A site about nothing...

mánudagur, ágúst 28, 2006

The Spinto Band - Oh Mandy


Á morgun flyt ég til Bustúna (sama beyging og á London). Það er loksins komið að því og er bara flest allt að vera tilbúið. Pínu útréttingar sem þarf að redda á morgun og þá er þetta komið. Við tekur 4 mánaða dvöl í landi hamborgararassa og spurning hvort maður snúi aftur með þannig, vonandi ekki þó. Það sem skelfir mig þó mest er eftirfarandi.

VARÚÐ EKKI FYRIR VIÐKVÆMA!!
Það eru klósettin. Já klósett í USA eru sér á báti. Í fyrsta lagi eru þau stútfull af vatni (sem nær næstum að pung) svona eins og þau sem eru á flugstöð leifs eiríkssonar og svo ef maður fer á almenningsklósett þá í fyrsta lagi getur maður horfst í augu við þann sem stendur fyrir utan því hurðin er með svona mega rifu einhverri og svo er hurðin mjög hátt uppi. Þ.e. það er hátt frá gólfi og þangað sem hurðin byrjar og það liggur við að fólk geti séð allt gossa, that just creeps me out.
VARÚÐ EKKI FYRIR VIÐKVÆMA!!

Svo get ég nú ekki sagt að flúorblandað vatn heilli mig mjög mikið en sem betur fer er hægt að kaupa íslenskt vatn þarna úti og reyndar skyr.is líka þannig að það verður kannski munaðurinn minn sem ég leyfi mér að eiga alltaf, þ.e. vatnið.

Svona fyrir utan þetta tvennt þá líst mér bara ljómandi vel á að flytja þarna út.