A site about nothing...

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Queen & David Bowie - Under pressure

Sjaldan hefur lag átt jafnvel við og núna. Mikil pressa/tímaþröng í gangi en ég er að vinna systematískt í því að eyða henni. Verkefni í skólanum, vinnan, útskriftarreddingar, allskonar reddingar vegna skóla í USA, taka til í herberginu reddingar (ég veit ég er búinn að vera meira en mánuð að því, mig vantar helvítis hillur til að geta klárað þetta(er næstum komið meira drasl núna en var fyrir og þá var nóg sko :) )). En já skólareddingar virðast vera að klárast og verður þungu fargi af mér létt. Svo þurfti ég einnig að skrifa grein í vélabrögð um útskriftarferðina og finna til myndir. Að fara í gegnum myndirnar var þvílíkt gaman og það rifjaðist upp fyrir mér þvílík snilld þessi ferð var og ekki laust við að maður fyllist nostalgíu og smá öfundsýki út í þá sem eru að fara í svipaða ferð í vor.

Annars tel ég að það gæti orðið efni í rannsókn afhverju ég fer alltaf seint að sofa jafnvel þegar ég get farið fyrr að sofa. Vil ég ómeðvitað vera vondur við sjálfan mig og svipta mig svefni? Við erum ekki að tala um að sofa 3 tíma á nóttu en ekki heldur að ná 8 tíma svefni á nóttu. Það væri gaman að rannsaka þetta fyrir einhvern. Ég býð mig fram sem "tilraunarottu" hafi einhver áhuga.

Tengt skólaumsókninni þá er umsóknarfrestur fyrir northeastern university núna á miðvikudaginn og í dag sendi ég út með Fedex ákveðin skjöl sem þarf. Þeir segja að innan 99% tilvika komi sendingin á endastað á bandaríkjunum innan 24 klst. En í morgun þegar ég spurði gaurinn hvort þetta yrði komið á morgun eins og ég hafði heyrt þá fyrst játaði hann því en dró svo í land og minnti mig á að það er einhver freakin snjóstormur þarna á Austurströndinni og það gæti tafið þetta. En þetta reddast, er þaggi? Vonum það.