Í einhverri rælni þá ákvað ég að kíkja á veðurspána fyrir næstu 10 daga í Köben enda er ég á leiðinni þangað eða réttara sagt til Hróarskeldu á fimmtudaginn í næstu viku þar sem ég ætla á þessa "lítt" þekktu tónlistarhátið. Eins og staðan er í dag þá mun vera rigning sem eru ákveðin vonbrigði því maður vill jú helst vinna i base-taninu en ég held að þó svo rigni að það gæti bara verið stemmning. Annars þá er ekki laust við að tilhlökkun fyrir hátíðinni magnist með hverjum degi og í dag t.d. þá prentaði ég út hverjir spila á hvaða degi og klukkan hvað svona til að geta búið til eitthvað plan um hvað ég ætla að sjá. Ég held nefnilega að það sé mun betra að vera með það nokkuð á hreinu hvað maður ætli að sjá og megi ekki missa af og svo þegar þau atriði eru ekki í gangi þá getur maður meira flakkað um.
miðvikudagur, júní 27, 2007
sunnudagur, júní 24, 2007
Ég held ég geti alveg sagt að ég sé miklu meiri Facebook maður heldur en Myspace. Hins vegar eru allir á Íslandi á Myspace og þess vegna er maður með Myspace, þó svo ég sinni því ekkert sérstaklega. Í þynnkunni í dag gerði ég hins vegar ákveðna rispu og bætti við fullt af fólki sem ég kannast við, misvel auðvitað. Vill maður ekki hafa sem flesta vini?
Ekki fyrir svo löngu þá einmitt tók ég til á myspacinu mínu. Útlitið sem var þar var eitthvað sem ég hafði hannað í hallæri og það var kominn tími á að uppfæra þetta. Fyrir valinu varð mjög töff lúkk en ég fattaði ekki fyrr en eftir á að fólkið sem talið er upp sem vinir manns, þ.e. myndirnar yfir topp vini, það datt út. Allar aðrar myspace síður hafa þetta og því velti ég fyrir mér hvort ég sé ákveðinn trendsetter í að gera ekki upp á milli fólks, óviljandi samt, (eitthvað sem mætti túlka sem ákveðið afturhvarf til einfaldleikans) eða hvort ég sé einfaldlega ógeðslega lame og ég muni aldrei komast á topp lista á hjá öðru fólki?
Nú er komið á hreint spilaplanið fyrir Hróarskeldu og þetta verður temmilegt bestunarverkefni skal ég ykkur að segja. Það eru nokkur bönd sem skarast þarna og því verður soldið erfitt að velja og hafna. Einnig er eitt sem mér finnst skrýtið en það er að á fimmtudeginum þá byrja Arcade Fire daginn á stærsta sviðinu, klukkan 18. Maður hefði nú haldið að þeir væru það stórir að þeir væru seinna um kvöldið.
Svo er einnig komið í ljós að ég mun ekki fara til Flórens þar sem Vanni er fastur í USA. Þess í stað fer ég til Rómar í 5 daga og ætla að tjilla þar með fjölskyldu meðlimum. Ég hef heyrt góða hluti um þessa borg og ég vonast til að upplifa það. Svo get ég líka sagt að ég er gríðarspenntur fyrir þessu öllu saman.
Ekki fyrir svo löngu þá einmitt tók ég til á myspacinu mínu. Útlitið sem var þar var eitthvað sem ég hafði hannað í hallæri og það var kominn tími á að uppfæra þetta. Fyrir valinu varð mjög töff lúkk en ég fattaði ekki fyrr en eftir á að fólkið sem talið er upp sem vinir manns, þ.e. myndirnar yfir topp vini, það datt út. Allar aðrar myspace síður hafa þetta og því velti ég fyrir mér hvort ég sé ákveðinn trendsetter í að gera ekki upp á milli fólks, óviljandi samt, (eitthvað sem mætti túlka sem ákveðið afturhvarf til einfaldleikans) eða hvort ég sé einfaldlega ógeðslega lame og ég muni aldrei komast á topp lista á hjá öðru fólki?
Nú er komið á hreint spilaplanið fyrir Hróarskeldu og þetta verður temmilegt bestunarverkefni skal ég ykkur að segja. Það eru nokkur bönd sem skarast þarna og því verður soldið erfitt að velja og hafna. Einnig er eitt sem mér finnst skrýtið en það er að á fimmtudeginum þá byrja Arcade Fire daginn á stærsta sviðinu, klukkan 18. Maður hefði nú haldið að þeir væru það stórir að þeir væru seinna um kvöldið.
Svo er einnig komið í ljós að ég mun ekki fara til Flórens þar sem Vanni er fastur í USA. Þess í stað fer ég til Rómar í 5 daga og ætla að tjilla þar með fjölskyldu meðlimum. Ég hef heyrt góða hluti um þessa borg og ég vonast til að upplifa það. Svo get ég líka sagt að ég er gríðarspenntur fyrir þessu öllu saman.
þriðjudagur, júní 19, 2007
Gríðarlega pökkuð helgi er að baki. Á föstudaginn var farið í staffapartý þar sem ég var eitthvað að dj-ast líka og svo eftir það var haldið á Ölver þar sem tekin voru nokkur lög og má segja að flutningur minn á Gangstah's Paradise með Coolio hafi staðið upp úr.
Laugardaginn var útskriftardagur og ég fór veislu hjá Árna Braga frænda sem var að klára Bs í Sálfræði. Síðar um kvöldið hittumst við frændur aftur en þá í veislu hjá vini hans sem haldin var í 101 í tjaldi úti í garði. Það sem stóð kannski upp úr var að komast ókeypis heim með leigubíl, gott að eiga góða að.
Sunnudaginn var útskriftargrill hjá Káka á Bragagötunni. Þar voru samankomin fjölskylda Káka og Örnu og svo einhverjir vinir. Horft var á leikinn sem varð reyndar óþarflega spennandi og svo kíkt á fullu unglingana. Það er alveg merkilegt að í sumum vinahópum þá virkar fólk eins og klónn af hvert öðru, í nákvæmlega eins fötum með sömu hárgreiðsluna og ég veit ekki hvað.
Laugardaginn var útskriftardagur og ég fór veislu hjá Árna Braga frænda sem var að klára Bs í Sálfræði. Síðar um kvöldið hittumst við frændur aftur en þá í veislu hjá vini hans sem haldin var í 101 í tjaldi úti í garði. Það sem stóð kannski upp úr var að komast ókeypis heim með leigubíl, gott að eiga góða að.
Sunnudaginn var útskriftargrill hjá Káka á Bragagötunni. Þar voru samankomin fjölskylda Káka og Örnu og svo einhverjir vinir. Horft var á leikinn sem varð reyndar óþarflega spennandi og svo kíkt á fullu unglingana. Það er alveg merkilegt að í sumum vinahópum þá virkar fólk eins og klónn af hvert öðru, í nákvæmlega eins fötum með sömu hárgreiðsluna og ég veit ekki hvað.
miðvikudagur, júní 13, 2007
Vinnublogg! Ég hef ekki gert vinnublogg í langan tíma og jafnvel bara aldrei? Ég er ekki viss.
Í gær fór ég ásamt, Káka, Kidda og FP Moon hinum suður-Kóreaska í einkatíma í golfi. Í fyrstu þá leist mér ekkert á það sem gaurinn var að predika but boy was I wrong. Það sem hann kenndi okkur á þessum klukkutíma gjörbreytti sveiflunni minni þannig að hún varð miklu áreynslulausari og boltarnir flugu langt og beint án þess að vera að hamast eitthvað við að ná þeim í að gera það. Nú þarf maður bara að skella sér á æfingasvæðið og taka jafnvel 1-2 hringi og vonandi mun þetta bæta hjá manni leikinn.
Í gær fór ég ásamt, Káka, Kidda og FP Moon hinum suður-Kóreaska í einkatíma í golfi. Í fyrstu þá leist mér ekkert á það sem gaurinn var að predika but boy was I wrong. Það sem hann kenndi okkur á þessum klukkutíma gjörbreytti sveiflunni minni þannig að hún varð miklu áreynslulausari og boltarnir flugu langt og beint án þess að vera að hamast eitthvað við að ná þeim í að gera það. Nú þarf maður bara að skella sér á æfingasvæðið og taka jafnvel 1-2 hringi og vonandi mun þetta bæta hjá manni leikinn.
fimmtudagur, júní 07, 2007
Heilsumánuðurinn gengur ágætlega. Mér tókst að standa við gostakmörkin og nammitakmörkin so far, það er náttúrulega föstudagur á morgun en ég geri ekki ráð fyrir að ég fái mér nammi. Hins vegar byrjar ný gos vika á morgun hehe. Þar fyrir utan þá ganga æfingar ágætlega og hollur matur er innbyrður og ef hann er ekki hollur þá er ekki fengið sér mjög mikið af honum. Þegar ég segi ekki mjög hollur þá meina ég t.d. eins og kálfasnitzelið sem var í piparsósu í vinnunni í dag. Það sem hefur verið erfiðast við þetta er líklega gostakmörkunin og að finna sér eitthvað hollt að borða. Það er svo auðvelt að fara bara og fá sér einhvern skyndibita og það er kannski ekki sérlega mikið í boði í hollum "skyndibita" en maður finnur leið framhjá því svosem.
Ég held að alheimurinn viti að ég hafi verið að fá námslánin frá Lín og fyrstu launin mín líka. Ipodinn minn tók upp að því að deyja að ég hélt, kem nánar að því, og í gær þá missti ég úrið mitt á skífuna oná flísum í Laugum þannig að það kom sprunga í glerið og svo fyrir tveimur dögum byrjaði eitthvað check engine ljós að blikka í bílnum. Þetta náttúrulega stefndi í temmileg fjárútlát en things are looking up held ég bara.
Þetta með vélina virðist vera ok, allaveganna miðað við samtal mitt við verkstæðisgaur og þegar ég setti ipodinn minn í hleðslu í kvöld þá allt í einu sýndi hann líf og það var hægt að manúvera með hann þannig að kannski þarf ég ekki að fjárfesta í nýjum ipod alveg strax. Úrið hins vegar þarf að laga og það er á dagskrá.
Ég held að alheimurinn viti að ég hafi verið að fá námslánin frá Lín og fyrstu launin mín líka. Ipodinn minn tók upp að því að deyja að ég hélt, kem nánar að því, og í gær þá missti ég úrið mitt á skífuna oná flísum í Laugum þannig að það kom sprunga í glerið og svo fyrir tveimur dögum byrjaði eitthvað check engine ljós að blikka í bílnum. Þetta náttúrulega stefndi í temmileg fjárútlát en things are looking up held ég bara.
Þetta með vélina virðist vera ok, allaveganna miðað við samtal mitt við verkstæðisgaur og þegar ég setti ipodinn minn í hleðslu í kvöld þá allt í einu sýndi hann líf og það var hægt að manúvera með hann þannig að kannski þarf ég ekki að fjárfesta í nýjum ipod alveg strax. Úrið hins vegar þarf að laga og það er á dagskrá.
sunnudagur, júní 03, 2007
Það er stundum örskammt milli hláturs og gráturs og ég upplifði þannig stund í kvöld. Á leið minni í Lauga þá var ég að hugsa hvort ég hefði ekki örugglega tekið allt með mér; stuttbuxur, æfingabolur, sokkar, handklæði... og þá rann það upp fyrir mér, ég gleymdi ipodnum og ég sem ætlaði að fara að hlaupa. Ég gaf frá mér karlmannlegt hróp:"NEIIIIIII" og varð frekar fúll. Svo ákvað ég að kíkja í hanskahólfið og opnaði það og þá var ipodinn þar og lund mín léttist strax til muna og ég var tilbúinn að fara að hlaupa. Svo kem ég í Lauga, hálf átta, fer niður, skipti um föt, kem upp í salinn er að fara að velja mér bretti þegar tilkynnt er: "Tækjasal og aðstöðu lokar eftir 5 mínútur". GREAT.
Ég var að pæla í því að hafa myndablogg með myndum helgarinnar en svo nenni ég því ekki þar sem blogger er einstaklega leiðinlegur þegar kemur að því að drita inn myndum. Ég kannski skelli þeim á facebook og pósta svo hlekknum hingað.
Talandi um myndir þá fórum við út á föstudaginn. Þegar við komum í bæinn, á Barinn, þá sátu þar úti einhverjar stelpur að reykja og ég ákvað að bulla í þeim. Vatt ég mér að þeim og þóttist vera penni á tímariti í Boston og ég væri að gera grein um reykingarbannið á Íslandi. Þetta stóð tæpt á tímabili því ein stelpan var bresk og sagði:"Why do you speak with and Icelandic accent". Þá brá ég á það ráð að segja að það væri bull og þuldi upp þau orð sem ég kann að segja með Boston hreimnum og það sannfærði stúlkuna og allar hinar sem þarna voru. Svo upphófst gott spjall og ég meðal annars sagði þeim frá hinum íslenska DJ Djezus eða hvernig svo sem hann skrifar þetta og hvernig hann hefði verið valinn besti DJ í Boston nýlega. Ein stelpan sagði mér þá að henni þætti þetta ömurlegt nafn og að ég ætti að koma því á framfæri til hans sem ég sagðist ætla gera, svo fékk ég að taka mynd af þeim en þá þurfti ég líka að hætta því Marta Margrét var að koma til að heilsa mér og ég vildi ekki eyðileggja þetta með því að fara að tala íslensku.
Ég var að pæla í því að hafa myndablogg með myndum helgarinnar en svo nenni ég því ekki þar sem blogger er einstaklega leiðinlegur þegar kemur að því að drita inn myndum. Ég kannski skelli þeim á facebook og pósta svo hlekknum hingað.
Talandi um myndir þá fórum við út á föstudaginn. Þegar við komum í bæinn, á Barinn, þá sátu þar úti einhverjar stelpur að reykja og ég ákvað að bulla í þeim. Vatt ég mér að þeim og þóttist vera penni á tímariti í Boston og ég væri að gera grein um reykingarbannið á Íslandi. Þetta stóð tæpt á tímabili því ein stelpan var bresk og sagði:"Why do you speak with and Icelandic accent". Þá brá ég á það ráð að segja að það væri bull og þuldi upp þau orð sem ég kann að segja með Boston hreimnum og það sannfærði stúlkuna og allar hinar sem þarna voru. Svo upphófst gott spjall og ég meðal annars sagði þeim frá hinum íslenska DJ Djezus eða hvernig svo sem hann skrifar þetta og hvernig hann hefði verið valinn besti DJ í Boston nýlega. Ein stelpan sagði mér þá að henni þætti þetta ömurlegt nafn og að ég ætti að koma því á framfæri til hans sem ég sagðist ætla gera, svo fékk ég að taka mynd af þeim en þá þurfti ég líka að hætta því Marta Margrét var að koma til að heilsa mér og ég vildi ekki eyðileggja þetta með því að fara að tala íslensku.