A site about nothing...

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Vika í Boston

Já það styttist óumflýjanlega í brottför mína af klakanum. Eftir um það bil viku þegar þetta er skrifað (klukkan er núna 23:22) þá verð ég að lenda eða nýlentur. Líklega verð ég lentur og vonandi búinn að fá töskurnar mínar og fara í gegnum customs og svona. Leiðinlegt blogg, ég veit.

Eitt sem mér finnst gaman að gera þegar ég sit í flugvélum er að lesa góða bók. Þess vegna ætla ég að leita til ykkar lesendur góðir og bið um ábendingar í kommentakerfið um góðar bækur sem ég get keypt mér áður en ég fer.

Svona í lok þessa leiðinlega bloggs þá ætla ég að benda ykkur á eina mestu snilld sem ég hef komist í tæri við í lengri tíma. Þessi síða er sú sem ég hef verið hvað mest á seinustu daga og nota til að leyfa ykkur að heyra lögin á síðunni. Þarna er hægt að finna allan fjandann, allskonar lög og snilldin er að þau eru vanalega á playlistum með öðrum lögum sem jafnvel eru í svipuðum dúr þannig að maður kynnist nýjum lögum líka. Endilega tjekkið á þessu.