Það er ekki leiðinlegt að fylgjast með New England Patriots þessa dagana þar sem þeir valta yfir hvert liðið á fætur öðru. Fremstur í flokki er Tom Brady og eftir frammistöðu sína á þessu leiktímabili og þá sérstaklega síðustu tvo leiki mætti halda að maðurinn væri vél!! Í 6 fjórðungum (þarsíðasti leikur allur og fram að hálfleik í síðasta leik) kastaði Brady 9 touchdown sendingar sem er eitthvað sem á bara ekki að gerast. Eitt af þessum köstum var 40 yarda kast á Randy "ég gríp allt" Moss sem var tvídekkaður í endzone-inu og greip boltann. Það er nú svosem ekki margir heima sem fylgjast með ameríska fótboltanum en það er lúmskt gaman að horfa á þetta og ekki sakar fyrir að heimaliðið manns er að standa sig svona vel.
Annars er saga Brady temmileg hetjusaga. Þegar hann var valinn í nýliðavali þá var það í sjöttu umferð, valréttur númer 199 samkvæmt wikipedia. Hann gekk til liðs við Patriots og var númer 4 í röðinni af leikstjórnendum hjá Patriots en náði að vinna sig upp í að vera varaskeifa aðalleikstjórnandans, Drew Bledsoe. Á fyrsta leiktímabilinu sínu þá meiddist Bledsoe snemma á tímabilinu og Brady tók við taumunum og leiddi liðið í úrslitakeppnina og alla leið í úrslitaleikinn. Þann leik unnu Patriots og á næstu 3 árum fylgdu 2 aðrir titlar.
Fyrir utan hæfni sína til að kasta bolta þá hefur hann náð að kasta neti sínu hjá fiskunum í sjónum ansi vel líka. Hann var lengi með Bridget Moynahan og á reyndar með henni barn en núna chillar hann helst með ofurmódelinu Gisele Bundchen sem flestir karlmenn vita hver er og líklega flestar konur líka (ef þær hafa einhvern tíma séð Victorias Secret bækling).
Þetta var svona pínu fræðslustund og ég vona að þið hafið haft gaman af. Að lokum læt ég fylgja með mynd af kappanum í gallanum sem hann mætir í vinnuna.
Annars er saga Brady temmileg hetjusaga. Þegar hann var valinn í nýliðavali þá var það í sjöttu umferð, valréttur númer 199 samkvæmt wikipedia. Hann gekk til liðs við Patriots og var númer 4 í röðinni af leikstjórnendum hjá Patriots en náði að vinna sig upp í að vera varaskeifa aðalleikstjórnandans, Drew Bledsoe. Á fyrsta leiktímabilinu sínu þá meiddist Bledsoe snemma á tímabilinu og Brady tók við taumunum og leiddi liðið í úrslitakeppnina og alla leið í úrslitaleikinn. Þann leik unnu Patriots og á næstu 3 árum fylgdu 2 aðrir titlar.
Fyrir utan hæfni sína til að kasta bolta þá hefur hann náð að kasta neti sínu hjá fiskunum í sjónum ansi vel líka. Hann var lengi með Bridget Moynahan og á reyndar með henni barn en núna chillar hann helst með ofurmódelinu Gisele Bundchen sem flestir karlmenn vita hver er og líklega flestar konur líka (ef þær hafa einhvern tíma séð Victorias Secret bækling).
Þetta var svona pínu fræðslustund og ég vona að þið hafið haft gaman af. Að lokum læt ég fylgja með mynd af kappanum í gallanum sem hann mætir í vinnuna.