A site about nothing...

sunnudagur, júní 19, 2005

Snilldarhelgi að baki. Einhver besti 17. júní sem undirritaður man eftir. Veðrið lék við íbúa höfuðborgarsvæðisins og ég var að heiman allan daginn og fram á nótt. Workaði aðeins í tanninu, fékk svona netta verkamannabrúnku á eftir. Byrjaði daginn á því að þvo bílinn minn sem svo sannarlega þurfti þess. Svo leit ég niður í miðbæinn enda hef ég gert það í mörg ár. Þar leit ég í heimsókn til Ara og fórum við svo í bæinn að sýna okkur og sjá aðra. Við byrjuðum á því að heimsækja Hrafn og Sjonna þar sem þeir voru að vinna fyrir Sumargrín ÍTR og voru bara hressir á því. Svo mældum við okkur mót við Tuma og seinna meir Kenneth og fórum á Austurvöll þar sem við létum sólina steikja okkur. Ég fór síðan aðeins heim og grillaði áður en ég fór aftur í bæinn og hitti þá Tuma og Atla á Arnarhóli. Þar horfðum við á hljómsveitirnar sem spiluðu eins og Papana og Stuðmenn og eftir það fórum við á Hressó. Þar hittum við Tryggva Sveins og við plöntuðum okkur í garðinn á Hressó og hlustuðum á snilldarbandið Vax, sem eru þrír gaurar sem spila svona retró tónlist og gera það mjög vel. Á þessum tímapunkti urðu skiptingar á fólki. Atli og Tryggvi fóru en þess í stað kom mætafólkið Marta og Davíð og Guðrún Meyvants. Héldum við áfram að sitja úti og njóta tónlistarinnar og þegar henni lauk um miðnætti færðum við okkur yfir á Ara þar sem við sungum með trúbadorunum.
Í gær var svo fertugsafmæli bróður míns þannig að ég brunaði austur á Hvolsvöll og var viðstaddur það. Veðrið var virkilega gott og sátu veislugestir úti í garði og borðuðu góðan grillmat og skemmtu sér. Svo um kvöldið keyrði ég í bæinn ásamt Árna og var stefnan tekin að kíkja í bæinn en ég var eitthvað slappur þannig að ég skutlaði bara Árna í bæinn og fór heim.
Svo var ansi ljúft að sofa út í morgun og þó svo nýju nágrannarnir reyndu að vekja mig með hávaði þegar þau fluttu inn náði ég að sofa til þrjú. Það fyndnasta og raun skemmtilega var það að mig dreymdi voða skemmtilegan og kvikmyndalegan draum og þó svo ég hálfvaknaði þá náði ég að halda honum áfram. Þannig að ég vaknaði bara ansi hress eftir þessar draumfarir þar sem þær voru einkar skemmtilegar.
Næsta mál á dagskrá er að skríða í bælið því stefnan er tekin á að hlaupa í fyrramálið.