Helgin að baki og hún var bara mjög góð. Á föstudaginn var íslendingadjamm í DTU þar sem kosið var í stjórn íslendingafélagsins og eitthvað þannig, missti reyndar af því. Svo var farið í bæinn en staldrað tiltölulega stutt við. Laugardagurinn var almenn leti bara. Nema það að ég eldaði svona fyrsta alvöru máltíðina mína hérna, pasta með rjómaostapepperónísveppasósu. Nú sósan heppnaðist ekki sérlega vel og pepperóníið gaf ekki nógu mikið bragð þannig að ég þarf aðeins að eyða fleiri stundum í eldhúsinu, en þetta stendur allt til bóta því önnur af kokkabókunum sem ég pantaði af Amazon var að detta í hús þó svo þeir höfðu sagt mér að ég gæti búist við bókunum 30. september. Ég kvarta allaveganna ekki. Um kvöldið fór ég svo með Gígju niðrí bæ að hitta vinkonu hennar sem heitir Birna og er á kollegi þar. Þar var kollegi partý fyrir þetta líka hrikalega stóra kollegi en það komust allir fyrir því barinn í húsinn er nógu stór. Það sem bar þó af þetta kvöld var það sem ég vil kalla mökunardansinn. Mökunardansinn er dans sem allir strákar þurfa að læra því stelpur munu flykkjast að. Þannig að ég ætla að reyna að mastera hann meðan ég er hérna úti, hef svona hugmynd um í hverju move-ið felst og svo vonandi get ég kennt öðrum, t.d. Tuma þar sem ég er sérlegur kennari hans í dönsum, dansinn eftir að ég kem heim.
Núna áðan var ég svo að gera það ógeðslegasta sem ég hef hingað til gert hérna úti, hreinsa niðurfallið í sturtunni. Það var orðið ansi ógeðslegt og þess valdandi að ég gat bara farið í svona 3 mínútna sturtu nema ég vildi láta allt flæða, því Danir eru ekkert að hafa of mikinn kant fyrir vatnið, þetta er næstum því í sömu hæð og baðherbergisgólfflöturinn er. Lyktin var viðurstyggð en þetta var eitthvað sem þurfti að gera.
Svo er það bara London eftir 2 daga.
Að lokum ætla ég að mæla með nýja Kanye West diskinum ég er að spila hann í ræmur hérna í gegnum græjurnar sem gaurinn sem framleigir mér herbergið sitt var svo góður að skilja eftir.
Núna áðan var ég svo að gera það ógeðslegasta sem ég hef hingað til gert hérna úti, hreinsa niðurfallið í sturtunni. Það var orðið ansi ógeðslegt og þess valdandi að ég gat bara farið í svona 3 mínútna sturtu nema ég vildi láta allt flæða, því Danir eru ekkert að hafa of mikinn kant fyrir vatnið, þetta er næstum því í sömu hæð og baðherbergisgólfflöturinn er. Lyktin var viðurstyggð en þetta var eitthvað sem þurfti að gera.
Svo er það bara London eftir 2 daga.
Að lokum ætla ég að mæla með nýja Kanye West diskinum ég er að spila hann í ræmur hérna í gegnum græjurnar sem gaurinn sem framleigir mér herbergið sitt var svo góður að skilja eftir.