Ég held ég geti alveg sagt að ég sé miklu meiri Facebook maður heldur en Myspace. Hins vegar eru allir á Íslandi á Myspace og þess vegna er maður með Myspace, þó svo ég sinni því ekkert sérstaklega. Í þynnkunni í dag gerði ég hins vegar ákveðna rispu og bætti við fullt af fólki sem ég kannast við, misvel auðvitað. Vill maður ekki hafa sem flesta vini?
Ekki fyrir svo löngu þá einmitt tók ég til á myspacinu mínu. Útlitið sem var þar var eitthvað sem ég hafði hannað í hallæri og það var kominn tími á að uppfæra þetta. Fyrir valinu varð mjög töff lúkk en ég fattaði ekki fyrr en eftir á að fólkið sem talið er upp sem vinir manns, þ.e. myndirnar yfir topp vini, það datt út. Allar aðrar myspace síður hafa þetta og því velti ég fyrir mér hvort ég sé ákveðinn trendsetter í að gera ekki upp á milli fólks, óviljandi samt, (eitthvað sem mætti túlka sem ákveðið afturhvarf til einfaldleikans) eða hvort ég sé einfaldlega ógeðslega lame og ég muni aldrei komast á topp lista á hjá öðru fólki?
Nú er komið á hreint spilaplanið fyrir Hróarskeldu og þetta verður temmilegt bestunarverkefni skal ég ykkur að segja. Það eru nokkur bönd sem skarast þarna og því verður soldið erfitt að velja og hafna. Einnig er eitt sem mér finnst skrýtið en það er að á fimmtudeginum þá byrja Arcade Fire daginn á stærsta sviðinu, klukkan 18. Maður hefði nú haldið að þeir væru það stórir að þeir væru seinna um kvöldið.
Svo er einnig komið í ljós að ég mun ekki fara til Flórens þar sem Vanni er fastur í USA. Þess í stað fer ég til Rómar í 5 daga og ætla að tjilla þar með fjölskyldu meðlimum. Ég hef heyrt góða hluti um þessa borg og ég vonast til að upplifa það. Svo get ég líka sagt að ég er gríðarspenntur fyrir þessu öllu saman.
Ekki fyrir svo löngu þá einmitt tók ég til á myspacinu mínu. Útlitið sem var þar var eitthvað sem ég hafði hannað í hallæri og það var kominn tími á að uppfæra þetta. Fyrir valinu varð mjög töff lúkk en ég fattaði ekki fyrr en eftir á að fólkið sem talið er upp sem vinir manns, þ.e. myndirnar yfir topp vini, það datt út. Allar aðrar myspace síður hafa þetta og því velti ég fyrir mér hvort ég sé ákveðinn trendsetter í að gera ekki upp á milli fólks, óviljandi samt, (eitthvað sem mætti túlka sem ákveðið afturhvarf til einfaldleikans) eða hvort ég sé einfaldlega ógeðslega lame og ég muni aldrei komast á topp lista á hjá öðru fólki?
Nú er komið á hreint spilaplanið fyrir Hróarskeldu og þetta verður temmilegt bestunarverkefni skal ég ykkur að segja. Það eru nokkur bönd sem skarast þarna og því verður soldið erfitt að velja og hafna. Einnig er eitt sem mér finnst skrýtið en það er að á fimmtudeginum þá byrja Arcade Fire daginn á stærsta sviðinu, klukkan 18. Maður hefði nú haldið að þeir væru það stórir að þeir væru seinna um kvöldið.
Svo er einnig komið í ljós að ég mun ekki fara til Flórens þar sem Vanni er fastur í USA. Þess í stað fer ég til Rómar í 5 daga og ætla að tjilla þar með fjölskyldu meðlimum. Ég hef heyrt góða hluti um þessa borg og ég vonast til að upplifa það. Svo get ég líka sagt að ég er gríðarspenntur fyrir þessu öllu saman.