Heilsumánuðurinn gengur ágætlega. Mér tókst að standa við gostakmörkin og nammitakmörkin so far, það er náttúrulega föstudagur á morgun en ég geri ekki ráð fyrir að ég fái mér nammi. Hins vegar byrjar ný gos vika á morgun hehe. Þar fyrir utan þá ganga æfingar ágætlega og hollur matur er innbyrður og ef hann er ekki hollur þá er ekki fengið sér mjög mikið af honum. Þegar ég segi ekki mjög hollur þá meina ég t.d. eins og kálfasnitzelið sem var í piparsósu í vinnunni í dag. Það sem hefur verið erfiðast við þetta er líklega gostakmörkunin og að finna sér eitthvað hollt að borða. Það er svo auðvelt að fara bara og fá sér einhvern skyndibita og það er kannski ekki sérlega mikið í boði í hollum "skyndibita" en maður finnur leið framhjá því svosem.
Ég held að alheimurinn viti að ég hafi verið að fá námslánin frá Lín og fyrstu launin mín líka. Ipodinn minn tók upp að því að deyja að ég hélt, kem nánar að því, og í gær þá missti ég úrið mitt á skífuna oná flísum í Laugum þannig að það kom sprunga í glerið og svo fyrir tveimur dögum byrjaði eitthvað check engine ljós að blikka í bílnum. Þetta náttúrulega stefndi í temmileg fjárútlát en things are looking up held ég bara.
Þetta með vélina virðist vera ok, allaveganna miðað við samtal mitt við verkstæðisgaur og þegar ég setti ipodinn minn í hleðslu í kvöld þá allt í einu sýndi hann líf og það var hægt að manúvera með hann þannig að kannski þarf ég ekki að fjárfesta í nýjum ipod alveg strax. Úrið hins vegar þarf að laga og það er á dagskrá.
Ég held að alheimurinn viti að ég hafi verið að fá námslánin frá Lín og fyrstu launin mín líka. Ipodinn minn tók upp að því að deyja að ég hélt, kem nánar að því, og í gær þá missti ég úrið mitt á skífuna oná flísum í Laugum þannig að það kom sprunga í glerið og svo fyrir tveimur dögum byrjaði eitthvað check engine ljós að blikka í bílnum. Þetta náttúrulega stefndi í temmileg fjárútlát en things are looking up held ég bara.
Þetta með vélina virðist vera ok, allaveganna miðað við samtal mitt við verkstæðisgaur og þegar ég setti ipodinn minn í hleðslu í kvöld þá allt í einu sýndi hann líf og það var hægt að manúvera með hann þannig að kannski þarf ég ekki að fjárfesta í nýjum ipod alveg strax. Úrið hins vegar þarf að laga og það er á dagskrá.