A site about nothing...

miðvikudagur, júní 27, 2007

Í einhverri rælni þá ákvað ég að kíkja á veðurspána fyrir næstu 10 daga í Köben enda er ég á leiðinni þangað eða réttara sagt til Hróarskeldu á fimmtudaginn í næstu viku þar sem ég ætla á þessa "lítt" þekktu tónlistarhátið. Eins og staðan er í dag þá mun vera rigning sem eru ákveðin vonbrigði því maður vill jú helst vinna i base-taninu en ég held að þó svo rigni að það gæti bara verið stemmning. Annars þá er ekki laust við að tilhlökkun fyrir hátíðinni magnist með hverjum degi og í dag t.d. þá prentaði ég út hverjir spila á hvaða degi og klukkan hvað svona til að geta búið til eitthvað plan um hvað ég ætla að sjá. Ég held nefnilega að það sé mun betra að vera með það nokkuð á hreinu hvað maður ætli að sjá og megi ekki missa af og svo þegar þau atriði eru ekki í gangi þá getur maður meira flakkað um.