Enn ein helgin að baki. Þær hreinlega fljúga framhjá hérna enda er alltaf nóg að gera svosem.
Á föstudaginn fór ég með Gunna, Ástu Siggu, Gígju, Erlu Siggi, Birnu og vinkonu hennar sem heitir Auður Björg út að borða á elsta ítalska veitingastaðinn í Köben að því er Gunni sagði mér. Staður þess er í Fiolsstrade hjá Jorcks Passage og gerir helvíti góðar pizzur.
Í gær var svo TDC eða tour de chambre. Þar sem allir elduðu saman og svo var flakkað milli herbergja og hvert herbergi var með einhverju þema tengdu atvinnugreinum. Mitt þema var mjög slakt að mínu mati en rættist úr því. Ég var semsagt fótboltamaður og var því klæddur í ensku varalandsliðstreyjuna sem ég keypti í London og stuttbuxum allt kvöldið sem var einkar gott þar sem í mörgum herbergjum var mjög heitt (það er enn mjög heitt og gott hér, ekki eins og á Íslandi, ligga ligga lái). Svo bauð ég upp á Opal skot sem fólk var ekki smá lítið sátt við. Svo var bara flakkað milli herbergja og þegar því lauk var partý inni á eldhúsinu þar sem þeir sem seinast fóru að sofa voru að til hálfsex í morgun.
Í dag var almenn leti en ég náði þó að setja saman stól sem ég keypti í Ikea í gær. Stóll þessi mun verða playstation stóllinn minn þar sem hann er einkar þægilegur í þannig verknað. Hægt að rugga sér í honum og almennt bara chilla. Ég keypti líka tvo lampa og dimmer á annan lampann en þar sem það er sparpera í honum að þá blikkar hann eins og eitthvað diskóljós ef ég nota dimmerinn. Ég keypti eitthvað meira smávægilegt þarna í Ikea og ekki var þetta nú dýrt, 460 danskar. Sæi mig í anda kaupa svona mikið fyrir jafn lítinn pening heima. En aftur að deginum í dag. Í kvöld hittumst við nokkrir Íslendingar hérna og fórum í Tívolí að hlusta á Kashmir loka Tívolí, þangað til jólatívolí opnar. Ég og Gunni skelltum okkur fyrst á Hard Rock sem var so and so, American style er betri að mínu mati. Svo fórum við inn í tívolí og þetta var helvíti töff. Ótrúlega mikið af fólki, veðrið eins og best verður á kosið og tívolí ótrúlega sjarmerandi eitthvað. Ég er mikið farinn að hlakka til að fara í jólatívolí sem opnar 11. nóv.
Kíkið annars á þetta er búinn að bæta inn myndum af herberginu. Annars vegar eins og það getur orðið sem skítugast og hins vegar eftir að ég var búinn að taka til í því og ryksuga fyrir TDC.
Á föstudaginn fór ég með Gunna, Ástu Siggu, Gígju, Erlu Siggi, Birnu og vinkonu hennar sem heitir Auður Björg út að borða á elsta ítalska veitingastaðinn í Köben að því er Gunni sagði mér. Staður þess er í Fiolsstrade hjá Jorcks Passage og gerir helvíti góðar pizzur.
Í gær var svo TDC eða tour de chambre. Þar sem allir elduðu saman og svo var flakkað milli herbergja og hvert herbergi var með einhverju þema tengdu atvinnugreinum. Mitt þema var mjög slakt að mínu mati en rættist úr því. Ég var semsagt fótboltamaður og var því klæddur í ensku varalandsliðstreyjuna sem ég keypti í London og stuttbuxum allt kvöldið sem var einkar gott þar sem í mörgum herbergjum var mjög heitt (það er enn mjög heitt og gott hér, ekki eins og á Íslandi, ligga ligga lái). Svo bauð ég upp á Opal skot sem fólk var ekki smá lítið sátt við. Svo var bara flakkað milli herbergja og þegar því lauk var partý inni á eldhúsinu þar sem þeir sem seinast fóru að sofa voru að til hálfsex í morgun.
Í dag var almenn leti en ég náði þó að setja saman stól sem ég keypti í Ikea í gær. Stóll þessi mun verða playstation stóllinn minn þar sem hann er einkar þægilegur í þannig verknað. Hægt að rugga sér í honum og almennt bara chilla. Ég keypti líka tvo lampa og dimmer á annan lampann en þar sem það er sparpera í honum að þá blikkar hann eins og eitthvað diskóljós ef ég nota dimmerinn. Ég keypti eitthvað meira smávægilegt þarna í Ikea og ekki var þetta nú dýrt, 460 danskar. Sæi mig í anda kaupa svona mikið fyrir jafn lítinn pening heima. En aftur að deginum í dag. Í kvöld hittumst við nokkrir Íslendingar hérna og fórum í Tívolí að hlusta á Kashmir loka Tívolí, þangað til jólatívolí opnar. Ég og Gunni skelltum okkur fyrst á Hard Rock sem var so and so, American style er betri að mínu mati. Svo fórum við inn í tívolí og þetta var helvíti töff. Ótrúlega mikið af fólki, veðrið eins og best verður á kosið og tívolí ótrúlega sjarmerandi eitthvað. Ég er mikið farinn að hlakka til að fara í jólatívolí sem opnar 11. nóv.
Kíkið annars á þetta er búinn að bæta inn myndum af herberginu. Annars vegar eins og það getur orðið sem skítugast og hins vegar eftir að ég var búinn að taka til í því og ryksuga fyrir TDC.