A site about nothing...

sunnudagur, júní 11, 2006

Ghostface Killah - Be Easy feat. Trife

Ég held ég sé marineraður af fótbolta eftir þessa helgi. Hef séð alla leiki HM fyrir utan einn og þetta er svo sannarlega hátíð. Verð að viðurkenna að ég var ekki sáttur með spilamennsku Englendinganna, leikurinn var gríðarlega leiðinlegur í seinni hálfleik. Vona innilega að þetta hafi verið útaf hitanum sem liðið spilaði svona leiðinlega en maður veit ekki, kemur í ljós. Mörg lið eru að koma á óvart. Fílabeinsströndin var rosalega öflug og gaman að horfa á þá spila einnig hreifst ég mjög af Trinidad og Tobago. Íran var síðan að standa sig ágætlega og greinilega ekki komnir þarna til að skíta upp á bak. Annars þá eru góðir leikir á morgun og ber þar helst USA vs. Tjékkum.

Það er eitt sem mig langar til að vita. Hafa stelpur gert með sér samning um að vera peppa hver aðra upp í sífellu? Það er mjög algengt að heyra stelpur heilsast og segja; hey sæta/gella/skvísa/sætust. Svo er það sem er verra, sérstaklega fyrir okkur strákana, en það er þegar stelpur eru í þessum peppfíling sínum og tala um vinkonur sínar sem gellur sem eru það kannski ekki. Þetta getur gefið okkur strákum rosalega ranga mynd af stelpunni, jafnvel óraunhæfar væntingar. Eitt sem er öruggt er að strákar myndu aldrei tala um félaga sína sem gæja eða að heilsa þeim með orðunum, hey sætastur. Væri nett gay.
Annars vil ég bara taka það fram að þetta er pínu hugleiðing og alls ekki illa meint. Stelpur þið vitið að ég elska ykkur. :)

Gnarls Barkley Crewið hatar ekki að fara í búninga þegar þeir spila eins og sjá má hér. Stormsveitarmaður á bassa er bara svalt.