Síðasta færsla mín var um það að loksins(finalment) væri maður búinn í prófunum. Bara svo þið vitið það.
Við vorum nokkrir strákar sem hittumst heima hjá Dabba og horfðum á meistaradeildina og fengum okkur pitsu og chilluðum eitthvað áður en við fórum niðrí bæ þar sem 1.árs nemar úr verkfræði hittust á felix. Þegar ég fór þá skutlaði ég Tuma og (vodka?) Martini heim og á leið okkur sáum við ofurölvi dreng við ráðhúsið sem gat sig varla hreyft sökum ölvunar. Við keyrðum Tuma heim og keyrðum aftur framhjá þessum dreng og hann var þarna ennþá þannig að við ákváðum að hringja á lögguna. Martin vissi að það væri hægt að hringja í varðstjóra hjá löggunni og gerði hann það. Sá gaur hlustaði á hann og sagði svo að hann gæti ekki sent neina bíla og að við þyrftum að hringja í 112. Þá hringdum við í 112 og þar var okkur gefið samband við lögguna og hér kemur kenningin: Martin vill meina að gaurinn sem svaraði þá hafi verið sami gaur og hann talaði upphaflega við og sagðist ekki getað sent út bíla, en þarna gat hann sent út bíla. Mjög furðulegt allt saman og er ég ekki frá því að Martin er ennþá að velta þessu fyrir sér og hneykslast á löggunni.
Svo á morgun fer maður bara til DK, djöfull er það ljúft. Þannig að ég mun líklega ekkert blogga mikið í þá daga sem ég er þarna úti. Ég vil bara minna á útileguna 31.maí fyrir útskriftarárgang emmerringa 2002 sem verður haldin í Heiðmörk. Einnig var ég að komast að því að þennan sama dag mun verða sólmyrvki, nánar tiltekið hringmyrkvi og getið þið lesið um hann hér
Við vorum nokkrir strákar sem hittumst heima hjá Dabba og horfðum á meistaradeildina og fengum okkur pitsu og chilluðum eitthvað áður en við fórum niðrí bæ þar sem 1.árs nemar úr verkfræði hittust á felix. Þegar ég fór þá skutlaði ég Tuma og (vodka?) Martini heim og á leið okkur sáum við ofurölvi dreng við ráðhúsið sem gat sig varla hreyft sökum ölvunar. Við keyrðum Tuma heim og keyrðum aftur framhjá þessum dreng og hann var þarna ennþá þannig að við ákváðum að hringja á lögguna. Martin vissi að það væri hægt að hringja í varðstjóra hjá löggunni og gerði hann það. Sá gaur hlustaði á hann og sagði svo að hann gæti ekki sent neina bíla og að við þyrftum að hringja í 112. Þá hringdum við í 112 og þar var okkur gefið samband við lögguna og hér kemur kenningin: Martin vill meina að gaurinn sem svaraði þá hafi verið sami gaur og hann talaði upphaflega við og sagðist ekki getað sent út bíla, en þarna gat hann sent út bíla. Mjög furðulegt allt saman og er ég ekki frá því að Martin er ennþá að velta þessu fyrir sér og hneykslast á löggunni.
Svo á morgun fer maður bara til DK, djöfull er það ljúft. Þannig að ég mun líklega ekkert blogga mikið í þá daga sem ég er þarna úti. Ég vil bara minna á útileguna 31.maí fyrir útskriftarárgang emmerringa 2002 sem verður haldin í Heiðmörk. Einnig var ég að komast að því að þennan sama dag mun verða sólmyrvki, nánar tiltekið hringmyrkvi og getið þið lesið um hann hér