Gríðarlega pökkuð helgi er að baki. Á föstudaginn var farið í staffapartý þar sem ég var eitthvað að dj-ast líka og svo eftir það var haldið á Ölver þar sem tekin voru nokkur lög og má segja að flutningur minn á Gangstah's Paradise með Coolio hafi staðið upp úr.
Laugardaginn var útskriftardagur og ég fór veislu hjá Árna Braga frænda sem var að klára Bs í Sálfræði. Síðar um kvöldið hittumst við frændur aftur en þá í veislu hjá vini hans sem haldin var í 101 í tjaldi úti í garði. Það sem stóð kannski upp úr var að komast ókeypis heim með leigubíl, gott að eiga góða að.
Sunnudaginn var útskriftargrill hjá Káka á Bragagötunni. Þar voru samankomin fjölskylda Káka og Örnu og svo einhverjir vinir. Horft var á leikinn sem varð reyndar óþarflega spennandi og svo kíkt á fullu unglingana. Það er alveg merkilegt að í sumum vinahópum þá virkar fólk eins og klónn af hvert öðru, í nákvæmlega eins fötum með sömu hárgreiðsluna og ég veit ekki hvað.
Laugardaginn var útskriftardagur og ég fór veislu hjá Árna Braga frænda sem var að klára Bs í Sálfræði. Síðar um kvöldið hittumst við frændur aftur en þá í veislu hjá vini hans sem haldin var í 101 í tjaldi úti í garði. Það sem stóð kannski upp úr var að komast ókeypis heim með leigubíl, gott að eiga góða að.
Sunnudaginn var útskriftargrill hjá Káka á Bragagötunni. Þar voru samankomin fjölskylda Káka og Örnu og svo einhverjir vinir. Horft var á leikinn sem varð reyndar óþarflega spennandi og svo kíkt á fullu unglingana. Það er alveg merkilegt að í sumum vinahópum þá virkar fólk eins og klónn af hvert öðru, í nákvæmlega eins fötum með sömu hárgreiðsluna og ég veit ekki hvað.