A site about nothing...

föstudagur, desember 02, 2005

Lemon Jelly - Nice Weather For Ducks

Ég komst að því í gær að þetta blogg er um það bil 3 ára og tveggja mánaða. Í tilefni af því þá ákvað ég að kíkja á fyrstu færslurnar og var bara ansi gaman að lesa þetta þannig að ég las allar færslunar frá Október 2002 til Desember 2002. Maður fær svona netta innsýn í hvað maður var að hugsa á þessum tíma og svona. Nú fyrst þetta blogg er orðið svona gamalt þá ætla ég að brydda upp á nýjum dagskrárlið sem mun heita Blast From The Past og verður vel valin bloggfærsla. Fyrsta færslan er frá 12. desember 2002 og þegar ég las hana í gær þá hló ég jafnmikið af innihaldi hennar og ég gerði þá, semsagt tímalaust grín.

Blast From The Past
Ég var að lesa síðuna hjá henni beturokk og hún er með svona kommentakerfim, sem er eitthvað sem mun koma í náinni framtíð á þessari síðu, og menn voru eitthvað að óska henni til hamingju að vera byrjuð aftur að blogga, hún hætti í 3 daga held ég. Svo byrjar einhver gaur að gera grín og þykjast vera duranona og kemur með einhverjar líkingar. Svo eins og oft vill verða þá leiðist samtalið á aðra leið heldur en að fjalla bara um betu, en hérna getið þið séð hvað einhverjir grínistar settu inn á kommentakerfið hennar. Mér þótti þetta fyndið:

mér finnst bara gott að beta sé búin að láta þessa stríðni frammhjá sér fara!bara eins og þegar ég var fyrst valinn í landsliðið,þá stríddu strákarnir mér útaf því að ég er svartur!.en ég lét það ekki á mig fá og sýndi það enn og aftur að ég get stokkið yfir hvaða vörn sem er!!
svo við tölum nú ekki um línusendingarnar.ha!!
þinn dúndranúna
Robert Duranona


ég vil taka það fram að ég og scrub-ið mitt Stjáni þekkjum ekki til þeirra einstaklinga sem eru að reyna finta sig og aðra hér í comment boxinu hennar Betu. Ég hef aldrei séð þá niðrí Kaplakrika að senda línusendingar og hvað þá borða hollt hjá Jóa Fel í hádeginu með okkur strákunum úr Rótaryfélagi Hafnarfjarðar. Það ætti að bera þá/hann útaf með slitinn streng...
Þorgils Óttar


Ém minnist nú ekki eftir að hafa séð ykkur á fundi íslenska hanboltasambandsins sem haldið var í íþróttaheimilinu á siglufyrði! en mér langar sammt að kasta alveg eitraðri línusendingu til allra þeirra sem að tóku mér eins og ég er.
blökkumaður með hæfileika...

dúndranúna
Róbert Duranona


ég man nú ekki eftir að hafa séð þig í b-keppnini ´89.....
svo talarðu heldur ekki íslensku, hvernig geturu stjórnað 6-0 vörn ef þú getur ekki öskrað "TALA SAMAN STRÁKAR!!!" ?
Fáðu þér 1hvað hollt að borða og hættu svo að stela frösunum okkar, þetta er fekar gelt hjá þér...

Kristján Arason


Skot í skrefinu.......
Arason!!!!!
Kristján Arason