Mér þykir nú ótrúlegt að enginn hafi getað giskað á hvað innihald Framtíðin.xls skjalsins væri. Nei ég segi nú bara svona en vissulega eru spennandi og jafnframt soldið "ógnvekjandi" tímar framundan. Það er ekkert verið að sækja um sumarstarf, það er verið að sækja um fullorðins starf og því þarf að vanda valið vel. Auðvitað er það þannig heima að maður getur frekar auðveldlega skipt um stöðu ef hin fyrsta er ekki að ganga upp af einhverjum ástæðum en maður vill nú helst byrja á réttum stað. Ég er með þrjá landfræðilega staði í augnsýn, USA, Ísland og DK og jafnvel hallast ég frekar að erlendu starfsstöðvunum heldur en hinum íslensku að svo stöddu.
Að sækja um vinnu í USA er fáránlega mikið ferli og það er hreinlega barnaleikur að sækja um vinnu heima. Það er svo margt sem maður hafði ekki hugsað fyrir að maður þyrfti að gera og því er maður að læra það meðfram því sem maður les sér til um hin ýmsu fyrirtæki og hvaða stöður þau hafa að bjóða. Í síðustu viku fór ég á svona career fair sem var skipulagt af skólanum og voru þar 220 fyrirtæki að leita að starfsmönnum. Ég var búinn að rannsaka listann yfir þau fyrirtæki sem taka erlenda nemendur inn og velja þau áhugaverðustu og svo var haldið á staðinn, vopnaður resume-inu rosalega, í jakkafötum og tilbúinn að heilla vinnuveitendur. Það sem við blasti er í rauninni frekar erfitt að lýsa. Salurinn sem þetta var haldið í var troðfullur af fólki, flest allir strákarnir í jakkafötum og stelpur í drögtum og fólk kepptist við að tala við starfsmenn fyrirtækjanna og reyna að koma fæti inn fyrir dyrnar. Sum fyrirtæki eins og Microsoft voru vinsælli en önnur og var þar gríðarleg röð en það var fyrirtæki sem heitir Analys Group, sem eflaust enginn þekkir, sem hafði held ég lengstu röðina. Ég beið aðeins í röðinni en ákvað að lokum að hætta bara við þar sem þetta myndi enda fljótlega og reyndi fyrir mér annars staðar.
Út frá þessu career fair fékk ég boð um að koma í viðtal til eins af fyrirtækjunum sem ég hafði rannsakað og þótti nokkuð áhugavert og var það viðtal á miðvikudaginn í þessari viku. Ég held að það hafi gengið ágætlega en núna er bara að bíða og sjá. Í millitíðinni ætla ég að reyna að dúndra inn nokkrum umsóknum á öðrum áhugaverðum stöðum.
Ef ég ætti að tala um kannski mesta muninn á því að sækja um vinnu hér versus heima þá er það tíminn sem fer í að rannsaka fyrirtækið og stöðurnar sem eru í boði. Maður sendir fyrirtækjunum ferilskrána sína og ef það er einhver alvara í þessu hjá manni þá býr maður til svokallað coverletter þar sem maður er í rauninni að sýna fyrirtækinu að maður hafi þá hæfni sem þeir sækist eftir og hvernig maður muni gagnast þeim sem starfskraftur. Að skrifa svona bréf er flókið verk og maður getur í raun ekki haft eina útgáfu sem maður síðan copy peistar, það þarf að vera sniðið að viðkomandi stöðu og fyrirtæki. Ef maður ætlar að go all out þá gerir maður það helst líka við ferilskránna. Verst er hins vegar að ég veit voða lítið hvað ég vil vinna við og mín ideal staða yrði að geta fleygt inn umsókn í áhugavert fyrirtæki og svo finndu þeir handa mér góða vinnu, en þannig gengur það ekki fyrir sér hér.
Annars þá er mamma hérna í heimsókn og það virkar mjög vel fyrir mig því mér er alltaf boðið út að borða á kvöldin. Höfum við og vinkona hennar sem kom líka farið á hina ýmsu fínu veitingastaði í Boston og það er eitthvað sem er mér að skapi. Svo er svosem ágætt að hafa kellinguna hérna líka, neita því ekki.
Að sækja um vinnu í USA er fáránlega mikið ferli og það er hreinlega barnaleikur að sækja um vinnu heima. Það er svo margt sem maður hafði ekki hugsað fyrir að maður þyrfti að gera og því er maður að læra það meðfram því sem maður les sér til um hin ýmsu fyrirtæki og hvaða stöður þau hafa að bjóða. Í síðustu viku fór ég á svona career fair sem var skipulagt af skólanum og voru þar 220 fyrirtæki að leita að starfsmönnum. Ég var búinn að rannsaka listann yfir þau fyrirtæki sem taka erlenda nemendur inn og velja þau áhugaverðustu og svo var haldið á staðinn, vopnaður resume-inu rosalega, í jakkafötum og tilbúinn að heilla vinnuveitendur. Það sem við blasti er í rauninni frekar erfitt að lýsa. Salurinn sem þetta var haldið í var troðfullur af fólki, flest allir strákarnir í jakkafötum og stelpur í drögtum og fólk kepptist við að tala við starfsmenn fyrirtækjanna og reyna að koma fæti inn fyrir dyrnar. Sum fyrirtæki eins og Microsoft voru vinsælli en önnur og var þar gríðarleg röð en það var fyrirtæki sem heitir Analys Group, sem eflaust enginn þekkir, sem hafði held ég lengstu röðina. Ég beið aðeins í röðinni en ákvað að lokum að hætta bara við þar sem þetta myndi enda fljótlega og reyndi fyrir mér annars staðar.
Út frá þessu career fair fékk ég boð um að koma í viðtal til eins af fyrirtækjunum sem ég hafði rannsakað og þótti nokkuð áhugavert og var það viðtal á miðvikudaginn í þessari viku. Ég held að það hafi gengið ágætlega en núna er bara að bíða og sjá. Í millitíðinni ætla ég að reyna að dúndra inn nokkrum umsóknum á öðrum áhugaverðum stöðum.
Ef ég ætti að tala um kannski mesta muninn á því að sækja um vinnu hér versus heima þá er það tíminn sem fer í að rannsaka fyrirtækið og stöðurnar sem eru í boði. Maður sendir fyrirtækjunum ferilskrána sína og ef það er einhver alvara í þessu hjá manni þá býr maður til svokallað coverletter þar sem maður er í rauninni að sýna fyrirtækinu að maður hafi þá hæfni sem þeir sækist eftir og hvernig maður muni gagnast þeim sem starfskraftur. Að skrifa svona bréf er flókið verk og maður getur í raun ekki haft eina útgáfu sem maður síðan copy peistar, það þarf að vera sniðið að viðkomandi stöðu og fyrirtæki. Ef maður ætlar að go all out þá gerir maður það helst líka við ferilskránna. Verst er hins vegar að ég veit voða lítið hvað ég vil vinna við og mín ideal staða yrði að geta fleygt inn umsókn í áhugavert fyrirtæki og svo finndu þeir handa mér góða vinnu, en þannig gengur það ekki fyrir sér hér.
Annars þá er mamma hérna í heimsókn og það virkar mjög vel fyrir mig því mér er alltaf boðið út að borða á kvöldin. Höfum við og vinkona hennar sem kom líka farið á hina ýmsu fínu veitingastaði í Boston og það er eitthvað sem er mér að skapi. Svo er svosem ágætt að hafa kellinguna hérna líka, neita því ekki.