A site about nothing...

sunnudagur, febrúar 26, 2006

15 mínútur af frægð

Það er jafnvel óhætt að segja að þessi vika hafi verið mínar 15 mínútur af frægð, so far allaveganna. Á miðvikudaginn fékk ég sms frá Hrafn Harðars þar sem hann spurði hvort ég ætti fjólubláa smash peysu. Þetta kom svolítið flatt upp á mig þessi spurning en vissulega átti í gamla daga þannig peysu. Ég varð auðvitað forvitinn við þessa spurningu og spurði hvers vegna honum langaði til að vita þetta. Svaraði hann mér að hann héldi að ég væri á forsíðu Hér og Nú. Seinna um daginn komst ég að því að það var rétt. Þá var það þannig að Ágústa Eva betur þekkt sem Silvía Nótt var með mér í skóla í unglingadeild. Á forsíðunni var síðan mynd tekin af 10.bekk Víðistaðaskóla og stóð ég tveimur til þremur manneskjum frá henni. Sést glitta í mig þó svo ég sé alveg á kantinum.
Hitt atvikið er síðan úr útskriftinni síðan í gær. Þegar við vorum að fara að labba upp á svið kemur allt í einu myndatökumaður RÚV og beinir kastljósinu á mig og Inga Sturlu í þann mund sem við erum að labba upp á svið. Kom þetta í fréttunum og sást maður rölta upp á svið. Ýkt frægur sko ;).

En já útskriftin var í gær og var athöfnin fín og alls ekki of löng. Ég hafði fengið sms um morguninn frá Lundúnum frá Sjonna og bað hann að heilsa Kristínu. Þannig að þegar ég tók í höndina á henni þá skilaði ég auðvitað kveðjunni uppi á sviði. Svo var veisla og rosalega gaman að fá að eyða þessum degi í faðmi vina og ættingja. Ég fékk ótrúlega mikið af gjöfum, mjög flottum og skemmtilegum. Það voru margar bækur sem ég fékk sem er gott því það er autt pláss í nýju hillunni og svo fékk ég t.d. tvo hringa og jbl tölvuhátalara.
Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem kíktu til mín það var frábært að fá ykkur og ég þakka kærlega fyrir mig.

sunnudagur, febrúar 19, 2006

Mylo - Drop the pressure
Eftir spennuna sem ríkti í seinustu færslu þar sem fólk fékk að vita hvernig pakkinn minn endaði í Boston þá er um að gera að róa okkur aðeins.
Vinnuhelgi að baki og lítið gert annað en að vinna hvort sem það var í vinnunni eða heima. Þar sem ég vinn aðra hverja helgi þá var komið að minni helgi enda tvær vikur á þriðjudaginn síðan ég byrjaði. Svo þegar heim kom þá tók við að setja upp hillur og þannig klára þá andlitslyftingu sem herbergið mitt sárlega vantaði. Þetta lítur líka helvíti vel út bara. Nú er ég að velta því fyrir mér hvaða gadgets vanta í herbergið til að fullkomna þetta unga manns herbergi. Það er ágætis pláss í gömlu hillunum fyrir LCD sjónvarp, 20" eða svo. Svo hefur mig alltaf langað til að eiga græjur og ekki slökknaði sú löngun mín eftir Danmörkur dvölina þar sem ég var með killer græjur. Það er eitthvað svo næs að geta blastað tónlist í græjum og þurfa ekki að hlusta á tónlistina í heyrnartólum. Ég fékk þá góðu hugmynd í dag að heimabíó sem er þá með spilara og útvarpsmagnara í eina og sama tækinu væri kanski sniðugasta lausnin og ódýrust en ég þarf að pæla aðeins í þessu betur.
(Vandræðalegt) Móment helgarinnar: Var kallaður dúlla af viðskiptavini (kvenkyns).

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Jei

Eins og eftirfarandi texti sýnir komst pakkinn minn á endastöð. Fylgjumst með hvernig þetta fór (ath dagsetningarnar eru í réttri tímaröð en tímasetningarnar í öfugri tímaröð):

13. feb
2:12 PM In transit HAFNARFJOERDUR IS
1:21 PM Package data transmitted to FedEx

14. feb
9:15 AM Delivered BOSTON, MA
8:45 AM On FedEx vehicle for delivery SOUTH BOSTON, MA
7:36 AM At local FedEx facility SOUTH BOSTON, MA
6:59 AM At dest sort facility EAST BOSTON, MA
4:49 AM Departed FedEx location MEMPHIS, TN
1:01 AM Int'l shipment release MEMPHIS, TN
12:30 AM Arrived at FedEx location MEMPHIS, TN


Svo kláraði ég umsóknina á netinu áðan, borgaði og er því officially búinn að sækja um Northeastern University, JEI.

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Queen & David Bowie - Under pressure

Sjaldan hefur lag átt jafnvel við og núna. Mikil pressa/tímaþröng í gangi en ég er að vinna systematískt í því að eyða henni. Verkefni í skólanum, vinnan, útskriftarreddingar, allskonar reddingar vegna skóla í USA, taka til í herberginu reddingar (ég veit ég er búinn að vera meira en mánuð að því, mig vantar helvítis hillur til að geta klárað þetta(er næstum komið meira drasl núna en var fyrir og þá var nóg sko :) )). En já skólareddingar virðast vera að klárast og verður þungu fargi af mér létt. Svo þurfti ég einnig að skrifa grein í vélabrögð um útskriftarferðina og finna til myndir. Að fara í gegnum myndirnar var þvílíkt gaman og það rifjaðist upp fyrir mér þvílík snilld þessi ferð var og ekki laust við að maður fyllist nostalgíu og smá öfundsýki út í þá sem eru að fara í svipaða ferð í vor.

Annars tel ég að það gæti orðið efni í rannsókn afhverju ég fer alltaf seint að sofa jafnvel þegar ég get farið fyrr að sofa. Vil ég ómeðvitað vera vondur við sjálfan mig og svipta mig svefni? Við erum ekki að tala um að sofa 3 tíma á nóttu en ekki heldur að ná 8 tíma svefni á nóttu. Það væri gaman að rannsaka þetta fyrir einhvern. Ég býð mig fram sem "tilraunarottu" hafi einhver áhuga.

Tengt skólaumsókninni þá er umsóknarfrestur fyrir northeastern university núna á miðvikudaginn og í dag sendi ég út með Fedex ákveðin skjöl sem þarf. Þeir segja að innan 99% tilvika komi sendingin á endastað á bandaríkjunum innan 24 klst. En í morgun þegar ég spurði gaurinn hvort þetta yrði komið á morgun eins og ég hafði heyrt þá fyrst játaði hann því en dró svo í land og minnti mig á að það er einhver freakin snjóstormur þarna á Austurströndinni og það gæti tafið þetta. En þetta reddast, er þaggi? Vonum það.

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Fyrsti dagurinn í nýrri vinnu í dag. Er orðinn sölumaður í BT Smáralind og er þetta 100% starf. Þetta er vaktavinna þannig að ég vinn 4 daga eina viku og 6 daga hina. Ég á fastan frídag á virkum degi sem er fimmtudagur og vinn aðra hverja helgi.
Maður veit náttúrulega ekkert í sinn haus svona fyrstu dagana og er alltaf að spyrja alla hvar allt sé og svona en ég held að þetta verði bara mjög fínt því vöruúrvalið þarna er náttúrulega ótrúlega mikið og svo virðist fólkið vera fínt. Ekki sakar að þekkja verslunarstjórann vel en það er hann Nonni sem var í MR á sínum tíma. Eitt sem ég lærði í vinnunni í dag er að fólk eyðir greinilega fáránlegum fjárhæðum í svona sms leiki. Það var einhver leikur í gangi og maður flettir upp númerum og þá gat ég séð hversu marga vinninga það hafði fengið. Leikurinn sem er í gangi núna er þannig að 5. hver vinnur og sumir voru með svona 6 vinninga þarna í dag. Ég held að sms-ið kosti 99 krónur þannig að við erum að tala um pínu pening hérna.

mánudagur, febrúar 06, 2006

Zero 7 - Passing By

Þetta er rosalegt ástandið sem hefur skapast útaf því að einhver ritstjóri Jyllands Posten ákvað að koma með nett flipp í blaðinu. Miðað við lætin sem hafa orðið útaf þessu gæti maður trúað að þetta gæti verið upphafið að þriðju heimstyrjöldinni en vonum að svo fari ekki. Spurning hvort þessi ákveðni ritstjóri sé ekki bara hataðasti maður Danmerkur um þessar mundir? Kanski ekki hjá þjóðernissinnum en hjá hinum meðal Dana gæti ég vel trúað að svo væri og sérstaklega dönum sem búa í þessum löndum þar sem öll lætin hafa verið seinustu daga.

Maður er í nettu sjokki núna. Handboltinn búinn og jafnvel meira en ár þangað til maður fær að sjá þetta virkilega góða lið aftur í svona móti. Þetta byrjaði mjög vel og lofaði góðu en því miður þá meiddust menn og keyrsla á of fáum mönnum varð til þess að bensínið var búið eins og fram hefur komið. Ég verð þó að segja að liðið kom mér virkilega á óvart. Spilaði fantavörn, enginn tuddaskapur heldur bara staðfastir. Alexander Petersson kom þó mest á óvart. Drengurinn átti rosalegt mót og þvílíkur varnarmaður er hann. Snorri Steinn kom líka mjög á óvart. Synd að þessi meiðsli skyldu koma upp hefði getað orðið forvitnilegt hvernig þetta hefði farið hefði Petersson og Hólmgeirsson verið með allan leikinn á móti Króötum.

Forkeppni Eurovision lokið. Guð hvað við getum ekki samið lög. Að mínu mati á Trausti Bjarnason (Andvaka og lagið með Regínu Ósk) bestu innleggin auk Þorvaldar Bjarna. Yrði bara fyndið að senda svona nett flippað lag í þessa keppni. Botnleðja hefði átt að fara um árið, varð mjög svekktur þegar það gerðist ekki.

Það stefnir í það að ég geri undantekningu í ár og horfi á idolið. Hef ekki gert það seinustu ár allaveganna ekki verið límdur fyrir framan kassann á hverju föstudagskvöldi en það gæti orðið breyting þar á núna. Ég á minn uppáhaldskeppanda og er það Ragnheiður Sara, held að hún heiti það allaveganna. Virkilega góð söngkona og þó svo það fari svo að hún vinni ekki idolið þá á hún eftir að ná langt.

Svo að lokum ætla ég að tæpa á vinnu/skólamálum. Það lítur allt út fyrir það að ég fari í 100% starf og taki 1-2 kúrsa með. Starfið er hjá BT og líst mér bara mjög vel á það. Fínt að grynnka aðeins á skuldunum eftir að hafa lifað eins og kóngur seinasta árið.

Þar með lýkur þessari metfærslu.

Að lokum hvet ég fólk að kíkja á þetta. Fyndið blogg hér á ferðinni mjög vel skrifandi stelpa.

föstudagur, febrúar 03, 2006

Oasis - Let There Be Love

Hversu gott er þetta lag? Píanóið er gjörsamlega guðdómlegt, ekta Oasis slagari. Er í þessum töluðu orðum að taka fyrsta rennsli á þessari plötu þeirra, Don´t Believe The Truth sem ég hafði ekkert hlustað á og verð að segja að hún kemur bara á óvart. Frekar poppuð en það er í lagi.

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Vildi bara minna á að Rjóminn stendur fyrir tónleikum á morgun, miðvikudag, á Gauki á Stöng. Tónleikarnir hefjast klukkan 9 það kostar 500 kall inn og þetta er til styrktar góðu málefni, við fáum ekki peninginn semsagt. Endilega kíkið betur á þetta hér og ég vonast til að sjá sem flesta á morgun.