A site about nothing...

þriðjudagur, september 20, 2005

Wake up Mr. West
Það eru víst tveir dagar liðnir siðan maður kom heim frá Lundúnum og þvi ekki úr vegi að blogga aðeins um þá ferð. Ég ætla að taka svipaða tækni og Ari gerði fyrir sína ferð til Chicago og tiltaka það helsta í stað þess að segja og svo gerðum við þetta og löbbuðum þarna.

Staðir sem ég sá eða fór á
Voru meðal annars, Buckingham höll, The Tower Bridge, The Thames, höfuðstöðvar MI6, Picadilly Circus, Covent Garden, London bridge is falling down (eða er það burning down?), St. Pauls Cathedral(da vinci code tekin upp þar), Westminster Abbey, Kensington Gardens, Hyde Park, Oxford Street, Carnaby Street, St. James´ Park(ekki heimavöllur Newcastle), Notting Hill, London Eye, Big Ben, Houses of Parliament og eitthvað fleira.

Rate my crotch
Án vafa það skrýtnasta sem gerðist í ferðinni var eftirfarandi. Ég, Hildur og Sjonni vorum í the tube og sátum ég og Sjonni saman en Hildur á móti okkur við hliðina á manni með myndavélasíma sem að hennar sögn hann notaði til að taka myndir af klofinu á okkur.

Verslun
Var óvenju rólegur í innkaupum en náði þó að fjárfesta í bindi á flugvellinum í Köben, rauðum síðerma enskum varalandsliðsbúningi á 10 pund og einu stykki playstation 2. Ég hef þó ekki byrjað að leika mér í tölvunni þar sem ég þarf að finna converter fyrir helvítis klónna.

Celeb spotting
Það var soldið um celeb spotting hjá mér. Fyrst ber að nefna þegar við áttum leið hjá West End, sem er svona leikhúshverfið þarna, var ansi mikið af fólki(aðallega stelpum) með myndavélar að bíða eftir einhverjum. Þessi einhver reyndist vera Ewan MacGregor sem er að leika á West End í Guys and Dolls og var úti að reykja. Maður sá glitta í karlinn. Svo einhverju síðar kom mótleikkona hans, Jane eitthvað sem lék gröðu leiðinlegu drusluna í Ally McBeal. En celeb spot ferðarinnar er ekki alveg staðfest en ég er svona 99,1% viss um að þegar ég var í deparment store á Oxford Street að skoða eitthvað Levi´s dót að þá stóð Kanye West svona 2 metra frá mér að skoða eitthvað Levi´s dót líka. Ég var með myndavélina með en þorði ekki að taka laumu eða spyrja hvort ég mætti taka mynd. En þar sem ég var með Sjonna þá getur hann staðfest frásögnina ef einhver ætlar að véfengja hana.

Ýmislegt annað
-Breska getur verið fáránlega ljót áheyrnar en hún getur líka verið fáránlega flott.
-Kojur eru ekki að gera sig, sérstaklega ef maður er í neðri koju og gleymir á morgnana að maður svaf í neðri koju og kýlir efri kojuna þegar maður rís á fætur.
-The Generator er ágætis hostel, sérstaklega ef manni langar til að djamma, alla daga vikunnar.
-Það er til Dominos extra í London, meira að segja með auka áleggi.
-Það er til Subway í London, sem er meira en ég get sagt um Köben, hér er Sunway eða eitthvað álíka.
-Kebab er ekki gott í London, í það minnsta ekki það sem ég fékk.
-Prófin gengu ágætlega að mínu mati, nú er bara að bíða eftir einkunum fyrir ritgerðir.
-Stemmningin á leiknum var helvíti nett en ég þori að veðja að einhver sem sá leikinn í sjónvarpi hefur ekki skemmt sér neitt sérstaklega. Chelsea er ekki beint skemmtilegt lið til að horfa á. En þeir mega eiga það að þeir gera sína hluti vel og þessvegna eru þeir efstir í deildinni og eru næstum öruggir sigurvegarar í vor.
-Fyrir utan Dominos og Subway borðaði ég á Burger King, Macdonalds og KFC. Ég fékk mér ekki fish and chips.
-Myndir ættu að detta inn bráðlega.