A site about nothing...

sunnudagur, júní 03, 2007

Það er stundum örskammt milli hláturs og gráturs og ég upplifði þannig stund í kvöld. Á leið minni í Lauga þá var ég að hugsa hvort ég hefði ekki örugglega tekið allt með mér; stuttbuxur, æfingabolur, sokkar, handklæði... og þá rann það upp fyrir mér, ég gleymdi ipodnum og ég sem ætlaði að fara að hlaupa. Ég gaf frá mér karlmannlegt hróp:"NEIIIIIII" og varð frekar fúll. Svo ákvað ég að kíkja í hanskahólfið og opnaði það og þá var ipodinn þar og lund mín léttist strax til muna og ég var tilbúinn að fara að hlaupa. Svo kem ég í Lauga, hálf átta, fer niður, skipti um föt, kem upp í salinn er að fara að velja mér bretti þegar tilkynnt er: "Tækjasal og aðstöðu lokar eftir 5 mínútur". GREAT.

Ég var að pæla í því að hafa myndablogg með myndum helgarinnar en svo nenni ég því ekki þar sem blogger er einstaklega leiðinlegur þegar kemur að því að drita inn myndum. Ég kannski skelli þeim á facebook og pósta svo hlekknum hingað.

Talandi um myndir þá fórum við út á föstudaginn. Þegar við komum í bæinn, á Barinn, þá sátu þar úti einhverjar stelpur að reykja og ég ákvað að bulla í þeim. Vatt ég mér að þeim og þóttist vera penni á tímariti í Boston og ég væri að gera grein um reykingarbannið á Íslandi. Þetta stóð tæpt á tímabili því ein stelpan var bresk og sagði:"Why do you speak with and Icelandic accent". Þá brá ég á það ráð að segja að það væri bull og þuldi upp þau orð sem ég kann að segja með Boston hreimnum og það sannfærði stúlkuna og allar hinar sem þarna voru. Svo upphófst gott spjall og ég meðal annars sagði þeim frá hinum íslenska DJ Djezus eða hvernig svo sem hann skrifar þetta og hvernig hann hefði verið valinn besti DJ í Boston nýlega. Ein stelpan sagði mér þá að henni þætti þetta ömurlegt nafn og að ég ætti að koma því á framfæri til hans sem ég sagðist ætla gera, svo fékk ég að taka mynd af þeim en þá þurfti ég líka að hætta því Marta Margrét var að koma til að heilsa mér og ég vildi ekki eyðileggja þetta með því að fara að tala íslensku.