A site about nothing...

sunnudagur, febrúar 19, 2006

Mylo - Drop the pressure
Eftir spennuna sem ríkti í seinustu færslu þar sem fólk fékk að vita hvernig pakkinn minn endaði í Boston þá er um að gera að róa okkur aðeins.
Vinnuhelgi að baki og lítið gert annað en að vinna hvort sem það var í vinnunni eða heima. Þar sem ég vinn aðra hverja helgi þá var komið að minni helgi enda tvær vikur á þriðjudaginn síðan ég byrjaði. Svo þegar heim kom þá tók við að setja upp hillur og þannig klára þá andlitslyftingu sem herbergið mitt sárlega vantaði. Þetta lítur líka helvíti vel út bara. Nú er ég að velta því fyrir mér hvaða gadgets vanta í herbergið til að fullkomna þetta unga manns herbergi. Það er ágætis pláss í gömlu hillunum fyrir LCD sjónvarp, 20" eða svo. Svo hefur mig alltaf langað til að eiga græjur og ekki slökknaði sú löngun mín eftir Danmörkur dvölina þar sem ég var með killer græjur. Það er eitthvað svo næs að geta blastað tónlist í græjum og þurfa ekki að hlusta á tónlistina í heyrnartólum. Ég fékk þá góðu hugmynd í dag að heimabíó sem er þá með spilara og útvarpsmagnara í eina og sama tækinu væri kanski sniðugasta lausnin og ódýrust en ég þarf að pæla aðeins í þessu betur.
(Vandræðalegt) Móment helgarinnar: Var kallaður dúlla af viðskiptavini (kvenkyns).