Midlake - Young Bride
Ég, Káki, Kiddi, Fjalli og Gunni skelltum okkur á "vináttuleik" Íslendinga og Spánverja. Sætin voru frábær að mínu mati, í nýju stúkunni og alveg neðst á vellinum. Eins og einhverjir hafa tekið eftir þá skellti ég gæsalöppum í kringum vináttuleik því ég held að þjóðirnar tvær hafi mætt með mismunandi áherslur í þennan leik. Eins og oft vill verða, sérstaklega gegn stærri þjóðum, þá álítum við Íslendingar vináttuleiki vera eitthvað þar sem við ætlum sko að sýna hvað í okkur býr og ekkert taka stóru stjörnurnar vettlingatökum. Meiri áhersla er lögð á að ná hagstæðum úrslitum frekar en að prufa nýja hluti og leikmenn.
Tökum t.d. liðið sem spilaði leikinn á þriðjudaginn. Við vorum nokkurn veginn með okkar sterkasta hóp og hann spilaði lengst af. Menn börðust eins og ljón, tækluðu allt sem hreyfðist og vörðust sem mest þeir máttu. Þær sóknir sem við fengum voru svo sem sæmilegar en þær voru fáar og langt á milli þeirra.
Maður veltir því óneitanlega fyrir sér hvort þetta sé rétta viðhorfið þegar farið er í svona leiki. Á ekki að prufa nýtt system og sjá hvernig leikmenn sem vanalega spila ekki með landsliðinu en eru að banka á dyrnar standa sig í leik. Ég er ekki að tala um að taka allt byrjunarliðið útaf og velja síðan liðið úr þeim bestu úr íslandsmótinu. Heldur er ég að meina að leyfa leikmönnum sem hafa verið að standa sig vel hvort sem er hér heima eða erlendis og hafa ekki verið áður að gefa þeim tækifæri frá byrjun og sjá hvort þeir séu þess verðugir að vera kallaðir aftur.
Fyrst ég er byrjaður að tala um landsliðið þá er ekki úr vegi að tala um stemmningu á landsleikjum. Við hljótum að vera lélegustu stuðningsmenn sem til eru. Ísland, *klapp, klapp, klapp* hvað er það? Þetta er síðan endurtekið 4-5 sinnum í hálfleik og þá aðallega ef eitthvað markvert gerist.
Er ekki kominn tími til að fara að leyfa sölu bjórs á leikjum eins og leyft er erlendis? Það vita það allir að við Íslendingar erum lokaðir og því þarf eitthvað í blóðið til að koma klapp og stuðningsþörfinni af stað. Við ræddum þetta eitthvað okkar á milli á leiknum og ég benti á að þetta gæti farið úr böndunum. Menn orðið svo drukknir að þegar illa gengur myndu þeir hlaupa inn á völlinn eða einhvern annan skandal. En þegar ég hugsaði þetta lengra þá fattaði ég að líkurnar á því að þetta gerðist væru tiltölulega litlar. Bjórinn er hreinlega of dýr í almennri sölu.
Annars þá myndi ég leggja til að KSÍ tæki sér klapplið framhaldsskóla sér til fyrirmyndar. Á mínum menntaskóla árum fór ég á ótal margar gettu betur og morfís viðureignir og þar voru alltaf MR lögin. Flest eru þau mjög einföld, auðvelt að muna lögin og auðvelt að syngja þau. Hversu magnað væri að heyra t.d. Áfram Ísland, áfram nú (indiana jones lagið) eða:
Fyrst kemur Ísland, Ísland, Ísland
síðan kemur Ísland, Ísland, Ísland
svo kemur Ísland, Ísland, Ísland
Endalaust (þrjú atkvæði) (hérna gætu allir hrópað)
sungið af öllum áhorfendum? Þetta hlýtur að vera betra en Ísland, *klapp, klapp, klapp*. Aðrir skólar eiga eflaust einhver lög líka sem væru hentug en maður tekur alltaf dæmi um eitthvað sem maður þekkir sjálfur.
Svona í lokin á þessari alhliða landsliðsfærslu þá er gaman að minnast á tvo stuðningsmenn sem sátu rétt hjá okkur. Þeir voru greinilega aðeins búnir að fá sér einn eða tvo bjóra og því var stuðnings/klappþörfin mjög mikil. Annar þeirra sérstaklega hreinlega kom með hvern gullmolan á fætur öðrum allan leikinn og var alltaf ready í að klappa og styðja sína menn. Gullmolar sem hnutu af vörum hans voru m.a. "Koma svo strákar, tími fyrir tvö. Reynið að skipta þeim bróðurlega á milli ykkar" (heyrðist m.a. á 90. mínútu) og svo þegar Cesc Fabregas tók hornspyrnur rétt hjá okkur öskraði hann: "Cesc, you´re never gonna make it, go home", "You can´t do it" og í eitt skipti reyndi hann að bregða Cesc þegar hann var að taka hornspyrnu með að hrópa, "bú".
Ég, Káki, Kiddi, Fjalli og Gunni skelltum okkur á "vináttuleik" Íslendinga og Spánverja. Sætin voru frábær að mínu mati, í nýju stúkunni og alveg neðst á vellinum. Eins og einhverjir hafa tekið eftir þá skellti ég gæsalöppum í kringum vináttuleik því ég held að þjóðirnar tvær hafi mætt með mismunandi áherslur í þennan leik. Eins og oft vill verða, sérstaklega gegn stærri þjóðum, þá álítum við Íslendingar vináttuleiki vera eitthvað þar sem við ætlum sko að sýna hvað í okkur býr og ekkert taka stóru stjörnurnar vettlingatökum. Meiri áhersla er lögð á að ná hagstæðum úrslitum frekar en að prufa nýja hluti og leikmenn.
Tökum t.d. liðið sem spilaði leikinn á þriðjudaginn. Við vorum nokkurn veginn með okkar sterkasta hóp og hann spilaði lengst af. Menn börðust eins og ljón, tækluðu allt sem hreyfðist og vörðust sem mest þeir máttu. Þær sóknir sem við fengum voru svo sem sæmilegar en þær voru fáar og langt á milli þeirra.
Maður veltir því óneitanlega fyrir sér hvort þetta sé rétta viðhorfið þegar farið er í svona leiki. Á ekki að prufa nýtt system og sjá hvernig leikmenn sem vanalega spila ekki með landsliðinu en eru að banka á dyrnar standa sig í leik. Ég er ekki að tala um að taka allt byrjunarliðið útaf og velja síðan liðið úr þeim bestu úr íslandsmótinu. Heldur er ég að meina að leyfa leikmönnum sem hafa verið að standa sig vel hvort sem er hér heima eða erlendis og hafa ekki verið áður að gefa þeim tækifæri frá byrjun og sjá hvort þeir séu þess verðugir að vera kallaðir aftur.
Fyrst ég er byrjaður að tala um landsliðið þá er ekki úr vegi að tala um stemmningu á landsleikjum. Við hljótum að vera lélegustu stuðningsmenn sem til eru. Ísland, *klapp, klapp, klapp* hvað er það? Þetta er síðan endurtekið 4-5 sinnum í hálfleik og þá aðallega ef eitthvað markvert gerist.
Er ekki kominn tími til að fara að leyfa sölu bjórs á leikjum eins og leyft er erlendis? Það vita það allir að við Íslendingar erum lokaðir og því þarf eitthvað í blóðið til að koma klapp og stuðningsþörfinni af stað. Við ræddum þetta eitthvað okkar á milli á leiknum og ég benti á að þetta gæti farið úr böndunum. Menn orðið svo drukknir að þegar illa gengur myndu þeir hlaupa inn á völlinn eða einhvern annan skandal. En þegar ég hugsaði þetta lengra þá fattaði ég að líkurnar á því að þetta gerðist væru tiltölulega litlar. Bjórinn er hreinlega of dýr í almennri sölu.
Annars þá myndi ég leggja til að KSÍ tæki sér klapplið framhaldsskóla sér til fyrirmyndar. Á mínum menntaskóla árum fór ég á ótal margar gettu betur og morfís viðureignir og þar voru alltaf MR lögin. Flest eru þau mjög einföld, auðvelt að muna lögin og auðvelt að syngja þau. Hversu magnað væri að heyra t.d. Áfram Ísland, áfram nú (indiana jones lagið) eða:
Fyrst kemur Ísland, Ísland, Ísland
síðan kemur Ísland, Ísland, Ísland
svo kemur Ísland, Ísland, Ísland
Endalaust (þrjú atkvæði) (hérna gætu allir hrópað)
sungið af öllum áhorfendum? Þetta hlýtur að vera betra en Ísland, *klapp, klapp, klapp*. Aðrir skólar eiga eflaust einhver lög líka sem væru hentug en maður tekur alltaf dæmi um eitthvað sem maður þekkir sjálfur.
Svona í lokin á þessari alhliða landsliðsfærslu þá er gaman að minnast á tvo stuðningsmenn sem sátu rétt hjá okkur. Þeir voru greinilega aðeins búnir að fá sér einn eða tvo bjóra og því var stuðnings/klappþörfin mjög mikil. Annar þeirra sérstaklega hreinlega kom með hvern gullmolan á fætur öðrum allan leikinn og var alltaf ready í að klappa og styðja sína menn. Gullmolar sem hnutu af vörum hans voru m.a. "Koma svo strákar, tími fyrir tvö. Reynið að skipta þeim bróðurlega á milli ykkar" (heyrðist m.a. á 90. mínútu) og svo þegar Cesc Fabregas tók hornspyrnur rétt hjá okkur öskraði hann: "Cesc, you´re never gonna make it, go home", "You can´t do it" og í eitt skipti reyndi hann að bregða Cesc þegar hann var að taka hornspyrnu með að hrópa, "bú".