A site about nothing...

þriðjudagur, október 16, 2007

Boston er að standa sig temmilega vel í hinum ýmsu íþróttum þessa stundina. T.d. er Boston Red Sox í undanúrslitum í hafnaboltanum sem er líklega leiðinlegasta sportið til að horfa á. New England Patriots er temmilega að sparka í rassa í NFL og eru núna búnir að spila 6 leiki og vinna þá alla. Svo fer að styttast í NBA og Celtics er með algjörlega nýtt lið sem vonandi stendur sig vel. Ég er líklega að fara á leik með þeim í Nóvember þannig að tilhlökkunin er mikil.

í öðrum fréttum þá var Radiohead að gefa út plötu, endilega tjekkið á henni því hún er töff. Ekki að eitthvað efni frá Radiohead sé ekki töff þannig að náið ykkur í plötuna og kannski borgið dollar eða tvo fyrir eða jafnvel meira.