A site about nothing...

föstudagur, maí 02, 2003

Pylsuropi
Eitt sem mér finnst mjög merkilegt er pylsuropi. Vanalega þegar maður hefur lokið við að borða mat og ropar þá kemur ekkert einhver viðurstyggilega vond lykt, svo vond að þig langar frekar til að deyja heldur en að þurfa að finna þessa lykt en einhverja hluta vegna er það þannig að þegar maður hefur innbyrt eins og eitt stykki pylsu og ropar á eftir, eitthvað sem gerist nánast alltaf þá kemur þessi líka ógeðslega lykt, eins og einhver hafi ælt upp í þig. Makes you wonder hvað sé sett í þessar pylsur eða kanski er það bara meðlætið. Kanski ég sendi Vísindavefnum fyrirspurnina: Afhverju er lyktin af pylsuropa svona viðbjóðsleg. Ætli þeir myndu svara því?

Fór til augnlæknis í dag, eitthvað sem ég hef ætlað mér að gera í svolítinn tíma og kom í ljós að maður er bara með sjónskekkju. Ég hélt kanski að ég væri nærsýnn eða eitthvað en nei sjónskekkja var það heillin. Þetta þýðir að ef ég fæ mér gleraugu þá þarf ég að fá mér sérsmíðuð gleraugu, get ekki hoppað út í hagkaup og keypt einhver lesgleraugu þar. Annars hafði ég hugsað mér að nýta mér það að ég er að fara erlendis og fjárfesta í gleraugum í fríhöfninni maður getur víst sparað ágætar fjárhæðir á því. En það er bara eitt vandamál og það er það að það verður erfitt að velja umgjörð því það fara mér ekkert svo margar umgjarðir og ég hef engan tíma til að vera að dútla mér í því, því ég fer 2 dögum eftir síðasta prófið. En maður reddar þessu pottþétt.