Það er nú svo sem rosalegur tittlingaskítur að blogga um þetta en í gær þá fyrst upplifði ég það hvernig er að vera fullorðinn. Málið er að ég hef alltaf bara verið í skóla á veturna og unnið á sumrin. Mjög sjaldan hef ég unnið á veturna og ef það hefur verið eitthvað þá hefur það ekki verið mikið. Sökum þessa þá hef ég alltaf átt inni persónuafslátt en í ár breyttist það. Eftir áramót fór ég að vinna eins og flestir ættu að vita og því átti ég mjög lítinn persónuafslátt. Svo í gær þá fór ég á netbankann minn og sá launaseðilinn fyrir maí mánuð og það er óhætt að segja að mér brá. Í fyrsta skipti á ævinnni var tekinn af mér fullur skattur og það sem verra er var að skattkortið mitt hafði ekki borist eða einhver fjandinn til launadeildar þannig að ég fékk ekki mánaðarlega persónuafsláttinn. Því brá mér aldeilis í brún og var þetta nett reality check fyrir mig. En ég veit að það er fullt af fólki þarna úti sem hefur verið að vinna í mörg ár en þegar maður er svona "verndaður" þá er þetta einn af þeim hlutum sem maður þarf að læra og kippir manni rækilega til jarðar. Ríkið tekur sitt, það er á hreinu.
Ennþá hafa engir boðið sig fram að koma með mér á Reykjavík Trópík og því er það rather sad að viðurkenna það að ég er að fara einn að öllum líkindum. Ég ætla að sjá Supergrass og ég mun sjá þá hvort sem ég verð einn eður ei. Annars er ég nett skúffaður yfir morgundeginum því hátíðin hefst hálffimm þegar Jakobínarína spilar en ég sé ekki fram á að komast. Mig langar mjög til að sjá þá og minna til að sjá aðra sem spila sama dag og því eru þetta nett vonbrigði.
Ennþá hafa engir boðið sig fram að koma með mér á Reykjavík Trópík og því er það rather sad að viðurkenna það að ég er að fara einn að öllum líkindum. Ég ætla að sjá Supergrass og ég mun sjá þá hvort sem ég verð einn eður ei. Annars er ég nett skúffaður yfir morgundeginum því hátíðin hefst hálffimm þegar Jakobínarína spilar en ég sé ekki fram á að komast. Mig langar mjög til að sjá þá og minna til að sjá aðra sem spila sama dag og því eru þetta nett vonbrigði.