A site about nothing...

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Fyrsti dagurinn í nýrri vinnu í dag. Er orðinn sölumaður í BT Smáralind og er þetta 100% starf. Þetta er vaktavinna þannig að ég vinn 4 daga eina viku og 6 daga hina. Ég á fastan frídag á virkum degi sem er fimmtudagur og vinn aðra hverja helgi.
Maður veit náttúrulega ekkert í sinn haus svona fyrstu dagana og er alltaf að spyrja alla hvar allt sé og svona en ég held að þetta verði bara mjög fínt því vöruúrvalið þarna er náttúrulega ótrúlega mikið og svo virðist fólkið vera fínt. Ekki sakar að þekkja verslunarstjórann vel en það er hann Nonni sem var í MR á sínum tíma. Eitt sem ég lærði í vinnunni í dag er að fólk eyðir greinilega fáránlegum fjárhæðum í svona sms leiki. Það var einhver leikur í gangi og maður flettir upp númerum og þá gat ég séð hversu marga vinninga það hafði fengið. Leikurinn sem er í gangi núna er þannig að 5. hver vinnur og sumir voru með svona 6 vinninga þarna í dag. Ég held að sms-ið kosti 99 krónur þannig að við erum að tala um pínu pening hérna.