A site about nothing...

fimmtudagur, desember 29, 2005

Clap Your Hands Say Yeah - Heavy Metal

Er ekki kominn tími á blog? Ég held það. Letin hefur verið allsríkjandi síðan ég kom heim nema ef vera skyldi sá tími sem ég hef átt með vinum og ættingjum. Ég er búinn að vera fáránlega latur og spurning hvort Köben sitji eitthvað í mér, ég skal ekki segja. En núna er ég að koma mér aftur í gírinn búinn að fjárfesta í korti í World Class og búinn að mæta tvisvar þar. Svo er ég einnig í því að sækja um vinnur og er búinn að búa til ágætis ferilskrá og skrifa eitt stykki fylgibréf og svona og núna tekur við rútínuvinnan við að fylla út alltaf sömu upplýsingarnar sem mér finnst svo "skemmtilegt". Guði sé lof fyrir góða tónlist því annars myndi ég klofna á þessu. Annað skemmtilegt verkefni sem bíður mín er að klára umsóknir í skólana og það er bíður mín eins og risastórt skrýmsli sem andar ofan í hálsmálið á mér. Stundum held ég að auðveldasta leiðin sé bara að fara í DTU og kanski CBS líka en Tumi er búinn að fullvissa mig um að öll viðhöfnin borgi sig.
En hvað er ég búinn að gera um jólin spyrjið þið ykkur? Jú eftir að ég kom heim þá strax um kvöldið skellti ég mér á próflokadjamm og hitti marga snillinga þar. Svo fékk ég tveggja daga dúndur hausverk sem stóð yfir á aðfangadag og jóladag og bættu ekki úr skák því ég verð að viðurkenna að jólaskapið hefði getað verið meira en það eru ekki alltaf jólin ;). Annan í jólum fór ég í stelpupartý hjá Birnu og hitti þar Söru og Sollu og við fórum svo í bæinn. Þar upplifðum ég, Sara og Solla stystu tónleika Íslandssögunnar þegar Jeff Who? var að spila á GrandRokk og svo eftir minna en hálft lag var "pulled the plug" á þá drengi. Þetta var samt eina lagið sem ég þekki með þeim og fíla mjög vel þannig að ég var ekki mega ósáttur yfir 500 króna tekjumissinum en Sara var hársbreidd frá því að skalla konuna sem endaði hátíðina.
Í gærkveldi var nýjasta afurð Baltasars borið augum með Gígju, Söru og Birnu (mætti halda að maður ætti enga strákavini) og var hún bara fín.
Svo er hype-aðasta kvöld ársins framundan og er stefnan tekin á að kíkja á snillinga sem ætla að kíkja á Hressó það kvöldð eins og seinustu tvö ár. Býst ég fastlega við því að Tumi taki Orminn og svo kanski tekur maður Mökunardansinn í tilefni af nýju ári.

laugardagur, desember 24, 2005

fimmtudagur, desember 15, 2005

Beethoven - Ode to joy

Gleði gleði ég náði að draga fram kraftaverk fyrir þetta próf þrátt fyrir að hafa bara verið með 6 og hálfa kynningu af 9 tilbúnum. Fékk lágmarkseinkunn en hey í gær var ég að hugsa um að mæta ekki í kúrsinn og var farinn að velta því fyrir mér hvaða janúarkúrsar stæðu til boða. Ég held ég hafi ekki verið jafn ánægður með lágmarkseinkunn nema ef vera skyldi á fyrsta árinu í verkfræðinni þegar ég fékk 5 en var handviss um að ég hefði fallið í eðlisfræði 2 en það er önnur saga. Þannig að það stefnir í útskrift á réttum tíma :).

Það eru alltaf einhverjir leikir að skjóta upp kollinum á bloggum hér og þar og þessi er sá nýjasti og ansi hreint skemmtilegur finnst mér. Þannig að go wild og ég skal svara eftir bestu getu.

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð/lykt minnir mig á þig
4. Ég segi þér eitthvað sem meikar bara sens fyrir mig og þig
5. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef lengi velt fyrir mér um þig
(þar sem ég er latur stal ég textanum frá Völlu og ég sleppti dýrahlutanum)

edit: ég breytti spurningu 3 og bætti við lykt.

þriðjudagur, desember 13, 2005


Svo fólk geti tekið betri ákvörðun ákvað ég að skella inn mynd af þessu.

mánudagur, desember 12, 2005

Ákvarðanir
Það er nóg af ákvörðunum sem þarf að taka og sérstklega um þessar mundir. Sú sem er kanski hvað mikilvægust akkúrat núna er:
Á ég að raka af mér skeggið, sem er snyrt btw., því ég er að fara í munnlegt próf og maður verður að vera presentable eða á ég að leyfa því að vera og vaxa þangað til ég kem heim?
Ég hef tvo daga til að taka þessa ákvörðun og ég hef tvo daga til að framkvæma kraftaverk fyrir þetta próf en það er annað mál.
Sumum finnst þessi ákvörðun kanski ekki rosaleg, þetta er jú ekki spurning um líf eða dauða eða eitthvað sem mun hafa varanleg áhrif á mig. En það þarf samt að taka þessa ákvörðun. Hvað finnst ykkur, af eða á?

fimmtudagur, desember 08, 2005

Hermigervill - Ladybash

Ég er mikið búinn að vera að hlusta á íslenska tónlist upp á síðkastið. Ampop, Hjálmar, BenniHemmHemm, Emilíana Torrini, Flís, Stórsveit Nix Nolte og Hermigervill hafa verið í græjunum. Allt hafa þessar plötur eitthvað til síns brunns að bera og margar bara mjög góðar. Hermigervill á t.d. upppáhaldslagið mitt um þessar mundir en það er einmitt ofannefnt lag sem er helvíti nett partýlag soldill RJD2 fílingur i stráknum finnst mér. Svo er BenniHemmHemm með lagið sitt BeginningEnd sem bæði byrjar og endar plötuna hans og er þetta stórgott lag minnir mig soldið á Badly Drawn Boy og er það alls ekki slæmt. Ampop eiga síðan eina bestu plötuna af ofangreindum listamönnum. Man ég sá þá fyrir einhverjum árum á Airwaves og þá voru þeir wannabe´s fannst mér, í einhverju elektró dæmi en í dag eru þeir með miklu betra sánd og bara virkilega flottur diskur hjá þeim.

Annars fyrst ég er byrjaður að tala um tónlist þá er vert að nefna að ég á rýni morgundagsins og þar koma fram upplýsingar um æsku mína og ákveðin vonbrigði sem ég upplifði á mínum yngri árum. Svo er ég að fara á Franz Ferdinand og hlakka ekki lítið til enda held ég að þetta verður helvíti gott partý hjá þeim.

mánudagur, desember 05, 2005

Jei búinn að koma skólum sem ég ætla að sækja um í USA niður í 6. Þeir eru allir á Austurströndinni. Þeir eru:
Boston University
Columbia University (Fu foundation) (er í NYC)
Lehigh University (Rossin) (er í Pennsylvania)
Northeastern University (er í boston)
University at Buffalo - SUNY (er í new york fylki)
University of Pittsburgh (er í Pennsylvania)

The Prodigy - Breathe

Þá er maður bara buinn með 10 alþjóðlegar einingar, ECTS, en það jafngildir 5 íslenskum og vantar mig bara 4 íslenskar til að fá BSc gráðuna mína. Ég var semsagt að skila inn verkefnum í kúrsi sem heitir Location and Distribution, helvíti næs bara.

Svo er það líka að frétta að ég er líklega búinn að finna allar jólagjafirnar sem ég gef um þessi jól. Þetta er tiltölulega snemma fyrir mig þannig að sá tími sem átti að fara í þetta eftir skólastússið allt fer líklega bara í það að finna hluti handa mér :D.

föstudagur, desember 02, 2005

Lemon Jelly - Nice Weather For Ducks

Ég komst að því í gær að þetta blogg er um það bil 3 ára og tveggja mánaða. Í tilefni af því þá ákvað ég að kíkja á fyrstu færslurnar og var bara ansi gaman að lesa þetta þannig að ég las allar færslunar frá Október 2002 til Desember 2002. Maður fær svona netta innsýn í hvað maður var að hugsa á þessum tíma og svona. Nú fyrst þetta blogg er orðið svona gamalt þá ætla ég að brydda upp á nýjum dagskrárlið sem mun heita Blast From The Past og verður vel valin bloggfærsla. Fyrsta færslan er frá 12. desember 2002 og þegar ég las hana í gær þá hló ég jafnmikið af innihaldi hennar og ég gerði þá, semsagt tímalaust grín.

Blast From The Past
Ég var að lesa síðuna hjá henni beturokk og hún er með svona kommentakerfim, sem er eitthvað sem mun koma í náinni framtíð á þessari síðu, og menn voru eitthvað að óska henni til hamingju að vera byrjuð aftur að blogga, hún hætti í 3 daga held ég. Svo byrjar einhver gaur að gera grín og þykjast vera duranona og kemur með einhverjar líkingar. Svo eins og oft vill verða þá leiðist samtalið á aðra leið heldur en að fjalla bara um betu, en hérna getið þið séð hvað einhverjir grínistar settu inn á kommentakerfið hennar. Mér þótti þetta fyndið:

mér finnst bara gott að beta sé búin að láta þessa stríðni frammhjá sér fara!bara eins og þegar ég var fyrst valinn í landsliðið,þá stríddu strákarnir mér útaf því að ég er svartur!.en ég lét það ekki á mig fá og sýndi það enn og aftur að ég get stokkið yfir hvaða vörn sem er!!
svo við tölum nú ekki um línusendingarnar.ha!!
þinn dúndranúna
Robert Duranona


ég vil taka það fram að ég og scrub-ið mitt Stjáni þekkjum ekki til þeirra einstaklinga sem eru að reyna finta sig og aðra hér í comment boxinu hennar Betu. Ég hef aldrei séð þá niðrí Kaplakrika að senda línusendingar og hvað þá borða hollt hjá Jóa Fel í hádeginu með okkur strákunum úr Rótaryfélagi Hafnarfjarðar. Það ætti að bera þá/hann útaf með slitinn streng...
Þorgils Óttar


Ém minnist nú ekki eftir að hafa séð ykkur á fundi íslenska hanboltasambandsins sem haldið var í íþróttaheimilinu á siglufyrði! en mér langar sammt að kasta alveg eitraðri línusendingu til allra þeirra sem að tóku mér eins og ég er.
blökkumaður með hæfileika...

dúndranúna
Róbert Duranona


ég man nú ekki eftir að hafa séð þig í b-keppnini ´89.....
svo talarðu heldur ekki íslensku, hvernig geturu stjórnað 6-0 vörn ef þú getur ekki öskrað "TALA SAMAN STRÁKAR!!!" ?
Fáðu þér 1hvað hollt að borða og hættu svo að stela frösunum okkar, þetta er fekar gelt hjá þér...

Kristján Arason


Skot í skrefinu.......
Arason!!!!!
Kristján Arason


fimmtudagur, desember 01, 2005

Radiohead - Airbag

Það er til síða hérna sem heitir aok.dk sem ég held að standi fyrir alt om köben og þessi síða inniheldur allt sem er að gerast í köben, veitingastaði sem eru hérna sorteraðir eftir stíl og fleira slíkt. Nú standa málin þannig að ég er mikill Subway aðdáandi og fer oft heima en hérna úti er ekki til Subway heldur drasl sem heitir Sunset Boulevard og ég hef heyrt að það sé til eitthvað sem heiti Sunway en ég hef aldrei séð það. Allaveganna svo ég komi mér að málinu þá var ég að vafra þarna á aok.dk og sá þá að það á að vera til Subway staður hérna í köben á nystropsgade. Reyndar tel ég ólíklegt að hann sé ennþá til þar sem ég fór á Subway.com og í svona subway locator og þá gat maður ekki einu sinni leitað í Danmörku en ef ég á leið mína hjá Vesterport þá gæti nú alveg verið sniðugt að athuga hvort þetta sé þarna og gefa Mikka og Bögga frí ef hann er þarna.

Já Rjóminn vann ekki, sem er auðvitað skandall. En skjárinn er náttúrulega á öðru leveli en við, þar getur fólk slökkt á heilanum og horft á þættina hjá þeim meðan okkar síða gerir kröfur um að fólk lesi og meðtaki ;), pínu skot hérna. Annars er ég mjög hlynntur öllu svona vefsjónvarpi, mjög gott fyrir "útlendinga" að geta fylgst með hvað er að gerast heima.

Gleðifregnir því í hús var að berast LOTR extended version boxset sem inniheldur 12 dvd diska og eru semsagt allar myndirnar í löngu útgáfunum. Ég hef séð fyrstu og maður fékk meiri innsýn inn í söguna. Nú velta eflaust margir fyrir sér: Er þetta ekki rándýrt, hvernig hefur fátækur námsmaður efni á svona? Jahh þetta fæst á Amazon.co.uk núna á 27 pund!! og svo er sendingakostnaður. Ég fékk þetta hingað til mín á 31 pund sem er gjöf en ekki gjald. Svo er náttúrulega stefnt á að horfa á herlegheitin um jólin, spurning um að taka 12 tíma maraþon?

Já að lokum þá vil ég bara tjá lesendum að ég hef ákveðið, ætla að reyna að standa við það allaveganna, að safna skeggi þangað til ég kem heim. Ég var kominn með gott base í þetta og núna er ég búinn að snyrta þetta og verður gaman að sjá hvort maður púlli þetta eða ekki. Ég gæti samt gefist upp fari mig að klæja of mikið í þetta sem á það til að gerast.