Ég var aðeins aftan við miðju, þaðan sem ég stjórnaði leiknum, og kemst inn í misheppnaða sendingu. Ég tek á rás með boltann í áttina að marki andstæðinganna. Á móti mér kom leikmaður og ég kötta inn til hægri og munda skotfótinn úr 20-25 metra fjarlægð, svolítið vinstra megin við markið. Skotið ríður af og í beinni línu stefnir í fjærhornið. Markmaðurinn skutlar sér eftir honum en það dugar ekki til þar sem boltinn flaug framhjá fingrum hans og upp í samskeytin fjær
posted by �ttar at 8/20/2006 10:20:00 e.h.
Pælingar um allt, ekkert, lífið, tilveruna og allt þar á milli.
Skoða allan prófílinn minn