A site about nothing...

fimmtudagur, september 08, 2005

Ég ákvað eftir að hafa setið einn fyrirlestur í greiningu 4 að sleppa henni. Var algjörlega ekki að nenna að taka hana og ákvað að þar sem maður er að fara á fullt að sækja um skóla og svona að bara hafa nægan tíma og njóta tímans hérna úti. Svo eru kúrsarnir sem ég er í líka mjög áhugaverðir og þannig vildi ég hafa þessa önn, svona semi frí með skemmtilegum kúrsum. Þannig að ég er í 11 einingum, þarf að taka 9, og í fríi á mánudögum og miðvikudögum. Þannig ef einhver kemur í heimsókn þá hafið það bara fyrripart vikunnar, ég er mestmegnis laus.
Annars er ég nú mest að læra fyrir GRE sem ég tek í London í næstu viku. Fann einhverja svona síðu sem hjálpar manni að undirbúa sig fyrir prófið með því að hafa kennslu, mjög basic oft á tíðum, auk spurninga úr viðkomandi stærðfræðiefni, enskuhluta og ritgerðum. Þetta er alveg ókeypis og fínt svona til að æfa sig aðeins. Kíkið á þetta kostar ekki baun og þeir gefa þér einkunn eftir því hvernig þér gengur í samanburði við aðra sem hafa tekið sömu hluta. Þetta skýrir sig nokkurn veginn sjálft.
Fór í fyrsta skiptið síðan ég kom hérna út í gymið á skólalóðinni. Ágætis svitahola, ekkert World Class enda getur maður ekki búist við því. Þarna ætla ég að reyna að vera duglegur í haust og vetur og koma helköttaður til baka, lofa samt engu ;).
Annars er bara sól og blíða hérna, yfir 20 gráður hvern dag og sólin skín. Við hötum ekki að fara í skólann á gallabuxum og bol, hjólandi.