosem ágætt að hafa kellinguna hérna líka, neita því ekki.

þriðjudagur, október 09, 2007

I'm a big big girl in a big big world....
Áðan bjó ég til excel skjal sem heitir Framtíðin, hvað ætli það sé um?