A site about nothing...

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Það er langt síðan ég hef bloggað um tónlist hérna og því um að gera að skella einu slíku inn.
Það kemur fyrir að ég taki tarnir þar sem ég er á kafi í tónlist og finn hvert nýja efnið á fætur öðru en á öðrum stundum er ég rólegri. Núna er ég í einni af þessum törnum og er margt gott komið úr því.

Birdy Nam Nam eru dj-ar frá Frakklandi sem búa til tónlist, indí tónlist, með plötuspilurunum sínum og gera það helvíti vel. Þetta er að sjálfsögðu allt instrúmental með allskonar talsömplum og virkilega töff. Kanski að segja að þetta sé indí tónlist er ekki 100% rétt en þetta er ekki pjúra hiphop heldur eitthvað svona mix af hiphop, rafrænu og indí.

Nýja Tv on the radio er bara ansi gott stöff. Þetta er hljómsveit sem gerði lagið Ambulance sem er með svalari lögum seinni tíma og er mjög artí fartí og töff hljómsveit. Í lok færslunnar fylgir lag af plötunni sem er ótrúlega nett en samt ekki fyrir alla en ég mæli samt með að allir tjekki á því og gefi því sjéns.

MenoMena er eitthvað sem erfitt er að skilgreina og ég veit voða lítið um. Diskurinn er virkilega góður og fyrsta lagið á I am the fun blame monster fáránlega fönkí lag. Þetta er semsagt indí rafrænt fönkí shit eitthvað en allt á venjuleg hljóðfæri, ekki tölvugert. Mjög fínn diskur hér á ferð. Lag 4, Twenty Cell Revolt, er með fáránlega töff kombói af trommum, píanói og saxafóni.

Svo er ég frekar hrifinn af The Like eins og má lesa í rjómadóminum mínum sem birtist síðast. Einnig eru ákveðin lög sem ég hlusta mikið á og má þar nefna City Rules með rapparanum Saigon og lagið Back to back með honum líka. Over and over með Hot Chip spila ég reglulega enda fáránlega dansvænt og skemmtilegt lag. Crazy með Gnarls Barkley er síðan að gera góða hluti og vil ég benda fólki á þetta. En þetta er einmitt live en öðruvísi útgáfa af laginu.

Svo að lokum er lagið sem ég ætlaði að leyfa ykkur að heyra, njótið.
Tv on the radio - I was a lover