A site about nothing...

föstudagur, júní 24, 2005

Á sumrin þá reyni ég að vera ekki mikið inni eða hanga í tölvunni og þar sem ég hef ekki sett alla þá tónlist sem ég vil á ipodinn er ákveðið efni sem ég hef ekki heyrt í lengri tíma. Í kvöld var það svo þannig að þegar ég startaði fartölvunni fékk ég óstjórnlega löngun til að hlusta á Arcade fire og þegar fyrstu hljómarnir í fyrsta laginu hljómuðu leið mér eflaust eins og sprautufíkli sem fær skammtinn sinn og ég fann vellíðunina koma yfir mig. Sum tónlist er bara of góð.
Annars er mjög skemmtilegur og busy dagur á morgun. Háskóli Íslands er að útskrifa og þekkir maður ófáa sem eru að klára "piparsveinavísindin" í verkfræði. Þessu fylgja veislur og partý og manni var boðið í einhver. Einnig er bróðurdóttir mömmu að fara að gifta sig þannig að eitt sem víst er á morgun að manni mun ekki leiðast einnig eru litlar líkur á því að maður verði svangur á morgun.