A site about nothing...

fimmtudagur, desember 15, 2005

Beethoven - Ode to joy

Gleði gleði ég náði að draga fram kraftaverk fyrir þetta próf þrátt fyrir að hafa bara verið með 6 og hálfa kynningu af 9 tilbúnum. Fékk lágmarkseinkunn en hey í gær var ég að hugsa um að mæta ekki í kúrsinn og var farinn að velta því fyrir mér hvaða janúarkúrsar stæðu til boða. Ég held ég hafi ekki verið jafn ánægður með lágmarkseinkunn nema ef vera skyldi á fyrsta árinu í verkfræðinni þegar ég fékk 5 en var handviss um að ég hefði fallið í eðlisfræði 2 en það er önnur saga. Þannig að það stefnir í útskrift á réttum tíma :).

Það eru alltaf einhverjir leikir að skjóta upp kollinum á bloggum hér og þar og þessi er sá nýjasti og ansi hreint skemmtilegur finnst mér. Þannig að go wild og ég skal svara eftir bestu getu.

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð/lykt minnir mig á þig
4. Ég segi þér eitthvað sem meikar bara sens fyrir mig og þig
5. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef lengi velt fyrir mér um þig
(þar sem ég er latur stal ég textanum frá Völlu og ég sleppti dýrahlutanum)

edit: ég breytti spurningu 3 og bætti við lykt.