sunnudagur, apríl 30, 2006
fimmtudagur, apríl 20, 2006
Það er langt síðan ég hef bloggað um tónlist hérna og því um að gera að skella einu slíku inn.
Það kemur fyrir að ég taki tarnir þar sem ég er á kafi í tónlist og finn hvert nýja efnið á fætur öðru en á öðrum stundum er ég rólegri. Núna er ég í einni af þessum törnum og er margt gott komið úr því.
Birdy Nam Nam eru dj-ar frá Frakklandi sem búa til tónlist, indí tónlist, með plötuspilurunum sínum og gera það helvíti vel. Þetta er að sjálfsögðu allt instrúmental með allskonar talsömplum og virkilega töff. Kanski að segja að þetta sé indí tónlist er ekki 100% rétt en þetta er ekki pjúra hiphop heldur eitthvað svona mix af hiphop, rafrænu og indí.
Nýja Tv on the radio er bara ansi gott stöff. Þetta er hljómsveit sem gerði lagið Ambulance sem er með svalari lögum seinni tíma og er mjög artí fartí og töff hljómsveit. Í lok færslunnar fylgir lag af plötunni sem er ótrúlega nett en samt ekki fyrir alla en ég mæli samt með að allir tjekki á því og gefi því sjéns.
MenoMena er eitthvað sem erfitt er að skilgreina og ég veit voða lítið um. Diskurinn er virkilega góður og fyrsta lagið á I am the fun blame monster fáránlega fönkí lag. Þetta er semsagt indí rafrænt fönkí shit eitthvað en allt á venjuleg hljóðfæri, ekki tölvugert. Mjög fínn diskur hér á ferð. Lag 4, Twenty Cell Revolt, er með fáránlega töff kombói af trommum, píanói og saxafóni.
Svo er ég frekar hrifinn af The Like eins og má lesa í rjómadóminum mínum sem birtist síðast. Einnig eru ákveðin lög sem ég hlusta mikið á og má þar nefna City Rules með rapparanum Saigon og lagið Back to back með honum líka. Over and over með Hot Chip spila ég reglulega enda fáránlega dansvænt og skemmtilegt lag. Crazy með Gnarls Barkley er síðan að gera góða hluti og vil ég benda fólki á þetta. En þetta er einmitt live en öðruvísi útgáfa af laginu.
Svo að lokum er lagið sem ég ætlaði að leyfa ykkur að heyra, njótið.
Tv on the radio - I was a lover
Það kemur fyrir að ég taki tarnir þar sem ég er á kafi í tónlist og finn hvert nýja efnið á fætur öðru en á öðrum stundum er ég rólegri. Núna er ég í einni af þessum törnum og er margt gott komið úr því.
Birdy Nam Nam eru dj-ar frá Frakklandi sem búa til tónlist, indí tónlist, með plötuspilurunum sínum og gera það helvíti vel. Þetta er að sjálfsögðu allt instrúmental með allskonar talsömplum og virkilega töff. Kanski að segja að þetta sé indí tónlist er ekki 100% rétt en þetta er ekki pjúra hiphop heldur eitthvað svona mix af hiphop, rafrænu og indí.
Nýja Tv on the radio er bara ansi gott stöff. Þetta er hljómsveit sem gerði lagið Ambulance sem er með svalari lögum seinni tíma og er mjög artí fartí og töff hljómsveit. Í lok færslunnar fylgir lag af plötunni sem er ótrúlega nett en samt ekki fyrir alla en ég mæli samt með að allir tjekki á því og gefi því sjéns.
MenoMena er eitthvað sem erfitt er að skilgreina og ég veit voða lítið um. Diskurinn er virkilega góður og fyrsta lagið á I am the fun blame monster fáránlega fönkí lag. Þetta er semsagt indí rafrænt fönkí shit eitthvað en allt á venjuleg hljóðfæri, ekki tölvugert. Mjög fínn diskur hér á ferð. Lag 4, Twenty Cell Revolt, er með fáránlega töff kombói af trommum, píanói og saxafóni.
Svo er ég frekar hrifinn af The Like eins og má lesa í rjómadóminum mínum sem birtist síðast. Einnig eru ákveðin lög sem ég hlusta mikið á og má þar nefna City Rules með rapparanum Saigon og lagið Back to back með honum líka. Over and over með Hot Chip spila ég reglulega enda fáránlega dansvænt og skemmtilegt lag. Crazy með Gnarls Barkley er síðan að gera góða hluti og vil ég benda fólki á þetta. En þetta er einmitt live en öðruvísi útgáfa af laginu.
Svo að lokum er lagið sem ég ætlaði að leyfa ykkur að heyra, njótið.
Tv on the radio - I was a lover
fimmtudagur, apríl 13, 2006
Framtíðin er ekki bara málfundarfélag MR heldur það sem gerist á morgun og áfram. Talandi um framtíðina þá er um að gera að segja frá nokkrum hlutum sem munu gerast í minni nánustu framtíð.
Fyrst ber að nefna að frekar miklar líkur eru að ég flytji til Boston núna í haust og setjist á skólabekk í Northeastern University. Skóli þessi var sá eini sem ég sótti um úr hópi þeirra 6 skóla sem ég ætlaði að sækja um en einhvern veginn endaði bara á þessum. Ég hef svosem áður talað um hversu leiðinlegt er að sækja um skóla en ég held að ef maður tekur tillit til alls þá hafi þetta verið besta valið og því er ég feginn að hafa komist inn. Boston er frábær borg, mjög evrópsk miðað við bandarískan mælikvarða, og það verður eflaust ótrúlega gaman að búa þar. Þó svo þetta nám og að búa þarna verði dýrt þá er þetta dýrmæt reynsla. Ekki sakar að Hidda verður í Boston á sama tíma, Arna Lind jafnvel líka auk allra þeirra íslendinga sem þarna búa. Þó svo maður sé ekki að fara út til að kynnast íslendingum þá er gott að vita af þeim.
Hitt sem er að fara að gerast og í nánari framtíð en skólinn er það að ég er að fara að berjast á móti Nígeríumönnum. Ekki bara þeim heldur öllum þeim sem reyna að nota KB banka eða einhver útibú þess til peningaþvættis. Semsagt ný deild innan bakvinnslu sem á að varna þessu og erum við 5 eða 6 í þessu. Ég veit um tvo sem verða nú þegar en ólíkt mér þá verða þeir í lengri tíma. Eins og staðan er í dag verð ég þar bara í haust en mér bauðst til að vera lengur og ef eitthvað breytist með Boston þá skilst mér að KB myndi geta aðstoðað mig eitthvað með vinnu. Það er mjög hughreystandi finnst mér að vita að maður fengi vinnu áfram ef eitthvað breyttist en eins og áður segi þá er mjög líklegt að ég fari til Boston. Þá er bara spurningin, á maður að taka þetta á 2 árum og njóta tímans að búa úti eða á maður að keyra þetta í gegn á einu til einu og hálfu ári?
Sá myndina Lucky Number Slevin í gær og hún er svöl. Josh Hartnett kemst vel frá sínu og fær aukin svalleika fyrir þetta hlutverk og Bruce Willis er of töff eitthvað í þessu. Þetta er svona mynd þar sem samtölin eru töff og skemmtileg, plottið ótrúlega nett og þetta gengur allt saman upp. Mæli eindregið með henni.
Í vinnunni í gær var ég mjög nálægt því að labba í burtu frá einum viðskiptavini. Hann var að spyrja mig út í eitthvað og síminn hringdi og hann hikaði ekki við að svara og lét mig bíða. Svo þegar hann hætti í símanum hélt hann áfram að tala við mig og þá hringdi síminn aftur og hann svaraði. En þar sem ég er vel upp alinn þá beið ég þarna eftir því að hann kláraði símtöl sín þó svo mig hefði mest langað til að labba bara í burtu.
ps. Lucy Liu er of flott.
Fyrst ber að nefna að frekar miklar líkur eru að ég flytji til Boston núna í haust og setjist á skólabekk í Northeastern University. Skóli þessi var sá eini sem ég sótti um úr hópi þeirra 6 skóla sem ég ætlaði að sækja um en einhvern veginn endaði bara á þessum. Ég hef svosem áður talað um hversu leiðinlegt er að sækja um skóla en ég held að ef maður tekur tillit til alls þá hafi þetta verið besta valið og því er ég feginn að hafa komist inn. Boston er frábær borg, mjög evrópsk miðað við bandarískan mælikvarða, og það verður eflaust ótrúlega gaman að búa þar. Þó svo þetta nám og að búa þarna verði dýrt þá er þetta dýrmæt reynsla. Ekki sakar að Hidda verður í Boston á sama tíma, Arna Lind jafnvel líka auk allra þeirra íslendinga sem þarna búa. Þó svo maður sé ekki að fara út til að kynnast íslendingum þá er gott að vita af þeim.
Hitt sem er að fara að gerast og í nánari framtíð en skólinn er það að ég er að fara að berjast á móti Nígeríumönnum. Ekki bara þeim heldur öllum þeim sem reyna að nota KB banka eða einhver útibú þess til peningaþvættis. Semsagt ný deild innan bakvinnslu sem á að varna þessu og erum við 5 eða 6 í þessu. Ég veit um tvo sem verða nú þegar en ólíkt mér þá verða þeir í lengri tíma. Eins og staðan er í dag verð ég þar bara í haust en mér bauðst til að vera lengur og ef eitthvað breytist með Boston þá skilst mér að KB myndi geta aðstoðað mig eitthvað með vinnu. Það er mjög hughreystandi finnst mér að vita að maður fengi vinnu áfram ef eitthvað breyttist en eins og áður segi þá er mjög líklegt að ég fari til Boston. Þá er bara spurningin, á maður að taka þetta á 2 árum og njóta tímans að búa úti eða á maður að keyra þetta í gegn á einu til einu og hálfu ári?
Sá myndina Lucky Number Slevin í gær og hún er svöl. Josh Hartnett kemst vel frá sínu og fær aukin svalleika fyrir þetta hlutverk og Bruce Willis er of töff eitthvað í þessu. Þetta er svona mynd þar sem samtölin eru töff og skemmtileg, plottið ótrúlega nett og þetta gengur allt saman upp. Mæli eindregið með henni.
Í vinnunni í gær var ég mjög nálægt því að labba í burtu frá einum viðskiptavini. Hann var að spyrja mig út í eitthvað og síminn hringdi og hann hikaði ekki við að svara og lét mig bíða. Svo þegar hann hætti í símanum hélt hann áfram að tala við mig og þá hringdi síminn aftur og hann svaraði. En þar sem ég er vel upp alinn þá beið ég þarna eftir því að hann kláraði símtöl sín þó svo mig hefði mest langað til að labba bara í burtu.
ps. Lucy Liu er of flott.
þriðjudagur, apríl 11, 2006
Jæja gott fólk, nóg um fyllerí og flengingar.
Það er helst í fréttum frá Miðjulandinu að ég bjó til SAMLOKUNA með stóru ESSI í vinnunni núna í vikunni. Fyrst á mánudaginn svo aftur í dag og jafnvel á morgun. Þá var það þannig að ég var í Hagkaup. Veltandi því fyrir mér hvað ég ætti eiginlega að borða. Mig langaði til að búa til einhverja góða samloku og velti þessu aðeins fyrir mér. Ég hef búið til þær margar góðar í gegnum tíðina en fann að það var kominn tími á eitthvað nýtt. Þegar ég lét hugann reika um allt það hráefni sem stóð mér til boða og hvað mér þætti gott mundi ég eftir Kebab, danmerkur-tyrkja style. Síðan ég flutti heim hef ég stundum saknað þess að geta ekki fengið mér ódýrt og gott kebab svona þegar manni langar í skyndibitann. Allaveganna ég keypti mér pítubrauð (gróf því maður er í hollustunni, þykist það í það minnsta), salatblöð, niðurrifinn kjúkling úr salatbar Hagkaups og pítusósu (sem eyðileggur hollustuna soldið). Einnig til að fá þetta almennilegt þá keypti ég mér chili pipar olíu. Til að gera langa sögu stutta þá var þetta fáránlega gott og svalaði þorsta mínum í einn góðan kebab. Húrra fyrir mér!
Annars þá varð ég allt í einu mjög gamall á laugardaginn. Þá nefnilega komst ég að því að þann dag voru nákvæmlega 10 ár síðan ég var fermdur og mér finnst alls ekki svo langt síðan.
Það er helst í fréttum frá Miðjulandinu að ég bjó til SAMLOKUNA með stóru ESSI í vinnunni núna í vikunni. Fyrst á mánudaginn svo aftur í dag og jafnvel á morgun. Þá var það þannig að ég var í Hagkaup. Veltandi því fyrir mér hvað ég ætti eiginlega að borða. Mig langaði til að búa til einhverja góða samloku og velti þessu aðeins fyrir mér. Ég hef búið til þær margar góðar í gegnum tíðina en fann að það var kominn tími á eitthvað nýtt. Þegar ég lét hugann reika um allt það hráefni sem stóð mér til boða og hvað mér þætti gott mundi ég eftir Kebab, danmerkur-tyrkja style. Síðan ég flutti heim hef ég stundum saknað þess að geta ekki fengið mér ódýrt og gott kebab svona þegar manni langar í skyndibitann. Allaveganna ég keypti mér pítubrauð (gróf því maður er í hollustunni, þykist það í það minnsta), salatblöð, niðurrifinn kjúkling úr salatbar Hagkaups og pítusósu (sem eyðileggur hollustuna soldið). Einnig til að fá þetta almennilegt þá keypti ég mér chili pipar olíu. Til að gera langa sögu stutta þá var þetta fáránlega gott og svalaði þorsta mínum í einn góðan kebab. Húrra fyrir mér!
Annars þá varð ég allt í einu mjög gamall á laugardaginn. Þá nefnilega komst ég að því að þann dag voru nákvæmlega 10 ár síðan ég var fermdur og mér finnst alls ekki svo langt síðan.
sunnudagur, apríl 09, 2006
Sagan af þremur ölkrúsum
Í gærkveldi var haldinn aðalfundur Vélarinnar í Ýmishúsinu. Eins og oft vill verða á aðalfundi er nóg áfengi í boði og fólk verður gríðarlega ölvað. Því eins og allir vita þá fer ekki vel saman, frítt áfengi og íslendingar. Allaveganna þá ætla ég að segja ykkur söguna af þremur ölkrúsum. Við komuna í Ýmishúsið var afhent ölkrús stór og fögur með nafni Vélarinnar á og svo þegar inn var komið var mjöðurinn sem fylla átti ölkrúsina með afhentur svona eins og lög gera ráð fyrir. Nú líður kvöldið, fólk er kosið í stjórn og í önnur mismikilvæg embætti og tvisvar sinnum meðan kosningum stóð var endurfyllt á krúsina. Að loknum kosningum opnaði barinn og þar var margt djúsí í boði eins og tópas og gajol staup auk sterks áfengis. Undirritaður tók ágætlega á því þar og uppskar þessa líka fínu ölvun, helst til mikla þó. Var hann hrókur alls fagnaðar þar sem hann tók gamla reif dansa við undirleik Prodigy og flaug allaveganna tvisvar á hausinn á meðan á því stóð. Það er nú reyndar ekki furða þar sem reif sporin eru gríðarlega flókin og hættuleg og gólfið blautt og það eins og gefur að skilja eru ekki bestu aðstæður til að taka svona dansa. Í eitt skiptið þegar undirritaður datt, duttu gleraugun og færðust inn í þvögu en þeim var reddað og varð þeim ekki illa af eða svo hélt undirritaður. Önnur dansspor vöktu líka mikla lukku og sérstaklega þegar undirritaður flengdi sjálfan sig í getto booty dansi sínum og svo eina stelpu í dágóðan tíma. Á meðan þetta allt var framkvæmt voru áfengar veigar teigaðar og jókst gríðarlega ölvun undirritaðs. Að loknum fundi var síðan haldið í rútur þar sem undirritaður var gríðarlega hress og skemmilegur setufélagi og starði á sætið fyrir framan sig allan tímann á leiðinni niður í bæ. Þegar þangað var komið var undirritaður orðinn ansi svangur og ölvaður og fannst það sniðugt að fá sér aðeins í gogginn í þeirri von að eitthvað myndi ölvunin minnka. Ekki varð svo úr og því var ekkert annað til ráðs að taka en að taka leigubíl heim en ekki er mikið munað úr ferðinni heim. Þegar heim var komið var farið beint upp í rúm en þó var undirritaður forsjáll og náði í fötu ef eitthvað af veigum kvöldsins vildi skila sér sem ekkert varð úr.
Víkur nú sögunni að næsta degi. Undirritaður átti að mæta í fermingu klukkan 1 og var vakin klukkan 12. Leið undirrituðum bölvanlega þegar skriðið var á fætur og rétt náði að koma niður einhverjum morgunmat. Vildi hann helst sleppa því að fara en móðir hans sagði að hann hefði gott af því að fara út. Undirritaður skellti sér því í jakkafötin, deyjandi í maganum, og setti gleraugun á sig. Eitthvað voru þau furðuleg því ekki sátu þau eins og átti að vera. Hafði annar nefpúðinn snúist eitthvað furðulega og þurfti að beita handarafli til að laga púðann svo almennilega varð úr. Móður og ömmu undirritaðs var skutlað í veisluna og héldu undirritaður og bróðir hans í átt að Ýmishúsi að sækja bílinn. Þegar undirritaður kom að bílnum rekur hann augu í þrjár ölkrúsir merktar Vélinni í aftursæti bílsins en man ómögulega hvernig þær enduðu þar. Velti hann því fyrir sér hvort bíllinn hefði verið ólæstur og einhver skutlað þeim inn í bíl og svo læst á eftir sér en fannst þó líklegra að einhver hefði nú sett þær þarna og þá með vitund undirritaðs. Eftir að hafa grennslast fyrir um daginn hjá fólki sem var viðstatt á viðburðinum fannst hver var eigandi tveggja af þremur ölkrúsum og þriðju átti undirritaður.
Jæja ef þið eruð búin að lesa þessa sögu og tölduð jafnvel hversu oft orðið undirritaður kemur fyrir þá finnst ykkur eflaust skemmtilegt að kíkja á myndir frá aðalfundinum hér.
Í gærkveldi var haldinn aðalfundur Vélarinnar í Ýmishúsinu. Eins og oft vill verða á aðalfundi er nóg áfengi í boði og fólk verður gríðarlega ölvað. Því eins og allir vita þá fer ekki vel saman, frítt áfengi og íslendingar. Allaveganna þá ætla ég að segja ykkur söguna af þremur ölkrúsum. Við komuna í Ýmishúsið var afhent ölkrús stór og fögur með nafni Vélarinnar á og svo þegar inn var komið var mjöðurinn sem fylla átti ölkrúsina með afhentur svona eins og lög gera ráð fyrir. Nú líður kvöldið, fólk er kosið í stjórn og í önnur mismikilvæg embætti og tvisvar sinnum meðan kosningum stóð var endurfyllt á krúsina. Að loknum kosningum opnaði barinn og þar var margt djúsí í boði eins og tópas og gajol staup auk sterks áfengis. Undirritaður tók ágætlega á því þar og uppskar þessa líka fínu ölvun, helst til mikla þó. Var hann hrókur alls fagnaðar þar sem hann tók gamla reif dansa við undirleik Prodigy og flaug allaveganna tvisvar á hausinn á meðan á því stóð. Það er nú reyndar ekki furða þar sem reif sporin eru gríðarlega flókin og hættuleg og gólfið blautt og það eins og gefur að skilja eru ekki bestu aðstæður til að taka svona dansa. Í eitt skiptið þegar undirritaður datt, duttu gleraugun og færðust inn í þvögu en þeim var reddað og varð þeim ekki illa af eða svo hélt undirritaður. Önnur dansspor vöktu líka mikla lukku og sérstaklega þegar undirritaður flengdi sjálfan sig í getto booty dansi sínum og svo eina stelpu í dágóðan tíma. Á meðan þetta allt var framkvæmt voru áfengar veigar teigaðar og jókst gríðarlega ölvun undirritaðs. Að loknum fundi var síðan haldið í rútur þar sem undirritaður var gríðarlega hress og skemmilegur setufélagi og starði á sætið fyrir framan sig allan tímann á leiðinni niður í bæ. Þegar þangað var komið var undirritaður orðinn ansi svangur og ölvaður og fannst það sniðugt að fá sér aðeins í gogginn í þeirri von að eitthvað myndi ölvunin minnka. Ekki varð svo úr og því var ekkert annað til ráðs að taka en að taka leigubíl heim en ekki er mikið munað úr ferðinni heim. Þegar heim var komið var farið beint upp í rúm en þó var undirritaður forsjáll og náði í fötu ef eitthvað af veigum kvöldsins vildi skila sér sem ekkert varð úr.
Víkur nú sögunni að næsta degi. Undirritaður átti að mæta í fermingu klukkan 1 og var vakin klukkan 12. Leið undirrituðum bölvanlega þegar skriðið var á fætur og rétt náði að koma niður einhverjum morgunmat. Vildi hann helst sleppa því að fara en móðir hans sagði að hann hefði gott af því að fara út. Undirritaður skellti sér því í jakkafötin, deyjandi í maganum, og setti gleraugun á sig. Eitthvað voru þau furðuleg því ekki sátu þau eins og átti að vera. Hafði annar nefpúðinn snúist eitthvað furðulega og þurfti að beita handarafli til að laga púðann svo almennilega varð úr. Móður og ömmu undirritaðs var skutlað í veisluna og héldu undirritaður og bróðir hans í átt að Ýmishúsi að sækja bílinn. Þegar undirritaður kom að bílnum rekur hann augu í þrjár ölkrúsir merktar Vélinni í aftursæti bílsins en man ómögulega hvernig þær enduðu þar. Velti hann því fyrir sér hvort bíllinn hefði verið ólæstur og einhver skutlað þeim inn í bíl og svo læst á eftir sér en fannst þó líklegra að einhver hefði nú sett þær þarna og þá með vitund undirritaðs. Eftir að hafa grennslast fyrir um daginn hjá fólki sem var viðstatt á viðburðinum fannst hver var eigandi tveggja af þremur ölkrúsum og þriðju átti undirritaður.
Jæja ef þið eruð búin að lesa þessa sögu og tölduð jafnvel hversu oft orðið undirritaður kemur fyrir þá finnst ykkur eflaust skemmtilegt að kíkja á myndir frá aðalfundinum hér.
þriðjudagur, apríl 04, 2006
The Like - You Bring Me Down
SHIIIIIITTTTTT. Sá verstu mynd sem ég hef séð í lengri tíma áðan með R.E Tómas. Við löbbuðum út áður en það kom hlé. Þetta eyðilagði annars gott kvöld þar sem við bleyttum okkur í pottum laugardalslaugar og fengum okkur Bæjarins Bestu. Það að Will Ferrell komi nálægt þessari mynd settur smánarblett á annars ágætan feril þessa manns.
Annars þá fór ég líka í heitu pottana í gærkveldi og það var ekki slæmt. Bleytti mig í rúman klukkutíma og voru vöðvar og skinn laus af beinunum þegar ég steig upp úr lauginni. Þetta hefur ótrúlega róandi áhrif á mann enda varð ég mjög syfjaður þegar ég kom heim. Hélt ég myndi vakna sprækur núna í morgun og var algjörlega stefnan tekin á að æfa en ekki varð úr því.
Annars er ég að verða pínu hrifinn af myndavél sem við seljum í BT. Mjög lítil og nett vél frá Sony sem er mörgum góðum kostum búin og þeir sem þekkja mig vita að ég hata ekki myndavélar. En get ég haldið framhjá Canon? Það er stóra spurningin.
SHIIIIIITTTTTT. Sá verstu mynd sem ég hef séð í lengri tíma áðan með R.E Tómas. Við löbbuðum út áður en það kom hlé. Þetta eyðilagði annars gott kvöld þar sem við bleyttum okkur í pottum laugardalslaugar og fengum okkur Bæjarins Bestu. Það að Will Ferrell komi nálægt þessari mynd settur smánarblett á annars ágætan feril þessa manns.
Annars þá fór ég líka í heitu pottana í gærkveldi og það var ekki slæmt. Bleytti mig í rúman klukkutíma og voru vöðvar og skinn laus af beinunum þegar ég steig upp úr lauginni. Þetta hefur ótrúlega róandi áhrif á mann enda varð ég mjög syfjaður þegar ég kom heim. Hélt ég myndi vakna sprækur núna í morgun og var algjörlega stefnan tekin á að æfa en ekki varð úr því.
Annars er ég að verða pínu hrifinn af myndavél sem við seljum í BT. Mjög lítil og nett vél frá Sony sem er mörgum góðum kostum búin og þeir sem þekkja mig vita að ég hata ekki myndavélar. En get ég haldið framhjá Canon? Það er stóra spurningin.