A site about nothing...

þriðjudagur, maí 06, 2003

Leitin að gleraugum er hafin. Fór í nokkrar búðir í dag og það er megaleiðinlegt að finna umgjörð gott fólk. Svo í einni búð þegar ég var búinn að finna umgjörð sem mér líka þá kostaði hún litlar 27þús krónur eða þar um bil og þá vantar glerið. Leitinni verður haldið áfram með hléum næstu daga, enda próf framundan.

Kosningar bara á laugardaginn. Ég var nú búinn að ákveða að kjósa eftir að hafa kynnt mér stefnumálin og þessháttar svo maður sé ekki að kjósa út í loftið, sé það ekki gerast þannig að ég mun líklega kjósa þann flokk sem er með góðar hugmyndir varðandi það sem er mér næst núna, LÍN. Kanski mun ég bæta einhverju við þetta en þetta er svona helsta málið hjá mér þessa stundina.

Fór á X2 á föstudaginn og það var stappað náttúrulega í bíó, enda fyrsta sýningarhelgin. Það sem sló mig hvað mest að svona 3-4 sætaröðum fyrir neðan mig var eitthvað fólk með 1-2 ára gamalt barnið sitt og mér sýndist það vera fleiri en einn. Hvað er fólk að pæla? Í fyrsta lagi er brjálaður hávaði í bíó sem er eflaust ekki góður fyrir heyrn barnsins og þar að auki er fullt af ógeðslegum verum á tjaldinu, morð og fleira. Krakkinn einn fór líka að háskæla í einu bardagaatriði og mamman þurfti að hlaupa með barnið fram á meðan. Svo þegar ég labbaði út þá tók ég eftir því að krakkarnir sváfu værum blundi í sætinu. Mér fannst þetta svo ótrúlegt að ég náði því varla.

Eitt að lokum

GLORY GLORY MAN UTD, GLORY GLORY MAN UTD, GLORY GLORY MAN UTD, TRALLA LALLA LA syngist við áfram bilstjórinn