A site about nothing...

miðvikudagur, september 28, 2005

Það hlaut að koma að því ég fleygði inn myndunum frá London og einnig ætla ég að setja inn myndir frá TDC. Þið vitið hvar þið finnið þær.
Annars ætla ég að taka svona nett röfl. Þó svo það sé margt frábært við að vera hérna í Danmörku þá gæti maður haldið stundum að Danir lifðu á hinum myrku miðöldum. Besta dæmið um þetta er þegar maður fer í matvöruverslun. Þú ákveður ekkert bara þegar þú stendur við hliðina á matvöruverslun að fara inn í hana og kaupa það sem þig vantar, sérstaklega ekki ef þú ert ekki með pening á þér. Og þar sem við Íslendingar erum svo vön að vera ekki með pening á okkur þá getur þetta orðið ansi leiðigjarnt. Þannig er nefnilega mál með vexti að maður getur bara notað eina tegund af kortum í flestum matvöruverslunum hið svokallaða Dankort, sem er víst ekkert sérlega auðvelt að fá, sérstaklega ef maður er útlendingur. Þannig að ég hef þónokkrum sinnum farið í matvöruverslun af því að ég mundi að mig vantaði eitthvað og svo þegar kemur að því að borga og ég tilbúinn með debetkortið þá gengur það ekki og ég þarf að finna hraðbanka, sem er kanski ekkert sérlega nálægt. Kanski lélegt röfl en þetta hefur farið í taugarnar á mér.

mánudagur, september 26, 2005Paris Hilton ákvað að kíkja á TDC.

sunnudagur, september 25, 2005

Enn ein helgin að baki. Þær hreinlega fljúga framhjá hérna enda er alltaf nóg að gera svosem.
Á föstudaginn fór ég með Gunna, Ástu Siggu, Gígju, Erlu Siggi, Birnu og vinkonu hennar sem heitir Auður Björg út að borða á elsta ítalska veitingastaðinn í Köben að því er Gunni sagði mér. Staður þess er í Fiolsstrade hjá Jorcks Passage og gerir helvíti góðar pizzur.
Í gær var svo TDC eða tour de chambre. Þar sem allir elduðu saman og svo var flakkað milli herbergja og hvert herbergi var með einhverju þema tengdu atvinnugreinum. Mitt þema var mjög slakt að mínu mati en rættist úr því. Ég var semsagt fótboltamaður og var því klæddur í ensku varalandsliðstreyjuna sem ég keypti í London og stuttbuxum allt kvöldið sem var einkar gott þar sem í mörgum herbergjum var mjög heitt (það er enn mjög heitt og gott hér, ekki eins og á Íslandi, ligga ligga lái). Svo bauð ég upp á Opal skot sem fólk var ekki smá lítið sátt við. Svo var bara flakkað milli herbergja og þegar því lauk var partý inni á eldhúsinu þar sem þeir sem seinast fóru að sofa voru að til hálfsex í morgun.
Í dag var almenn leti en ég náði þó að setja saman stól sem ég keypti í Ikea í gær. Stóll þessi mun verða playstation stóllinn minn þar sem hann er einkar þægilegur í þannig verknað. Hægt að rugga sér í honum og almennt bara chilla. Ég keypti líka tvo lampa og dimmer á annan lampann en þar sem það er sparpera í honum að þá blikkar hann eins og eitthvað diskóljós ef ég nota dimmerinn. Ég keypti eitthvað meira smávægilegt þarna í Ikea og ekki var þetta nú dýrt, 460 danskar. Sæi mig í anda kaupa svona mikið fyrir jafn lítinn pening heima. En aftur að deginum í dag. Í kvöld hittumst við nokkrir Íslendingar hérna og fórum í Tívolí að hlusta á Kashmir loka Tívolí, þangað til jólatívolí opnar. Ég og Gunni skelltum okkur fyrst á Hard Rock sem var so and so, American style er betri að mínu mati. Svo fórum við inn í tívolí og þetta var helvíti töff. Ótrúlega mikið af fólki, veðrið eins og best verður á kosið og tívolí ótrúlega sjarmerandi eitthvað. Ég er mikið farinn að hlakka til að fara í jólatívolí sem opnar 11. nóv.
Kíkið annars á þetta er búinn að bæta inn myndum af herberginu. Annars vegar eins og það getur orðið sem skítugast og hins vegar eftir að ég var búinn að taka til í því og ryksuga fyrir TDC.

föstudagur, september 23, 2005

God fyrirsogn

þriðjudagur, september 20, 2005

Wake up Mr. West
Það eru víst tveir dagar liðnir siðan maður kom heim frá Lundúnum og þvi ekki úr vegi að blogga aðeins um þá ferð. Ég ætla að taka svipaða tækni og Ari gerði fyrir sína ferð til Chicago og tiltaka það helsta í stað þess að segja og svo gerðum við þetta og löbbuðum þarna.

Staðir sem ég sá eða fór á
Voru meðal annars, Buckingham höll, The Tower Bridge, The Thames, höfuðstöðvar MI6, Picadilly Circus, Covent Garden, London bridge is falling down (eða er það burning down?), St. Pauls Cathedral(da vinci code tekin upp þar), Westminster Abbey, Kensington Gardens, Hyde Park, Oxford Street, Carnaby Street, St. James´ Park(ekki heimavöllur Newcastle), Notting Hill, London Eye, Big Ben, Houses of Parliament og eitthvað fleira.

Rate my crotch
Án vafa það skrýtnasta sem gerðist í ferðinni var eftirfarandi. Ég, Hildur og Sjonni vorum í the tube og sátum ég og Sjonni saman en Hildur á móti okkur við hliðina á manni með myndavélasíma sem að hennar sögn hann notaði til að taka myndir af klofinu á okkur.

Verslun
Var óvenju rólegur í innkaupum en náði þó að fjárfesta í bindi á flugvellinum í Köben, rauðum síðerma enskum varalandsliðsbúningi á 10 pund og einu stykki playstation 2. Ég hef þó ekki byrjað að leika mér í tölvunni þar sem ég þarf að finna converter fyrir helvítis klónna.

Celeb spotting
Það var soldið um celeb spotting hjá mér. Fyrst ber að nefna þegar við áttum leið hjá West End, sem er svona leikhúshverfið þarna, var ansi mikið af fólki(aðallega stelpum) með myndavélar að bíða eftir einhverjum. Þessi einhver reyndist vera Ewan MacGregor sem er að leika á West End í Guys and Dolls og var úti að reykja. Maður sá glitta í karlinn. Svo einhverju síðar kom mótleikkona hans, Jane eitthvað sem lék gröðu leiðinlegu drusluna í Ally McBeal. En celeb spot ferðarinnar er ekki alveg staðfest en ég er svona 99,1% viss um að þegar ég var í deparment store á Oxford Street að skoða eitthvað Levi´s dót að þá stóð Kanye West svona 2 metra frá mér að skoða eitthvað Levi´s dót líka. Ég var með myndavélina með en þorði ekki að taka laumu eða spyrja hvort ég mætti taka mynd. En þar sem ég var með Sjonna þá getur hann staðfest frásögnina ef einhver ætlar að véfengja hana.

Ýmislegt annað
-Breska getur verið fáránlega ljót áheyrnar en hún getur líka verið fáránlega flott.
-Kojur eru ekki að gera sig, sérstaklega ef maður er í neðri koju og gleymir á morgnana að maður svaf í neðri koju og kýlir efri kojuna þegar maður rís á fætur.
-The Generator er ágætis hostel, sérstaklega ef manni langar til að djamma, alla daga vikunnar.
-Það er til Dominos extra í London, meira að segja með auka áleggi.
-Það er til Subway í London, sem er meira en ég get sagt um Köben, hér er Sunway eða eitthvað álíka.
-Kebab er ekki gott í London, í það minnsta ekki það sem ég fékk.
-Prófin gengu ágætlega að mínu mati, nú er bara að bíða eftir einkunum fyrir ritgerðir.
-Stemmningin á leiknum var helvíti nett en ég þori að veðja að einhver sem sá leikinn í sjónvarpi hefur ekki skemmt sér neitt sérstaklega. Chelsea er ekki beint skemmtilegt lið til að horfa á. En þeir mega eiga það að þeir gera sína hluti vel og þessvegna eru þeir efstir í deildinni og eru næstum öruggir sigurvegarar í vor.
-Fyrir utan Dominos og Subway borðaði ég á Burger King, Macdonalds og KFC. Ég fékk mér ekki fish and chips.
-Myndir ættu að detta inn bráðlega.

fimmtudagur, september 15, 2005

Lundunablogg
Aetladi bara adeins ad blogga fra Lundunum. Allt fint ad fretta. Er ad gista a megaflippudu hosteli thar sem eg var med 4 odrum i herbergi en akvad ad beila a theim thar sem eg fila ekkert serstaklega ad gista med folki sem eg thekki ekki auk thess sem eg tharf naedi til ad laera fyrir GRE og fa godan naetursvefn.
A laugardaginn verdur svo haldid til Charlton thar sem international studningsmadur Charlton, thad er eg, og Sigurjon a.k.a. Eidur Gudjohnsen munum fylgjast med leik Charlton og Chelsea a The Valley. Thad verdur vaentanlega ekkert leidinlegt.
Eg laet thetta naegja i bili og blogga naest fra Koben.

mánudagur, september 12, 2005

Helgin að baki og hún var bara mjög góð. Á föstudaginn var íslendingadjamm í DTU þar sem kosið var í stjórn íslendingafélagsins og eitthvað þannig, missti reyndar af því. Svo var farið í bæinn en staldrað tiltölulega stutt við. Laugardagurinn var almenn leti bara. Nema það að ég eldaði svona fyrsta alvöru máltíðina mína hérna, pasta með rjómaostapepperónísveppasósu. Nú sósan heppnaðist ekki sérlega vel og pepperóníið gaf ekki nógu mikið bragð þannig að ég þarf aðeins að eyða fleiri stundum í eldhúsinu, en þetta stendur allt til bóta því önnur af kokkabókunum sem ég pantaði af Amazon var að detta í hús þó svo þeir höfðu sagt mér að ég gæti búist við bókunum 30. september. Ég kvarta allaveganna ekki. Um kvöldið fór ég svo með Gígju niðrí bæ að hitta vinkonu hennar sem heitir Birna og er á kollegi þar. Þar var kollegi partý fyrir þetta líka hrikalega stóra kollegi en það komust allir fyrir því barinn í húsinn er nógu stór. Það sem bar þó af þetta kvöld var það sem ég vil kalla mökunardansinn. Mökunardansinn er dans sem allir strákar þurfa að læra því stelpur munu flykkjast að. Þannig að ég ætla að reyna að mastera hann meðan ég er hérna úti, hef svona hugmynd um í hverju move-ið felst og svo vonandi get ég kennt öðrum, t.d. Tuma þar sem ég er sérlegur kennari hans í dönsum, dansinn eftir að ég kem heim.
Núna áðan var ég svo að gera það ógeðslegasta sem ég hef hingað til gert hérna úti, hreinsa niðurfallið í sturtunni. Það var orðið ansi ógeðslegt og þess valdandi að ég gat bara farið í svona 3 mínútna sturtu nema ég vildi láta allt flæða, því Danir eru ekkert að hafa of mikinn kant fyrir vatnið, þetta er næstum því í sömu hæð og baðherbergisgólfflöturinn er. Lyktin var viðurstyggð en þetta var eitthvað sem þurfti að gera.
Svo er það bara London eftir 2 daga.

Að lokum ætla ég að mæla með nýja Kanye West diskinum ég er að spila hann í ræmur hérna í gegnum græjurnar sem gaurinn sem framleigir mér herbergið sitt var svo góður að skilja eftir.

fimmtudagur, september 08, 2005

Ég ákvað eftir að hafa setið einn fyrirlestur í greiningu 4 að sleppa henni. Var algjörlega ekki að nenna að taka hana og ákvað að þar sem maður er að fara á fullt að sækja um skóla og svona að bara hafa nægan tíma og njóta tímans hérna úti. Svo eru kúrsarnir sem ég er í líka mjög áhugaverðir og þannig vildi ég hafa þessa önn, svona semi frí með skemmtilegum kúrsum. Þannig að ég er í 11 einingum, þarf að taka 9, og í fríi á mánudögum og miðvikudögum. Þannig ef einhver kemur í heimsókn þá hafið það bara fyrripart vikunnar, ég er mestmegnis laus.
Annars er ég nú mest að læra fyrir GRE sem ég tek í London í næstu viku. Fann einhverja svona síðu sem hjálpar manni að undirbúa sig fyrir prófið með því að hafa kennslu, mjög basic oft á tíðum, auk spurninga úr viðkomandi stærðfræðiefni, enskuhluta og ritgerðum. Þetta er alveg ókeypis og fínt svona til að æfa sig aðeins. Kíkið á þetta kostar ekki baun og þeir gefa þér einkunn eftir því hvernig þér gengur í samanburði við aðra sem hafa tekið sömu hluta. Þetta skýrir sig nokkurn veginn sjálft.
Fór í fyrsta skiptið síðan ég kom hérna út í gymið á skólalóðinni. Ágætis svitahola, ekkert World Class enda getur maður ekki búist við því. Þarna ætla ég að reyna að vera duglegur í haust og vetur og koma helköttaður til baka, lofa samt engu ;).
Annars er bara sól og blíða hérna, yfir 20 gráður hvern dag og sólin skín. Við hötum ekki að fara í skólann á gallabuxum og bol, hjólandi.

miðvikudagur, september 07, 2005

Ég þurfti að kíkja aðeins niður í Lyngby storcenter, sem er svona kringla þeirra Lyngby manna, til að kaupa aðeins inn fyrir heimilið. Þegar ég var að labba þarna um sé ég svona bás og fyrir ofan básinn sé ég merki bankans Nordea sem Tryggvi og Þórhildur voru búin að mæra mikið fyrir mér. Þannig að ég vind mér að konunni sem var í básnum og spyr á ensku, ég nota ensku ef ég veit að samtalið gæti orðið erfitt:
"What do I have to do to start an account here?"
Konan lítur á mig með þennan líka undrunarsvip í andlitinu og spyr
"account, what kind of an account?"
Ég held eitthvað áfram að reyna að útskýra og þá sýnir hún mér blað og spyr hvort ég vilji komast í eitthvað membership dæmi sem er hjá þeim. Ég fatta þá að þessi kona sem var þarna í litlum bás með enga peninga eða neitt vinnur ekkert hjá þessum banka og kveð. Svo labba ég bakvið básinn og sé fyrir hvað þetta merki var, hraðbanka frá Nordea sem ef maður sér þetta frá ákveðnu sjónarhorni gæti virst vera fyrir ofan þennan bás.

þriðjudagur, september 06, 2005

Back once again with the renegade master!
Já þá er maður loksins kominn á netið hérna úti í fartölvunni og getur því farið að blogga með íslenskum stöfum og fleygt inn myndum og hvað ekki (and what not). En það er stutt í að svo verði so stay tuned.

Tilkynning
Sigurjon ef thu serd thetta sendur mer post sem fyrst a ottarv@gmail.com svo eg viti hvernig eg geti haft samband vid thig.

Annars er madur bara nokkud jolly herna i danaveldi. Solin hefur skinid nanast hvern dag sidan madur kom og lifid fer ad komast i sinn vanagang. Nu eru 8 dagar thangad til eg fer til London ad taka GRE og Toefl. Svo eru Franz Ferdinand ad koma i desember og eg asamt Tryggva, Totlu og Gunna B ætlum ad fara. Svo er eg reyndar lika ad fara ad sja Coldplay en their eru i lok oktober. Svo a madur eflaust eftir ad finna ser fleiri hluti til ad sja herna enda nog um ad vera.