A site about nothing...

þriðjudagur, júní 27, 2006

Beyoncé f. Jay-Z - Deja Vu

Lífið snýst í kringum daga eins og í dag. Eftir því sem leið á daginn rættist úr veðrinu og ég var búinn að skipuleggja að fara í golf í hveragerði með Sigurjóni. Þar tókum við 9 holur og sýndum á köflum fína takta en voru í heildina frekar slakir. En það skiptir minna máli því þetta snýst um að vera úti með vinunum og bara njóta þess. Svo var brunað í bæinn og horft á seinni hálfleik. Eftir það var ég að velta því fyrir mér hvort ég ætti að fara æfa, langt síðan ég fór, eða fara á línuskauta. Ég valdi hið síðarnefnda og varð sko aldeilis ekki fyrir vonbrigðum. Ég hef áður minnst á það hversu mikil snilld það er að fara í Nauthólsvíkina og renna sér út í Vesturbæ og tilbaka og í kvöld var það engin undantekning. Veðrið var eins og best verður á kosið og útsýnið frábært eins og vanalega. Svo þegar ég er kominn í Vesturbæinn þá vanalega sest ég á bekk þar og stari á hafið, svona eins og stúlkan í laginu hans Bubba, og þessi augnablik sem ég á þar eru ein bestu augnablik sem ég veit um. Eitthvað of fullkomið.

mánudagur, júní 19, 2006

Í dag í vinnunni þá upplifði ég ?fullorðins? móment. Við fórum á fund klukkan 9 í höfuðstöðvum KB banka og tilefnið var internet-símafundur. Internet að því leiti að allir sem tóku þátt logguðu sig inn á eitthvað dæmi og þar sáum við glærur og símadæmi að því leiti að samtalið fór fram í gegnum síma og var fólk víðsvegar um heiminn á ?fundinum?. Þetta var reyndar furðu áhugavert og mér gekk vel að fylgjast með hvað væri í gangi. Svo var nú ekki leiðinlegt að fá að heyra smá dönsku en það er önnur saga.

Veðrið hérna er farið að fara í taugarnar á mér, hvar er sumarið? Er til of mikils ætlast að fá kannski einn almennilegan sólardag í júní?

miðvikudagur, júní 14, 2006

Ghostface Killah - Shakey Dog

Annað lagið í röð sem ég vel af nýju Ghostface Killah plötunni, Fishscale. Platan er bara helvíti svöl og það gæti verið að ég muni reyna að skrifa minn fyrsta hipp hopp dóm, spurning hvort maður leggi í það.

Loksins sér fyrir endalokin í villulistaruglinu í vinnunni. Síðan ég hóf störf hjá KB hef ég næstum því verið að gera það sama og það er ekki eitthvað sem krefst mikillar hugsunar. Því er það ánægjuefni að verkefnið sem slíkt virðist loksins vera að fara af stað og það eru held ég spennandi tímar framundan og það er alltaf gaman.

Þar sem maður heldur áfram að horfa á HM og hefur ekki misst af nema einum leik hingað til þá er um að gera að halda áfram að spjalla aðeins um það. Spánverjarnir litu rosalega vel út í dag enda með á pappírnum eitt sterkasta liðið. Þeir hafa þó verið þekktir fyrir að skíta upp á bak þrátt fyrir stjörnur og yfirburði á pappírum en það gæti verið gaman að sjá þetta lið ná lengra.
Ég hef alltaf átt erfitt með að halda með þýskurunum þar sem mér hefur ávallt þótt þeir leika leiðinlegan bolta. Fyrsti leikur keppninnar var hinsvegar eitthvað annað á teningnum og ég gat alveg aðeins haldið með þeim. Í leiknum í kvöld gegn Pólverjum þá hélt ég samt eiginlega með Pólverjum því mér fannst þeir á köflum standa sig miklu betur en þýskararnir. Miklu meira hungur í þeim enda var þetta do or die leikur fyrir þá.
Annars er frekar fyndið að vera að fylgjast með HM núna þar sem maður hefur giskað á úrslit allra leikjanna í riðlunum og því er maður oft óskandi eftir því að eitthvað lið skori ekki mark eða að annað taki saman í andlitinu og skori nokkur. En það sem hefur komið í ljós í þessum litla leik er að ég á ekki að hætta dagvinnunni minni. Var neðstur eftir helgina og næst neðstur eftir mánudaginn. Er ágætur í að giska á 1 x 2 en að giska á hvernig leikurinn endar, það er bara ekki að ganga.

sunnudagur, júní 11, 2006

Ghostface Killah - Be Easy feat. Trife

Ég held ég sé marineraður af fótbolta eftir þessa helgi. Hef séð alla leiki HM fyrir utan einn og þetta er svo sannarlega hátíð. Verð að viðurkenna að ég var ekki sáttur með spilamennsku Englendinganna, leikurinn var gríðarlega leiðinlegur í seinni hálfleik. Vona innilega að þetta hafi verið útaf hitanum sem liðið spilaði svona leiðinlega en maður veit ekki, kemur í ljós. Mörg lið eru að koma á óvart. Fílabeinsströndin var rosalega öflug og gaman að horfa á þá spila einnig hreifst ég mjög af Trinidad og Tobago. Íran var síðan að standa sig ágætlega og greinilega ekki komnir þarna til að skíta upp á bak. Annars þá eru góðir leikir á morgun og ber þar helst USA vs. Tjékkum.

Það er eitt sem mig langar til að vita. Hafa stelpur gert með sér samning um að vera peppa hver aðra upp í sífellu? Það er mjög algengt að heyra stelpur heilsast og segja; hey sæta/gella/skvísa/sætust. Svo er það sem er verra, sérstaklega fyrir okkur strákana, en það er þegar stelpur eru í þessum peppfíling sínum og tala um vinkonur sínar sem gellur sem eru það kannski ekki. Þetta getur gefið okkur strákum rosalega ranga mynd af stelpunni, jafnvel óraunhæfar væntingar. Eitt sem er öruggt er að strákar myndu aldrei tala um félaga sína sem gæja eða að heilsa þeim með orðunum, hey sætastur. Væri nett gay.
Annars vil ég bara taka það fram að þetta er pínu hugleiðing og alls ekki illa meint. Stelpur þið vitið að ég elska ykkur. :)

Gnarls Barkley Crewið hatar ekki að fara í búninga þegar þeir spila eins og sjá má hér. Stormsveitarmaður á bassa er bara svalt.

þriðjudagur, júní 06, 2006

Bubbi - Fallegur dagur

Fyrsti dagurinn í Sóltúni var í dag og þegar maður er nýfluttur þá tekur alltaf tíma að venjast hlutunum. Mötuneytið er t.d. allt öðruvísi. Fyrir það fyrsta er það í kjallara og ótrúlega sterílt þannig að mér leið hálf illa. Svo er maturinn ekki undirbúinn þarna heldur fenginn úr Borgartúni og því bara haldið heitum, sem er ekki gott. En við vonum að þetta batni. Svo þar sem ég er sumarstarfsmaður þá mun ég víst vera á flakki milli borða í sumar, vera þar sem laust er pláss. Mér finnst þetta hálf leiðinlegt en það er víst lítið við þessu að gera.

Góð helgi að baki. Fór á Reykjavík Trópík á föstudaginn og laugardaginn. Á föstudeginum var ég einn og á bíl. Á laugardeginum þekkti ég einhvern sem var að fara og ekki á bíl. Supergrass stóðu undir væntingum, Hjálmar voru mjög góðir og Jeff Who? líka. Á sunnudeginum var svo farið í bústað á Flúðum þar sem systir mömmu á bústað og var systkinum mömmu og börnum þeirra boðið í góða grill/tjill veislu. Kom soldið seint í bæinn og missti því af t.d. Trabant á Trópík og vissi ekki að hátíðin hefði verið færð inn á Nasa. En það var svosem í lagi.

Núna mætti sumarið alveg fara að koma, þ.e. sól og hiti. Er orðinn heitur fyrir því að fara á línuskauta, fótbolta eða golf.

mánudagur, júní 05, 2006

Grandaddy - Jeez Louise

Seinustu 10 ár lífs míns hef ég heimsótt eftirfarandi lönd:

1996 - Danmörk
1997 - Svíþjóð og Danmörk
1998 - Ekkert
1999 - Danmörk og Þýskaland
2000 - Danmörk (á Radiohead tónleika, Sigurrós hitaði upp)
2001 - Grikkland (Rhodos) og Tyrkland (Marmaris)
2002 - Spánn
2003 - Danmörk, Þýskaland, Holland og Belgía
2004 - Danmörk
2005 - USA, Dóminiska Lýðveldið, Danmörk, Svíþjóð, Bretland og Spánn
2006 - Ekkert, so far.

Svona er nú gaman að rifja upp hvað maður hefur gert. Takk eyðublað DS-157 fyrir að leyfa mér að rifja þetta upp bara af því að ég er karlmaður á aldursbilinu 17-45 ára.

fimmtudagur, júní 01, 2006

Það er nú svo sem rosalegur tittlingaskítur að blogga um þetta en í gær þá fyrst upplifði ég það hvernig er að vera fullorðinn. Málið er að ég hef alltaf bara verið í skóla á veturna og unnið á sumrin. Mjög sjaldan hef ég unnið á veturna og ef það hefur verið eitthvað þá hefur það ekki verið mikið. Sökum þessa þá hef ég alltaf átt inni persónuafslátt en í ár breyttist það. Eftir áramót fór ég að vinna eins og flestir ættu að vita og því átti ég mjög lítinn persónuafslátt. Svo í gær þá fór ég á netbankann minn og sá launaseðilinn fyrir maí mánuð og það er óhætt að segja að mér brá. Í fyrsta skipti á ævinnni var tekinn af mér fullur skattur og það sem verra er var að skattkortið mitt hafði ekki borist eða einhver fjandinn til launadeildar þannig að ég fékk ekki mánaðarlega persónuafsláttinn. Því brá mér aldeilis í brún og var þetta nett reality check fyrir mig. En ég veit að það er fullt af fólki þarna úti sem hefur verið að vinna í mörg ár en þegar maður er svona "verndaður" þá er þetta einn af þeim hlutum sem maður þarf að læra og kippir manni rækilega til jarðar. Ríkið tekur sitt, það er á hreinu.

Ennþá hafa engir boðið sig fram að koma með mér á Reykjavík Trópík og því er það rather sad að viðurkenna það að ég er að fara einn að öllum líkindum. Ég ætla að sjá Supergrass og ég mun sjá þá hvort sem ég verð einn eður ei. Annars er ég nett skúffaður yfir morgundeginum því hátíðin hefst hálffimm þegar Jakobínarína spilar en ég sé ekki fram á að komast. Mig langar mjög til að sjá þá og minna til að sjá aðra sem spila sama dag og því eru þetta nett vonbrigði.