Hrekkjavökumús
Í gær þegar ég og Richard (herbergisfélagi minn) vorum að græja búninginn minn þá sá ég eitthvað hlaupa frá mínu herbergi yfir í hans. Var þarna um að ræða litla mús, kannski hagamús og brugðum við á það ráð, eftir að ég hafði sérstaklega mælt með því, að loka hurðinni að herbergi Richards og skella límgildrum inn í herbergið. Síðan þá höfum við farið nokkrum sinnum inn í herbergið, sem hefur verið lokað að mestu leyti, en engin mús hefur fest í gildrunum þannig að það er eflaust einhver hola sem hún hefur sloppið út um.
Í gær fórum við í hrekkjavökupartý hjá Hönnu og Domenicu vinkonum okkar sem búa á hæðinni fyrir neðan í frekar lítilli íbúð. Íbúðin var stöppuð en partýið var þvílík snilld og vakti ég mikla lukku með ópal og tópas. Almennt sagði fólk að þetta væri ógeðslegt en vildi alltaf meira þannig að basically þá elskaði fólk þetta. Ég fór sem Captain N sem er sjónvarpsþáttur frá 80's og var ég vopnaður fjarstýringarbelti og duck hunt byssunni. Þessi ákveðni Captain N var síðan í jakka líka og fyrir tilstuðlan guðs og lukku þá fann ég svipaðan jakka og það var fólk sem vissi hvað ég var. Svo var það frekar fyndið þegar þrjár stelpur mættu sem Mario, Luigi og Toad (sveppurinn úr Mario Bros) þá sagði ég (frekar drukkinn): I can play you guys! og þóttist vera spila á fjarstýringarbeltinu mínu. Good times og mynda er að vænta bráðum.
Í gær þegar ég og Richard (herbergisfélagi minn) vorum að græja búninginn minn þá sá ég eitthvað hlaupa frá mínu herbergi yfir í hans. Var þarna um að ræða litla mús, kannski hagamús og brugðum við á það ráð, eftir að ég hafði sérstaklega mælt með því, að loka hurðinni að herbergi Richards og skella límgildrum inn í herbergið. Síðan þá höfum við farið nokkrum sinnum inn í herbergið, sem hefur verið lokað að mestu leyti, en engin mús hefur fest í gildrunum þannig að það er eflaust einhver hola sem hún hefur sloppið út um.
Í gær fórum við í hrekkjavökupartý hjá Hönnu og Domenicu vinkonum okkar sem búa á hæðinni fyrir neðan í frekar lítilli íbúð. Íbúðin var stöppuð en partýið var þvílík snilld og vakti ég mikla lukku með ópal og tópas. Almennt sagði fólk að þetta væri ógeðslegt en vildi alltaf meira þannig að basically þá elskaði fólk þetta. Ég fór sem Captain N sem er sjónvarpsþáttur frá 80's og var ég vopnaður fjarstýringarbelti og duck hunt byssunni. Þessi ákveðni Captain N var síðan í jakka líka og fyrir tilstuðlan guðs og lukku þá fann ég svipaðan jakka og það var fólk sem vissi hvað ég var. Svo var það frekar fyndið þegar þrjár stelpur mættu sem Mario, Luigi og Toad (sveppurinn úr Mario Bros) þá sagði ég (frekar drukkinn): I can play you guys! og þóttist vera spila á fjarstýringarbeltinu mínu. Good times og mynda er að vænta bráðum.