A site about nothing...

föstudagur, maí 30, 2003

Sá mynd í gær og ég sver að ég fann hvernig ég varð heimskari. Kanski ekki að furða þar sem myndin heitir Winning London og er með tvibbunum Olssen, þar sem þær fá að fara til london og hözzla gaura. Einn gaurinn sem önnur systirinn var hrifinn af var Billy sem margir kannast jafnvel við úr Nágrönnum. Olssen tvibbarnir eru orðnir þvílíkt veldi. Ekki nóg með að þær leika í slatta af myndum í aðalhlutverki heldur þá eru þær líka aðal-pródúserinn að þeim og svo eru þær víst með sína eigin fatalínu.

Ég er að horfa á American Idol hérna og undur og stórmerki gerðust. Ruben varð annar af þeim tveim neðstu. Eins og búast má við urðu allir mjög undrandi því maðurinn söng eins og engill enn eina ferðina. Svo er ég með brjálaða kenningu: Martin sho... nei Clay Aiken og Kimberley Locke tel ég að séu saman, góð kenning ég veit.
Svo eins og oft vill verða með Ísland að ef eitthvað er vinsælt í BNA þá þarf að koma með það hingað heim og hvað haldið þið, það verður íslensk Idol keppni. Dómararnir verða víst Þorvaldur Bjarni, Sigga Beinteins (Tumi þú ættir kanski að taka þátt) og svo skilst mér að Bó Hall taki að sér að verða svona Simon týpa. Ég held að þetta verða megaflopp.

fimmtudagur, maí 29, 2003

Hversu magnaður er David Blaine. Það er bara fáránlegt hvað þessi gaur er að gera og hann er að gera þetta úti á götu, ekki eins og allir hinir sem gera svona hluti uppi á einhverju sviði langt frá áhorfandanum. Þetta trick hans með að fylla og loka dós var magnað og líka hvernig hann teygði sig í gegnum glerið. Maður þarf að finna eitthvað meira með honum, that´s for sure.

Bongóblíða bara í dag, ekki kvartar maður. Fór á bekkjarráðsfund sem var haldinn á austurvelli í bongóblíðunni og þarna var samankomið ungt og gamalt fólk. Einnig voru rónarnir þarna líka og öngruðu suma. T.d. var einn sem horfði hýru auga til Ástu Siggu og Unnar Eddu en þær náðu að losa sig við hann.

Að lokum vil ég hvetja alla til að mæta í útileguna á laugardaginn. Verðlaunin fyrir ratleikinn verða ekki af verri endanum, eina sem ég segi er að þau eru á fljótandi formi.

mánudagur, maí 26, 2003

Ferðalagið
Jæja þá er maður kominn heim frá Baunalandi eða hinni yndislegu Danmörku. Danmörk í þetta skiptið bauð nú ekki upp á sitt besta veður verður að segjast og voru það pínu vonbrigði en svona getur nú komið fyrir og var ferðalagið þrátt fyrir það mjög ánægjulegt. Ég og bróðir minn leigðum bíl sem átti eftir að verða mikið notaður og ákváðum við að skella okkur til Belgíu, nánar tiltekið Brussel. Á þriðjudeginum í síðustu viku lögðum við að stað keyrandi og fórum sem leið lá yfir Fjón og Jótland. Fengum við þá að sjá hin miklu brýr sem liggja yfir litla og stóra belti. Þaðan lá leiðin til norður þýskalands, svo norðvestur þýskalands, Hollands og svo loks til Brussel, þetta ferðalag tók rúma 12 tíma. Hótelið okkar var á besta stað. Staðsett í hverfi þar sem heimssýningin 1956 fór fram og útsýnið út um gluggann hjá okkur var Atómið sem er eitt frægasta mannvirkið frá þeirri heimssýningu. Brussel er geysifögur borg og þar má finna mjög gamlar og fallegar byggingar sem gaman var að skoða. Eitt af því sem manni var sagt að skoða er kennileiti borgarinnar, stytta af pissandi dreng, mjög lítil. Mér fannst þessi stytta ekkert spes en maður varð nú að sjá hana eins og maður verður að sjá litlu hafmeyjuna í DK. Við vorum í Brussel í 2 daga og stefnum svo heim. Við ákváðum að skipta heimleiðinni í tvö hluta því við vildum ekki keyra jafnlengi og á leiðinni til Belgíu. Áður en við fórum úr Belgíu litum við á Brugge sem er svona miðaldarbær, mjög fallegur líka. Það sem mér fannst merkilegast við hann þannig séð var að það voru 5-6 ferðatívolí í miðbænum. Svona eins og það væri árshátíð ferðatívolía þarna í gangi. Við vorum búnir að ákveða að gista í Bremen á heimleiðinni og fara svo þaðan til Köben. Einnig ákváðum við að keyra í gegnum Holland því það væri svona beinni leið heldur en í gegnum Þýskaland og auk þess gaman að keyra í Hollandi. Well vegirnir í Hollandi voru mjög skrýtnir. Eina stundina varstu á hraðbraut og á þeirri næstu varstu kominn á sveitaveg með tilheyrandi töfum. Svo lentum við í því að villast örlítið og svona þannig að Holland var ekki nógu skemmtilegt. Svo loksins þegar við komust aftur til Þýskalands þá var gefið í en viti menn þá voru einhverjar gatnaframkvæmdir. Þetta þýddi að allir þurftu að fara af hraðbrautinni og út á einhvern sveitaveg og það átti eftir að reynast hin mesta pína. Því það var svo mikið að bílum að það myndaðist 6-8 km löng röð sem ferðaðist með svona 5-6km hraða á klukkustund og vegalengdin sem við þurftum að fara voru einhverjir 20 km. Þetta tók svona einn og hálfan tvo tíma og mjög liðið á kvöldið. Þegar loksins losnaði úr þessu þá gáfum við aftur í og vorum komnir á hótelið í Bremen um miðnætti. Svo næsta dag keyrðum við til Köben og gekk það áfallalaust fyrir sig.
Svo á laugardeginum fórum við í annan bíltúr og núna lá leiðin yfir til Svíþjóðar með frænda mínum og kærustu hans og aftur fórum við yfir massa brú. Við skoðuðum í svíþjóð Malmö, Barseback sem er kjarnorkuver, og Helsingborg þaðan sem við fórum aftur yfir til DK með ferju. Eitt sem var mjög merkilegt að þegar við fórum frá Köben þá var rigning en í Svíþjóð var bara massa gott veður, sól og hiti.
Að lokum ætla ég aðeins að tala bílinn sem við höfðum. Þetta var Citroen C3, nýjasta týpa sjálfskiptur. Hann var með svona fjölþrepa sjálfskiptingu þannig að hann getur virkað eins og beinskiptur bíll eða eins og venjulegur sjálfskiptur bíll. Skiptingin var svona eins og í formúlu bílunum hjá stýrinu og einnig í gírstönginni. Svo hafði bíllinn svona navigation system sem virkaði þannig að þú bara slóst inn þá staðsetningu sem þú vildir fara til og þá leiddi bíllinn þig áfram og kom þetta sér mjög vel sérstaklega í Köben. Einnig gat maður fundið út á hvaða lengdar og breiddargráðu maður var á, ef manni svo lysti.

fimmtudagur, maí 15, 2003

Síðasta færsla mín var um það að loksins(finalment) væri maður búinn í prófunum. Bara svo þið vitið það.

Við vorum nokkrir strákar sem hittumst heima hjá Dabba og horfðum á meistaradeildina og fengum okkur pitsu og chilluðum eitthvað áður en við fórum niðrí bæ þar sem 1.árs nemar úr verkfræði hittust á felix. Þegar ég fór þá skutlaði ég Tuma og (vodka?) Martini heim og á leið okkur sáum við ofurölvi dreng við ráðhúsið sem gat sig varla hreyft sökum ölvunar. Við keyrðum Tuma heim og keyrðum aftur framhjá þessum dreng og hann var þarna ennþá þannig að við ákváðum að hringja á lögguna. Martin vissi að það væri hægt að hringja í varðstjóra hjá löggunni og gerði hann það. Sá gaur hlustaði á hann og sagði svo að hann gæti ekki sent neina bíla og að við þyrftum að hringja í 112. Þá hringdum við í 112 og þar var okkur gefið samband við lögguna og hér kemur kenningin: Martin vill meina að gaurinn sem svaraði þá hafi verið sami gaur og hann talaði upphaflega við og sagðist ekki getað sent út bíla, en þarna gat hann sent út bíla. Mjög furðulegt allt saman og er ég ekki frá því að Martin er ennþá að velta þessu fyrir sér og hneykslast á löggunni.

Svo á morgun fer maður bara til DK, djöfull er það ljúft. Þannig að ég mun líklega ekkert blogga mikið í þá daga sem ég er þarna úti. Ég vil bara minna á útileguna 31.maí fyrir útskriftarárgang emmerringa 2002 sem verður haldin í Heiðmörk. Einnig var ég að komast að því að þennan sama dag mun verða sólmyrvki, nánar tiltekið hringmyrkvi og getið þið lesið um hann hér

miðvikudagur, maí 14, 2003

FINALMENT

laugardagur, maí 10, 2003

Jæja nú loksins fer þessu öllu að ljúka, þ.e. þessu kosningarugli. Persónulega finnst mér þetta mjög leiðinlegt og þá sérstaklega síðustu daga þar sem kosningaloforðin hafa fengið að fljúga hægri, vinstri í þeirri von fá aðeins meira af atkvæðum. Svo hefur þessi barátta verið frekar leiðinleg, mikið um skítkast sem ég þoli ekki og annað þessháttar. Menn hafa t.d. gagnrýnt samfylkinguna fyrir að láta þetta allt snúast um Ingibjörgu og vissulega skil ég það að vissu leyti það er eiginlega of mikið búið að einblína á hana en t.d er Framsókn ekkert öðruvísi, allaveganna hér í SuðVestur-kjördæmi. Þar hefur maður séð auglýsingar sem segja, Pál og Siv á þing. Svo fannst mér sérstaklega leiðinlegt þetta sem ungir sjálfstæðismenn gerðu undir lokin, að nota hræðsluáróður um vinstri stjórnir og vera bara með almennt skítkast. En eins og ég sagði fyrr þá er þessu loksins að ljúka.

Þetta er nú ekki það eina sem er að ljúka því jú prófunum er að ljúka. Ég er farinn að sjá sumarið í hyllingum og telja niður dagana þangað til ég fer til Danmerkur næsta föstudag. Einhvern veginn finnst mér núna eins og þetta sumar eigi að vera geðveikt, verði að vera geðveikt annars verði mikil vonbrigði.

Jæja nú sér loksins fyrir endanum á gleraugnaleitinni miklu. Eitt sem mér hefur þótt soldið skrýtið í þessu öllu saman er verðið á milli búða. Fór t.d. í dag í optical studio þar sem maður getur pantað gleraugun hjá þeim og náð í þau á flugvellinum og þá fengið einhvern afslátt. Allaveganna konan þar sagði að glerið eitt og sér myndi kosta 12000 kr á flugvellinum þvi annað glerið væri ekki innan einhverja marka sem glerin þeirra á lagernum er, þá er eftir umgjörðin. En svo fór ég í búð hjá Hagkaup í Smáralind og þar sagði afgreiðslustúlkan að glerið myndi kosta mig 8900 og að þeir ættu það á lager. Þannig að ég gæti fengið gleraugu ódýrari hér bara í bænum heldur en að ég myndi kaupa úti á flugvelli, very strange.

þriðjudagur, maí 06, 2003

Leitin að gleraugum er hafin. Fór í nokkrar búðir í dag og það er megaleiðinlegt að finna umgjörð gott fólk. Svo í einni búð þegar ég var búinn að finna umgjörð sem mér líka þá kostaði hún litlar 27þús krónur eða þar um bil og þá vantar glerið. Leitinni verður haldið áfram með hléum næstu daga, enda próf framundan.

Kosningar bara á laugardaginn. Ég var nú búinn að ákveða að kjósa eftir að hafa kynnt mér stefnumálin og þessháttar svo maður sé ekki að kjósa út í loftið, sé það ekki gerast þannig að ég mun líklega kjósa þann flokk sem er með góðar hugmyndir varðandi það sem er mér næst núna, LÍN. Kanski mun ég bæta einhverju við þetta en þetta er svona helsta málið hjá mér þessa stundina.

Fór á X2 á föstudaginn og það var stappað náttúrulega í bíó, enda fyrsta sýningarhelgin. Það sem sló mig hvað mest að svona 3-4 sætaröðum fyrir neðan mig var eitthvað fólk með 1-2 ára gamalt barnið sitt og mér sýndist það vera fleiri en einn. Hvað er fólk að pæla? Í fyrsta lagi er brjálaður hávaði í bíó sem er eflaust ekki góður fyrir heyrn barnsins og þar að auki er fullt af ógeðslegum verum á tjaldinu, morð og fleira. Krakkinn einn fór líka að háskæla í einu bardagaatriði og mamman þurfti að hlaupa með barnið fram á meðan. Svo þegar ég labbaði út þá tók ég eftir því að krakkarnir sváfu værum blundi í sætinu. Mér fannst þetta svo ótrúlegt að ég náði því varla.

Eitt að lokum

GLORY GLORY MAN UTD, GLORY GLORY MAN UTD, GLORY GLORY MAN UTD, TRALLA LALLA LA syngist við áfram bilstjórinn

föstudagur, maí 02, 2003

Pylsuropi
Eitt sem mér finnst mjög merkilegt er pylsuropi. Vanalega þegar maður hefur lokið við að borða mat og ropar þá kemur ekkert einhver viðurstyggilega vond lykt, svo vond að þig langar frekar til að deyja heldur en að þurfa að finna þessa lykt en einhverja hluta vegna er það þannig að þegar maður hefur innbyrt eins og eitt stykki pylsu og ropar á eftir, eitthvað sem gerist nánast alltaf þá kemur þessi líka ógeðslega lykt, eins og einhver hafi ælt upp í þig. Makes you wonder hvað sé sett í þessar pylsur eða kanski er það bara meðlætið. Kanski ég sendi Vísindavefnum fyrirspurnina: Afhverju er lyktin af pylsuropa svona viðbjóðsleg. Ætli þeir myndu svara því?

Fór til augnlæknis í dag, eitthvað sem ég hef ætlað mér að gera í svolítinn tíma og kom í ljós að maður er bara með sjónskekkju. Ég hélt kanski að ég væri nærsýnn eða eitthvað en nei sjónskekkja var það heillin. Þetta þýðir að ef ég fæ mér gleraugu þá þarf ég að fá mér sérsmíðuð gleraugu, get ekki hoppað út í hagkaup og keypt einhver lesgleraugu þar. Annars hafði ég hugsað mér að nýta mér það að ég er að fara erlendis og fjárfesta í gleraugum í fríhöfninni maður getur víst sparað ágætar fjárhæðir á því. En það er bara eitt vandamál og það er það að það verður erfitt að velja umgjörð því það fara mér ekkert svo margar umgjarðir og ég hef engan tíma til að vera að dútla mér í því, því ég fer 2 dögum eftir síðasta prófið. En maður reddar þessu pottþétt.