A site about nothing...

mánudagur, ágúst 28, 2006

The Spinto Band - Oh Mandy


Á morgun flyt ég til Bustúna (sama beyging og á London). Það er loksins komið að því og er bara flest allt að vera tilbúið. Pínu útréttingar sem þarf að redda á morgun og þá er þetta komið. Við tekur 4 mánaða dvöl í landi hamborgararassa og spurning hvort maður snúi aftur með þannig, vonandi ekki þó. Það sem skelfir mig þó mest er eftirfarandi.

VARÚÐ EKKI FYRIR VIÐKVÆMA!!
Það eru klósettin. Já klósett í USA eru sér á báti. Í fyrsta lagi eru þau stútfull af vatni (sem nær næstum að pung) svona eins og þau sem eru á flugstöð leifs eiríkssonar og svo ef maður fer á almenningsklósett þá í fyrsta lagi getur maður horfst í augu við þann sem stendur fyrir utan því hurðin er með svona mega rifu einhverri og svo er hurðin mjög hátt uppi. Þ.e. það er hátt frá gólfi og þangað sem hurðin byrjar og það liggur við að fólk geti séð allt gossa, that just creeps me out.
VARÚÐ EKKI FYRIR VIÐKVÆMA!!

Svo get ég nú ekki sagt að flúorblandað vatn heilli mig mjög mikið en sem betur fer er hægt að kaupa íslenskt vatn þarna úti og reyndar skyr.is líka þannig að það verður kannski munaðurinn minn sem ég leyfi mér að eiga alltaf, þ.e. vatnið.

Svona fyrir utan þetta tvennt þá líst mér bara ljómandi vel á að flytja þarna út.

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Peter Crouch and Wayne Rooney's foolproof gameplan

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Vika í Boston

Já það styttist óumflýjanlega í brottför mína af klakanum. Eftir um það bil viku þegar þetta er skrifað (klukkan er núna 23:22) þá verð ég að lenda eða nýlentur. Líklega verð ég lentur og vonandi búinn að fá töskurnar mínar og fara í gegnum customs og svona. Leiðinlegt blogg, ég veit.

Eitt sem mér finnst gaman að gera þegar ég sit í flugvélum er að lesa góða bók. Þess vegna ætla ég að leita til ykkar lesendur góðir og bið um ábendingar í kommentakerfið um góðar bækur sem ég get keypt mér áður en ég fer.

Svona í lok þessa leiðinlega bloggs þá ætla ég að benda ykkur á eina mestu snilld sem ég hef komist í tæri við í lengri tíma. Þessi síða er sú sem ég hef verið hvað mest á seinustu daga og nota til að leyfa ykkur að heyra lögin á síðunni. Þarna er hægt að finna allan fjandann, allskonar lög og snilldin er að þau eru vanalega á playlistum með öðrum lögum sem jafnvel eru í svipuðum dúr þannig að maður kynnist nýjum lögum líka. Endilega tjekkið á þessu.

sunnudagur, ágúst 20, 2006

Thom Yorke - And it Rained All Night


Þetta lag með Thom Yorke er af sólóplötu hans sem heitir The Eraser. Þið getið lesið hér hvað mér finnst um þá plötu (gagnrýni á Rjómanum) og lagið sem þið getið hlustað á hér að ofan.

Tumi er kominn heim í frí og er gott að fá strákinn aðeins tilbaka. Ekki er hann einsamall í ferðinni heldur tók hann kærustuna með. Þau skötuhjú hitti ég í gær og eyddi þónokkrum tíma með. Meðal þess sem gert var var að sjá flugeldasýninguna og farið á ball með Geirfuglunum í Iðnó þar sem við vorum með yngsta fólkinu þar. Eitt sem fór nett í taugarnar á mér á ballinu var þegar karlmenn fleygðu konunum/hözzlunum sínum fram og tilbaka í dansi og skeyttu ekkert um hvort einhver yrði fyrir eða ekki.

Svo tók ég þátt í fótboltamóti í gær og það var virkilega gaman. Mig hefur lengi langað til að sparka í tuðru og er ég ekki frá því að um heilt ár er liðið síðan ég gerði það síðast. Svo bauðst mér gullið tækifæri í gær, fótboltamót milli BT verslana. Það var haldið að Tungubökkum við Mosfellsbæ og var hin mesta skemmtun. Okkar lið var klárlega best og spilaði bestu knattspyrnuna en því miður þá töpuðum við fyrsta leiknum á móti sigurvegurum mótsins úr Skeifunni. Þessu er um að kenna skipulagsleysi en ég kom skipulagi á hlutina í hinum tveimur leikjunum og fór okkar lið þá á kostum. Ég var mest í því að spreyja boltanum hægri vinstri með hnitmiðuðum sendingum auk þess sem ég tók þátt í skyndisóknum og öðru slíku en ég náði líka að skora eitt mark og þvílíkt mark. Ég segi og skrifa hérmeð að þetta er fallegasta mark sem ég hef skorað. Það voru vídeóupptökuvélar á svæðinu og er ég að vona að þetta hafi náðst. En svona til að lýsa þessu fyrir ykkur þá var markið einhvern veginn svona:
Ég var aðeins aftan við miðju, þaðan sem ég stjórnaði leiknum, og kemst inn í misheppnaða sendingu. Ég tek á rás með boltann í áttina að marki andstæðinganna. Á móti mér kom leikmaður og ég kötta inn til hægri og munda skotfótinn úr 20-25 metra fjarlægð, svolítið vinstra megin við markið. Skotið ríður af og í beinni línu stefnir í fjærhornið. Markmaðurinn skutlar sér eftir honum en það dugar ekki til þar sem boltinn flaug framhjá fingrum hans og upp í samskeytin fjær

Í sama leik skoruðum við annað fáránlega flott mark. Ég á sendingu upp í horn þar sem leikmaður okkar nær honum ekki langt frá hornfánanum. Hann sparkar honum aftur fyrir sig, hann stendur kannski 1 metra frá hliðarlínunni, og boltinn fer yfir markmanninn og í fjærhornið. Þessi sami leikmaður átti síðan diving header mark sem var ansi flott og minnstu munaði að hann næði að skalla inn sendingu mína á fjærstöng sem ég sendi utanfótar.
Maður verður að grobba sig aðeins þegar vel gengur ;). Þetta var fáránlega gaman en líkaminn er í dag að gjalda fyrir þetta með tilheyrandi harðsperrum.

SHIT hvað United voru góðir í dag og þeir voru óheppnir að vinna ekki stærra en þetta. Það sem ég var hvað ánægðastur með var að þeir héldu áfram að sækja þó svo leikurinn væri löngu búinn og Fulham komst varla yfir miðju. Ronaldo hefði átt að skora eitt í viðbót og Scholes hefði getað skorað líka. Evra kom mjög á óvart og átti frábæran leik. Rooney og Ronaldo eiga greinilega ekki í neinum vandræðum og fundu hvorn annan vel. Ef þetta er boltinn sem United ætla að spila í vetur þá verður gaman á að horfa. Reyndar verður spennandi að sjá hvernig þeir standa sig án Rooney og Scholes held ég í næstu þremur leikjum en við getum kennt Liverpool manninum Barwick í FA fyrir að reyna að eyðileggja fyrir United. Leikinn sá ég ekki á pöb sem betur fer (hefði ekki meikað að vera útúrreyktur) heldur sá ég hann á netinu með kínverskum lýsendum. Hver veit nema maður læri eitt eða tvö orð í kínversku eftir veturinn ;).

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Midlake - Young Bride

Ég, Káki, Kiddi, Fjalli og Gunni skelltum okkur á "vináttuleik" Íslendinga og Spánverja. Sætin voru frábær að mínu mati, í nýju stúkunni og alveg neðst á vellinum. Eins og einhverjir hafa tekið eftir þá skellti ég gæsalöppum í kringum vináttuleik því ég held að þjóðirnar tvær hafi mætt með mismunandi áherslur í þennan leik. Eins og oft vill verða, sérstaklega gegn stærri þjóðum, þá álítum við Íslendingar vináttuleiki vera eitthvað þar sem við ætlum sko að sýna hvað í okkur býr og ekkert taka stóru stjörnurnar vettlingatökum. Meiri áhersla er lögð á að ná hagstæðum úrslitum frekar en að prufa nýja hluti og leikmenn.
Tökum t.d. liðið sem spilaði leikinn á þriðjudaginn. Við vorum nokkurn veginn með okkar sterkasta hóp og hann spilaði lengst af. Menn börðust eins og ljón, tækluðu allt sem hreyfðist og vörðust sem mest þeir máttu. Þær sóknir sem við fengum voru svo sem sæmilegar en þær voru fáar og langt á milli þeirra.
Maður veltir því óneitanlega fyrir sér hvort þetta sé rétta viðhorfið þegar farið er í svona leiki. Á ekki að prufa nýtt system og sjá hvernig leikmenn sem vanalega spila ekki með landsliðinu en eru að banka á dyrnar standa sig í leik. Ég er ekki að tala um að taka allt byrjunarliðið útaf og velja síðan liðið úr þeim bestu úr íslandsmótinu. Heldur er ég að meina að leyfa leikmönnum sem hafa verið að standa sig vel hvort sem er hér heima eða erlendis og hafa ekki verið áður að gefa þeim tækifæri frá byrjun og sjá hvort þeir séu þess verðugir að vera kallaðir aftur.

Fyrst ég er byrjaður að tala um landsliðið þá er ekki úr vegi að tala um stemmningu á landsleikjum. Við hljótum að vera lélegustu stuðningsmenn sem til eru. Ísland, *klapp, klapp, klapp* hvað er það? Þetta er síðan endurtekið 4-5 sinnum í hálfleik og þá aðallega ef eitthvað markvert gerist.
Er ekki kominn tími til að fara að leyfa sölu bjórs á leikjum eins og leyft er erlendis? Það vita það allir að við Íslendingar erum lokaðir og því þarf eitthvað í blóðið til að koma klapp og stuðningsþörfinni af stað. Við ræddum þetta eitthvað okkar á milli á leiknum og ég benti á að þetta gæti farið úr böndunum. Menn orðið svo drukknir að þegar illa gengur myndu þeir hlaupa inn á völlinn eða einhvern annan skandal. En þegar ég hugsaði þetta lengra þá fattaði ég að líkurnar á því að þetta gerðist væru tiltölulega litlar. Bjórinn er hreinlega of dýr í almennri sölu.

Annars þá myndi ég leggja til að KSÍ tæki sér klapplið framhaldsskóla sér til fyrirmyndar. Á mínum menntaskóla árum fór ég á ótal margar gettu betur og morfís viðureignir og þar voru alltaf MR lögin. Flest eru þau mjög einföld, auðvelt að muna lögin og auðvelt að syngja þau. Hversu magnað væri að heyra t.d. Áfram Ísland, áfram nú (indiana jones lagið) eða:
Fyrst kemur Ísland, Ísland, Ísland
síðan kemur Ísland, Ísland, Ísland
svo kemur Ísland, Ísland, Ísland
Endalaust (þrjú atkvæði) (hérna gætu allir hrópað)
sungið af öllum áhorfendum? Þetta hlýtur að vera betra en Ísland, *klapp, klapp, klapp*. Aðrir skólar eiga eflaust einhver lög líka sem væru hentug en maður tekur alltaf dæmi um eitthvað sem maður þekkir sjálfur.

Svona í lokin á þessari alhliða landsliðsfærslu þá er gaman að minnast á tvo stuðningsmenn sem sátu rétt hjá okkur. Þeir voru greinilega aðeins búnir að fá sér einn eða tvo bjóra og því var stuðnings/klappþörfin mjög mikil. Annar þeirra sérstaklega hreinlega kom með hvern gullmolan á fætur öðrum allan leikinn og var alltaf ready í að klappa og styðja sína menn. Gullmolar sem hnutu af vörum hans voru m.a. "Koma svo strákar, tími fyrir tvö. Reynið að skipta þeim bróðurlega á milli ykkar" (heyrðist m.a. á 90. mínútu) og svo þegar Cesc Fabregas tók hornspyrnur rétt hjá okkur öskraði hann: "Cesc, you´re never gonna make it, go home", "You can´t do it" og í eitt skipti reyndi hann að bregða Cesc þegar hann var að taka hornspyrnu með að hrópa, "bú".

mánudagur, ágúst 14, 2006

The Rubettes - Sugar Baby Love


Eitt algjört oldies lag, nett hallærislegt en samt eitthvað svo skemmtilegt við það. Maðurinn hlýtur að vera geldingur.

sunnudagur, ágúst 13, 2006

Beck - Clap Hands

Maðurinn er náttúrulega bara snillingur.

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Fyrsta bloggið á vinnutíma, þetta eru svo sannarlega tímamót.

Núna er komið á hreint hvenær ég fer út. Dagurinn atarna er 29. ágúst og 30. ágúst fæ ég herbergið mitt sem ég er að borga um 63 þúsund krónur fyrir á mánuði, gjöf en ekki gjald. Reyndar þá er nú meira inni í þessum 63 þúsund kalli en bara herbergið þar sem þetta er íbúð sem ég deili með tveimur öðrum og því er sameiginlegt living area og eldhús. Svo eru einhver húsgögn í þessu, skrifborð og rúm og eitthvað drasl held ég bara. Núna er allt á fullu við að undirbúa förina og það er nóg sem þarf að gera. Ég er að heimsækja lækna hægri vinstri þessa dagana til að fá sprautur og að láta fylla út einhverjar upplýsingar um heilsufar mitt. Þetta tekur sinn tíma og vill svo skemmtilega til að núna er svona hápunktur í vinnunni minni þannig að það er svo sem nóg að gera hjá mér þangað til ég fer út.

Fór í golf í gær í Hveragerði og spilaði ekki vel. Átti reyndar tvö fáránlega góð teighögg, þ.e. löng, en annað þeirra endaði líklega í læk (spurning hvort ég telji það sem fáránlega gott teighögg). Svo vantaði mig 1cm upp á að setja 4-5m pútt niður brekkur, nett svekkjandi. Þar fyrir utan var ég nú ekki að gera neinar rósir og við öll sem vorum að spila vorum heldur ekkert að spila vel. En ég er víst búinn að skrá mig í golfmót hjá KB banka 20. ágúst, sem er daginn eftir Menningarnótt, á Hellu. Þannig að ég þarf helst aðeins að æfa mig ef ég ætla ekki að gera mig að fífli þarna.