A site about nothing...

miðvikudagur, september 07, 2005

Ég þurfti að kíkja aðeins niður í Lyngby storcenter, sem er svona kringla þeirra Lyngby manna, til að kaupa aðeins inn fyrir heimilið. Þegar ég var að labba þarna um sé ég svona bás og fyrir ofan básinn sé ég merki bankans Nordea sem Tryggvi og Þórhildur voru búin að mæra mikið fyrir mér. Þannig að ég vind mér að konunni sem var í básnum og spyr á ensku, ég nota ensku ef ég veit að samtalið gæti orðið erfitt:
"What do I have to do to start an account here?"
Konan lítur á mig með þennan líka undrunarsvip í andlitinu og spyr
"account, what kind of an account?"
Ég held eitthvað áfram að reyna að útskýra og þá sýnir hún mér blað og spyr hvort ég vilji komast í eitthvað membership dæmi sem er hjá þeim. Ég fatta þá að þessi kona sem var þarna í litlum bás með enga peninga eða neitt vinnur ekkert hjá þessum banka og kveð. Svo labba ég bakvið básinn og sé fyrir hvað þetta merki var, hraðbanka frá Nordea sem ef maður sér þetta frá ákveðnu sjónarhorni gæti virst vera fyrir ofan þennan bás.