Fyrsta bloggið á vinnutíma, þetta eru svo sannarlega tímamót.
Núna er komið á hreint hvenær ég fer út. Dagurinn atarna er 29. ágúst og 30. ágúst fæ ég herbergið mitt sem ég er að borga um 63 þúsund krónur fyrir á mánuði, gjöf en ekki gjald. Reyndar þá er nú meira inni í þessum 63 þúsund kalli en bara herbergið þar sem þetta er íbúð sem ég deili með tveimur öðrum og því er sameiginlegt living area og eldhús. Svo eru einhver húsgögn í þessu, skrifborð og rúm og eitthvað drasl held ég bara. Núna er allt á fullu við að undirbúa förina og það er nóg sem þarf að gera. Ég er að heimsækja lækna hægri vinstri þessa dagana til að fá sprautur og að láta fylla út einhverjar upplýsingar um heilsufar mitt. Þetta tekur sinn tíma og vill svo skemmtilega til að núna er svona hápunktur í vinnunni minni þannig að það er svo sem nóg að gera hjá mér þangað til ég fer út.
Fór í golf í gær í Hveragerði og spilaði ekki vel. Átti reyndar tvö fáránlega góð teighögg, þ.e. löng, en annað þeirra endaði líklega í læk (spurning hvort ég telji það sem fáránlega gott teighögg). Svo vantaði mig 1cm upp á að setja 4-5m pútt niður brekkur, nett svekkjandi. Þar fyrir utan var ég nú ekki að gera neinar rósir og við öll sem vorum að spila vorum heldur ekkert að spila vel. En ég er víst búinn að skrá mig í golfmót hjá KB banka 20. ágúst, sem er daginn eftir Menningarnótt, á Hellu. Þannig að ég þarf helst aðeins að æfa mig ef ég ætla ekki að gera mig að fífli þarna.
Núna er komið á hreint hvenær ég fer út. Dagurinn atarna er 29. ágúst og 30. ágúst fæ ég herbergið mitt sem ég er að borga um 63 þúsund krónur fyrir á mánuði, gjöf en ekki gjald. Reyndar þá er nú meira inni í þessum 63 þúsund kalli en bara herbergið þar sem þetta er íbúð sem ég deili með tveimur öðrum og því er sameiginlegt living area og eldhús. Svo eru einhver húsgögn í þessu, skrifborð og rúm og eitthvað drasl held ég bara. Núna er allt á fullu við að undirbúa förina og það er nóg sem þarf að gera. Ég er að heimsækja lækna hægri vinstri þessa dagana til að fá sprautur og að láta fylla út einhverjar upplýsingar um heilsufar mitt. Þetta tekur sinn tíma og vill svo skemmtilega til að núna er svona hápunktur í vinnunni minni þannig að það er svo sem nóg að gera hjá mér þangað til ég fer út.
Fór í golf í gær í Hveragerði og spilaði ekki vel. Átti reyndar tvö fáránlega góð teighögg, þ.e. löng, en annað þeirra endaði líklega í læk (spurning hvort ég telji það sem fáránlega gott teighögg). Svo vantaði mig 1cm upp á að setja 4-5m pútt niður brekkur, nett svekkjandi. Þar fyrir utan var ég nú ekki að gera neinar rósir og við öll sem vorum að spila vorum heldur ekkert að spila vel. En ég er víst búinn að skrá mig í golfmót hjá KB banka 20. ágúst, sem er daginn eftir Menningarnótt, á Hellu. Þannig að ég þarf helst aðeins að æfa mig ef ég ætla ekki að gera mig að fífli þarna.