A site about nothing...

mánudagur, maí 26, 2003

Ferðalagið
Jæja þá er maður kominn heim frá Baunalandi eða hinni yndislegu Danmörku. Danmörk í þetta skiptið bauð nú ekki upp á sitt besta veður verður að segjast og voru það pínu vonbrigði en svona getur nú komið fyrir og var ferðalagið þrátt fyrir það mjög ánægjulegt. Ég og bróðir minn leigðum bíl sem átti eftir að verða mikið notaður og ákváðum við að skella okkur til Belgíu, nánar tiltekið Brussel. Á þriðjudeginum í síðustu viku lögðum við að stað keyrandi og fórum sem leið lá yfir Fjón og Jótland. Fengum við þá að sjá hin miklu brýr sem liggja yfir litla og stóra belti. Þaðan lá leiðin til norður þýskalands, svo norðvestur þýskalands, Hollands og svo loks til Brussel, þetta ferðalag tók rúma 12 tíma. Hótelið okkar var á besta stað. Staðsett í hverfi þar sem heimssýningin 1956 fór fram og útsýnið út um gluggann hjá okkur var Atómið sem er eitt frægasta mannvirkið frá þeirri heimssýningu. Brussel er geysifögur borg og þar má finna mjög gamlar og fallegar byggingar sem gaman var að skoða. Eitt af því sem manni var sagt að skoða er kennileiti borgarinnar, stytta af pissandi dreng, mjög lítil. Mér fannst þessi stytta ekkert spes en maður varð nú að sjá hana eins og maður verður að sjá litlu hafmeyjuna í DK. Við vorum í Brussel í 2 daga og stefnum svo heim. Við ákváðum að skipta heimleiðinni í tvö hluta því við vildum ekki keyra jafnlengi og á leiðinni til Belgíu. Áður en við fórum úr Belgíu litum við á Brugge sem er svona miðaldarbær, mjög fallegur líka. Það sem mér fannst merkilegast við hann þannig séð var að það voru 5-6 ferðatívolí í miðbænum. Svona eins og það væri árshátíð ferðatívolía þarna í gangi. Við vorum búnir að ákveða að gista í Bremen á heimleiðinni og fara svo þaðan til Köben. Einnig ákváðum við að keyra í gegnum Holland því það væri svona beinni leið heldur en í gegnum Þýskaland og auk þess gaman að keyra í Hollandi. Well vegirnir í Hollandi voru mjög skrýtnir. Eina stundina varstu á hraðbraut og á þeirri næstu varstu kominn á sveitaveg með tilheyrandi töfum. Svo lentum við í því að villast örlítið og svona þannig að Holland var ekki nógu skemmtilegt. Svo loksins þegar við komust aftur til Þýskalands þá var gefið í en viti menn þá voru einhverjar gatnaframkvæmdir. Þetta þýddi að allir þurftu að fara af hraðbrautinni og út á einhvern sveitaveg og það átti eftir að reynast hin mesta pína. Því það var svo mikið að bílum að það myndaðist 6-8 km löng röð sem ferðaðist með svona 5-6km hraða á klukkustund og vegalengdin sem við þurftum að fara voru einhverjir 20 km. Þetta tók svona einn og hálfan tvo tíma og mjög liðið á kvöldið. Þegar loksins losnaði úr þessu þá gáfum við aftur í og vorum komnir á hótelið í Bremen um miðnætti. Svo næsta dag keyrðum við til Köben og gekk það áfallalaust fyrir sig.
Svo á laugardeginum fórum við í annan bíltúr og núna lá leiðin yfir til Svíþjóðar með frænda mínum og kærustu hans og aftur fórum við yfir massa brú. Við skoðuðum í svíþjóð Malmö, Barseback sem er kjarnorkuver, og Helsingborg þaðan sem við fórum aftur yfir til DK með ferju. Eitt sem var mjög merkilegt að þegar við fórum frá Köben þá var rigning en í Svíþjóð var bara massa gott veður, sól og hiti.
Að lokum ætla ég aðeins að tala bílinn sem við höfðum. Þetta var Citroen C3, nýjasta týpa sjálfskiptur. Hann var með svona fjölþrepa sjálfskiptingu þannig að hann getur virkað eins og beinskiptur bíll eða eins og venjulegur sjálfskiptur bíll. Skiptingin var svona eins og í formúlu bílunum hjá stýrinu og einnig í gírstönginni. Svo hafði bíllinn svona navigation system sem virkaði þannig að þú bara slóst inn þá staðsetningu sem þú vildir fara til og þá leiddi bíllinn þig áfram og kom þetta sér mjög vel sérstaklega í Köben. Einnig gat maður fundið út á hvaða lengdar og breiddargráðu maður var á, ef manni svo lysti.