Zero 7 - Passing By
Þetta er rosalegt ástandið sem hefur skapast útaf því að einhver ritstjóri Jyllands Posten ákvað að koma með nett flipp í blaðinu. Miðað við lætin sem hafa orðið útaf þessu gæti maður trúað að þetta gæti verið upphafið að þriðju heimstyrjöldinni en vonum að svo fari ekki. Spurning hvort þessi ákveðni ritstjóri sé ekki bara hataðasti maður Danmerkur um þessar mundir? Kanski ekki hjá þjóðernissinnum en hjá hinum meðal Dana gæti ég vel trúað að svo væri og sérstaklega dönum sem búa í þessum löndum þar sem öll lætin hafa verið seinustu daga.
Maður er í nettu sjokki núna. Handboltinn búinn og jafnvel meira en ár þangað til maður fær að sjá þetta virkilega góða lið aftur í svona móti. Þetta byrjaði mjög vel og lofaði góðu en því miður þá meiddust menn og keyrsla á of fáum mönnum varð til þess að bensínið var búið eins og fram hefur komið. Ég verð þó að segja að liðið kom mér virkilega á óvart. Spilaði fantavörn, enginn tuddaskapur heldur bara staðfastir. Alexander Petersson kom þó mest á óvart. Drengurinn átti rosalegt mót og þvílíkur varnarmaður er hann. Snorri Steinn kom líka mjög á óvart. Synd að þessi meiðsli skyldu koma upp hefði getað orðið forvitnilegt hvernig þetta hefði farið hefði Petersson og Hólmgeirsson verið með allan leikinn á móti Króötum.
Forkeppni Eurovision lokið. Guð hvað við getum ekki samið lög. Að mínu mati á Trausti Bjarnason (Andvaka og lagið með Regínu Ósk) bestu innleggin auk Þorvaldar Bjarna. Yrði bara fyndið að senda svona nett flippað lag í þessa keppni. Botnleðja hefði átt að fara um árið, varð mjög svekktur þegar það gerðist ekki.
Það stefnir í það að ég geri undantekningu í ár og horfi á idolið. Hef ekki gert það seinustu ár allaveganna ekki verið límdur fyrir framan kassann á hverju föstudagskvöldi en það gæti orðið breyting þar á núna. Ég á minn uppáhaldskeppanda og er það Ragnheiður Sara, held að hún heiti það allaveganna. Virkilega góð söngkona og þó svo það fari svo að hún vinni ekki idolið þá á hún eftir að ná langt.
Svo að lokum ætla ég að tæpa á vinnu/skólamálum. Það lítur allt út fyrir það að ég fari í 100% starf og taki 1-2 kúrsa með. Starfið er hjá BT og líst mér bara mjög vel á það. Fínt að grynnka aðeins á skuldunum eftir að hafa lifað eins og kóngur seinasta árið.
Þar með lýkur þessari metfærslu.
Að lokum hvet ég fólk að kíkja á þetta. Fyndið blogg hér á ferðinni mjög vel skrifandi stelpa.
Þetta er rosalegt ástandið sem hefur skapast útaf því að einhver ritstjóri Jyllands Posten ákvað að koma með nett flipp í blaðinu. Miðað við lætin sem hafa orðið útaf þessu gæti maður trúað að þetta gæti verið upphafið að þriðju heimstyrjöldinni en vonum að svo fari ekki. Spurning hvort þessi ákveðni ritstjóri sé ekki bara hataðasti maður Danmerkur um þessar mundir? Kanski ekki hjá þjóðernissinnum en hjá hinum meðal Dana gæti ég vel trúað að svo væri og sérstaklega dönum sem búa í þessum löndum þar sem öll lætin hafa verið seinustu daga.
Maður er í nettu sjokki núna. Handboltinn búinn og jafnvel meira en ár þangað til maður fær að sjá þetta virkilega góða lið aftur í svona móti. Þetta byrjaði mjög vel og lofaði góðu en því miður þá meiddust menn og keyrsla á of fáum mönnum varð til þess að bensínið var búið eins og fram hefur komið. Ég verð þó að segja að liðið kom mér virkilega á óvart. Spilaði fantavörn, enginn tuddaskapur heldur bara staðfastir. Alexander Petersson kom þó mest á óvart. Drengurinn átti rosalegt mót og þvílíkur varnarmaður er hann. Snorri Steinn kom líka mjög á óvart. Synd að þessi meiðsli skyldu koma upp hefði getað orðið forvitnilegt hvernig þetta hefði farið hefði Petersson og Hólmgeirsson verið með allan leikinn á móti Króötum.
Forkeppni Eurovision lokið. Guð hvað við getum ekki samið lög. Að mínu mati á Trausti Bjarnason (Andvaka og lagið með Regínu Ósk) bestu innleggin auk Þorvaldar Bjarna. Yrði bara fyndið að senda svona nett flippað lag í þessa keppni. Botnleðja hefði átt að fara um árið, varð mjög svekktur þegar það gerðist ekki.
Það stefnir í það að ég geri undantekningu í ár og horfi á idolið. Hef ekki gert það seinustu ár allaveganna ekki verið límdur fyrir framan kassann á hverju föstudagskvöldi en það gæti orðið breyting þar á núna. Ég á minn uppáhaldskeppanda og er það Ragnheiður Sara, held að hún heiti það allaveganna. Virkilega góð söngkona og þó svo það fari svo að hún vinni ekki idolið þá á hún eftir að ná langt.
Svo að lokum ætla ég að tæpa á vinnu/skólamálum. Það lítur allt út fyrir það að ég fari í 100% starf og taki 1-2 kúrsa með. Starfið er hjá BT og líst mér bara mjög vel á það. Fínt að grynnka aðeins á skuldunum eftir að hafa lifað eins og kóngur seinasta árið.
Þar með lýkur þessari metfærslu.
Að lokum hvet ég fólk að kíkja á þetta. Fyndið blogg hér á ferðinni mjög vel skrifandi stelpa.