A site about nothing...

miðvikudagur, júní 14, 2006

Ghostface Killah - Shakey Dog

Annað lagið í röð sem ég vel af nýju Ghostface Killah plötunni, Fishscale. Platan er bara helvíti svöl og það gæti verið að ég muni reyna að skrifa minn fyrsta hipp hopp dóm, spurning hvort maður leggi í það.

Loksins sér fyrir endalokin í villulistaruglinu í vinnunni. Síðan ég hóf störf hjá KB hef ég næstum því verið að gera það sama og það er ekki eitthvað sem krefst mikillar hugsunar. Því er það ánægjuefni að verkefnið sem slíkt virðist loksins vera að fara af stað og það eru held ég spennandi tímar framundan og það er alltaf gaman.

Þar sem maður heldur áfram að horfa á HM og hefur ekki misst af nema einum leik hingað til þá er um að gera að halda áfram að spjalla aðeins um það. Spánverjarnir litu rosalega vel út í dag enda með á pappírnum eitt sterkasta liðið. Þeir hafa þó verið þekktir fyrir að skíta upp á bak þrátt fyrir stjörnur og yfirburði á pappírum en það gæti verið gaman að sjá þetta lið ná lengra.
Ég hef alltaf átt erfitt með að halda með þýskurunum þar sem mér hefur ávallt þótt þeir leika leiðinlegan bolta. Fyrsti leikur keppninnar var hinsvegar eitthvað annað á teningnum og ég gat alveg aðeins haldið með þeim. Í leiknum í kvöld gegn Pólverjum þá hélt ég samt eiginlega með Pólverjum því mér fannst þeir á köflum standa sig miklu betur en þýskararnir. Miklu meira hungur í þeim enda var þetta do or die leikur fyrir þá.
Annars er frekar fyndið að vera að fylgjast með HM núna þar sem maður hefur giskað á úrslit allra leikjanna í riðlunum og því er maður oft óskandi eftir því að eitthvað lið skori ekki mark eða að annað taki saman í andlitinu og skori nokkur. En það sem hefur komið í ljós í þessum litla leik er að ég á ekki að hætta dagvinnunni minni. Var neðstur eftir helgina og næst neðstur eftir mánudaginn. Er ágætur í að giska á 1 x 2 en að giska á hvernig leikurinn endar, það er bara ekki að ganga.