A site about nothing...

miðvikudagur, júní 08, 2005

Þá er maður bara kominn aftur. Þriggja vikna ferð lokið og heppnaðist hún í flesta staði mjög vel. Það var mikið af upplifunum í ferðinni t.d. að ferðast í amerískri skólarútu sem var mjög áhugavert en ekki sjens að sofna, limmósina sem leigubíll, maturinn í Bandaríkjunum, götulífið í New York, "sveitin" Boston (miðað við New York), róa árabáti á vatni í Central Park í blíðskaparveðri, pirrandi sölumenn í Dóminiska, klífa fossa og svo renna sér niður þá eða hoppa, mosquito flugur sem átu suma upp til agna en aðrir voru látnir í friði, "ripoff island" sem samkvæmt lýsingu átti að vera paradís á jörðu en þegar komið var á staðinn var staður fyrir ágenga sölumenn, verslanir í NYC og Boston og öll kjarakaupin sem gerð voru, þyrluferð í NYC, Soho, Times Square að kvöldlagi, að djamma með passann sinn í Bandaríkjunum, skammtastærðir á veitingastöðum, þegar við fórum öll út að borða á Gustavino´s í boði ÍAV og svo miklu miklu fleira.
Heimsóknirnar í fyrirtækin voru misgóðar. Sumar voru mjög áhugaverðar og mjög vel að heimsókn okkar staðið á meðan aðrar voru það "áhugaverðar" að maður barðist við að sofna ekki. Það sem stóð kanski upp úr var heimsóknin til Sikorsky og heimsóknin í Symbol einnig var aerospace hlutinn í MIT mun áhugaverðari en ég hafði búist við. Leiðinlegast var að komast ekki í fjármálafyrirtæki.
Myndir eru á leiðinni, þar sem ég tók um 900 myndir og mikið af þeim eru af húsum eða eitthvað þannig þarf ég aðeins að sortera þær áður en ég set þær inn en ég læt ykkur vita.