Í dag í vinnunni þá upplifði ég ?fullorðins? móment. Við fórum á fund klukkan 9 í höfuðstöðvum KB banka og tilefnið var internet-símafundur. Internet að því leiti að allir sem tóku þátt logguðu sig inn á eitthvað dæmi og þar sáum við glærur og símadæmi að því leiti að samtalið fór fram í gegnum síma og var fólk víðsvegar um heiminn á ?fundinum?. Þetta var reyndar furðu áhugavert og mér gekk vel að fylgjast með hvað væri í gangi. Svo var nú ekki leiðinlegt að fá að heyra smá dönsku en það er önnur saga.
Veðrið hérna er farið að fara í taugarnar á mér, hvar er sumarið? Er til of mikils ætlast að fá kannski einn almennilegan sólardag í júní?
Veðrið hérna er farið að fara í taugarnar á mér, hvar er sumarið? Er til of mikils ætlast að fá kannski einn almennilegan sólardag í júní?