A site about nothing...

sunnudagur, febrúar 26, 2006

15 mínútur af frægð

Það er jafnvel óhætt að segja að þessi vika hafi verið mínar 15 mínútur af frægð, so far allaveganna. Á miðvikudaginn fékk ég sms frá Hrafn Harðars þar sem hann spurði hvort ég ætti fjólubláa smash peysu. Þetta kom svolítið flatt upp á mig þessi spurning en vissulega átti í gamla daga þannig peysu. Ég varð auðvitað forvitinn við þessa spurningu og spurði hvers vegna honum langaði til að vita þetta. Svaraði hann mér að hann héldi að ég væri á forsíðu Hér og Nú. Seinna um daginn komst ég að því að það var rétt. Þá var það þannig að Ágústa Eva betur þekkt sem Silvía Nótt var með mér í skóla í unglingadeild. Á forsíðunni var síðan mynd tekin af 10.bekk Víðistaðaskóla og stóð ég tveimur til þremur manneskjum frá henni. Sést glitta í mig þó svo ég sé alveg á kantinum.
Hitt atvikið er síðan úr útskriftinni síðan í gær. Þegar við vorum að fara að labba upp á svið kemur allt í einu myndatökumaður RÚV og beinir kastljósinu á mig og Inga Sturlu í þann mund sem við erum að labba upp á svið. Kom þetta í fréttunum og sást maður rölta upp á svið. Ýkt frægur sko ;).

En já útskriftin var í gær og var athöfnin fín og alls ekki of löng. Ég hafði fengið sms um morguninn frá Lundúnum frá Sjonna og bað hann að heilsa Kristínu. Þannig að þegar ég tók í höndina á henni þá skilaði ég auðvitað kveðjunni uppi á sviði. Svo var veisla og rosalega gaman að fá að eyða þessum degi í faðmi vina og ættingja. Ég fékk ótrúlega mikið af gjöfum, mjög flottum og skemmtilegum. Það voru margar bækur sem ég fékk sem er gott því það er autt pláss í nýju hillunni og svo fékk ég t.d. tvo hringa og jbl tölvuhátalara.
Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem kíktu til mín það var frábært að fá ykkur og ég þakka kærlega fyrir mig.