Jæja nú loksins fer þessu öllu að ljúka, þ.e. þessu kosningarugli. Persónulega finnst mér þetta mjög leiðinlegt og þá sérstaklega síðustu daga þar sem kosningaloforðin hafa fengið að fljúga hægri, vinstri í þeirri von fá aðeins meira af atkvæðum. Svo hefur þessi barátta verið frekar leiðinleg, mikið um skítkast sem ég þoli ekki og annað þessháttar. Menn hafa t.d. gagnrýnt samfylkinguna fyrir að láta þetta allt snúast um Ingibjörgu og vissulega skil ég það að vissu leyti það er eiginlega of mikið búið að einblína á hana en t.d er Framsókn ekkert öðruvísi, allaveganna hér í SuðVestur-kjördæmi. Þar hefur maður séð auglýsingar sem segja, Pál og Siv á þing. Svo fannst mér sérstaklega leiðinlegt þetta sem ungir sjálfstæðismenn gerðu undir lokin, að nota hræðsluáróður um vinstri stjórnir og vera bara með almennt skítkast. En eins og ég sagði fyrr þá er þessu loksins að ljúka.
Þetta er nú ekki það eina sem er að ljúka því jú prófunum er að ljúka. Ég er farinn að sjá sumarið í hyllingum og telja niður dagana þangað til ég fer til Danmerkur næsta föstudag. Einhvern veginn finnst mér núna eins og þetta sumar eigi að vera geðveikt, verði að vera geðveikt annars verði mikil vonbrigði.
Jæja nú sér loksins fyrir endanum á gleraugnaleitinni miklu. Eitt sem mér hefur þótt soldið skrýtið í þessu öllu saman er verðið á milli búða. Fór t.d. í dag í optical studio þar sem maður getur pantað gleraugun hjá þeim og náð í þau á flugvellinum og þá fengið einhvern afslátt. Allaveganna konan þar sagði að glerið eitt og sér myndi kosta 12000 kr á flugvellinum þvi annað glerið væri ekki innan einhverja marka sem glerin þeirra á lagernum er, þá er eftir umgjörðin. En svo fór ég í búð hjá Hagkaup í Smáralind og þar sagði afgreiðslustúlkan að glerið myndi kosta mig 8900 og að þeir ættu það á lager. Þannig að ég gæti fengið gleraugu ódýrari hér bara í bænum heldur en að ég myndi kaupa úti á flugvelli, very strange.
Þetta er nú ekki það eina sem er að ljúka því jú prófunum er að ljúka. Ég er farinn að sjá sumarið í hyllingum og telja niður dagana þangað til ég fer til Danmerkur næsta föstudag. Einhvern veginn finnst mér núna eins og þetta sumar eigi að vera geðveikt, verði að vera geðveikt annars verði mikil vonbrigði.
Jæja nú sér loksins fyrir endanum á gleraugnaleitinni miklu. Eitt sem mér hefur þótt soldið skrýtið í þessu öllu saman er verðið á milli búða. Fór t.d. í dag í optical studio þar sem maður getur pantað gleraugun hjá þeim og náð í þau á flugvellinum og þá fengið einhvern afslátt. Allaveganna konan þar sagði að glerið eitt og sér myndi kosta 12000 kr á flugvellinum þvi annað glerið væri ekki innan einhverja marka sem glerin þeirra á lagernum er, þá er eftir umgjörðin. En svo fór ég í búð hjá Hagkaup í Smáralind og þar sagði afgreiðslustúlkan að glerið myndi kosta mig 8900 og að þeir ættu það á lager. Þannig að ég gæti fengið gleraugu ódýrari hér bara í bænum heldur en að ég myndi kaupa úti á flugvelli, very strange.