Er ekki kominn tími á blog? Ég held það. Letin hefur verið allsríkjandi síðan ég kom heim nema ef vera skyldi sá tími sem ég hef átt með vinum og ættingjum. Ég er búinn að vera fáránlega latur og spurning hvort Köben sitji eitthvað í mér, ég skal ekki segja. En núna er ég að koma mér aftur í gírinn búinn að fjárfesta í korti í World Class og búinn að mæta tvisvar þar. Svo er ég einnig í því að sækja um vinnur og er búinn að búa til ágætis ferilskrá og skrifa eitt stykki fylgibréf og svona og núna tekur við rútínuvinnan við að fylla út alltaf sömu upplýsingarnar sem mér finnst svo "skemmtilegt". Guði sé lof fyrir góða tónlist því annars myndi ég klofna á þessu. Annað skemmtilegt verkefni sem bíður mín er að klára umsóknir í skólana og það er bíður mín eins og risastórt skrýmsli sem andar ofan í hálsmálið á mér. Stundum held ég að auðveldasta leiðin sé bara að fara í DTU og kanski CBS líka en Tumi er búinn að fullvissa mig um að öll viðhöfnin borgi sig.
En hvað er ég búinn að gera um jólin spyrjið þið ykkur? Jú eftir að ég kom heim þá strax um kvöldið skellti ég mér á próflokadjamm og hitti marga snillinga þar. Svo fékk ég tveggja daga dúndur hausverk sem stóð yfir á aðfangadag og jóladag og bættu ekki úr skák því ég verð að viðurkenna að jólaskapið hefði getað verið meira en það eru ekki alltaf jólin ;). Annan í jólum fór ég í stelpupartý hjá Birnu og hitti þar Söru og Sollu og við fórum svo í bæinn. Þar upplifðum ég, Sara og Solla stystu tónleika Íslandssögunnar þegar Jeff Who? var að spila á GrandRokk og svo eftir minna en hálft lag var "pulled the plug" á þá drengi. Þetta var samt eina lagið sem ég þekki með þeim og fíla mjög vel þannig að ég var ekki mega ósáttur yfir 500 króna tekjumissinum en Sara var hársbreidd frá því að skalla konuna sem endaði hátíðina.
Í gærkveldi var nýjasta afurð Baltasars borið augum með Gígju, Söru og Birnu (mætti halda að maður ætti enga strákavini) og var hún bara fín.
Svo er hype-aðasta kvöld ársins framundan og er stefnan tekin á að kíkja á snillinga sem ætla að kíkja á Hressó það kvöldð eins og seinustu tvö ár. Býst ég fastlega við því að Tumi taki Orminn og svo kanski tekur maður Mökunardansinn í tilefni af nýju ári.