Framtíðin er ekki bara málfundarfélag MR heldur það sem gerist á morgun og áfram. Talandi um framtíðina þá er um að gera að segja frá nokkrum hlutum sem munu gerast í minni nánustu framtíð.
Fyrst ber að nefna að frekar miklar líkur eru að ég flytji til Boston núna í haust og setjist á skólabekk í Northeastern University. Skóli þessi var sá eini sem ég sótti um úr hópi þeirra 6 skóla sem ég ætlaði að sækja um en einhvern veginn endaði bara á þessum. Ég hef svosem áður talað um hversu leiðinlegt er að sækja um skóla en ég held að ef maður tekur tillit til alls þá hafi þetta verið besta valið og því er ég feginn að hafa komist inn. Boston er frábær borg, mjög evrópsk miðað við bandarískan mælikvarða, og það verður eflaust ótrúlega gaman að búa þar. Þó svo þetta nám og að búa þarna verði dýrt þá er þetta dýrmæt reynsla. Ekki sakar að Hidda verður í Boston á sama tíma, Arna Lind jafnvel líka auk allra þeirra íslendinga sem þarna búa. Þó svo maður sé ekki að fara út til að kynnast íslendingum þá er gott að vita af þeim.
Hitt sem er að fara að gerast og í nánari framtíð en skólinn er það að ég er að fara að berjast á móti Nígeríumönnum. Ekki bara þeim heldur öllum þeim sem reyna að nota KB banka eða einhver útibú þess til peningaþvættis. Semsagt ný deild innan bakvinnslu sem á að varna þessu og erum við 5 eða 6 í þessu. Ég veit um tvo sem verða nú þegar en ólíkt mér þá verða þeir í lengri tíma. Eins og staðan er í dag verð ég þar bara í haust en mér bauðst til að vera lengur og ef eitthvað breytist með Boston þá skilst mér að KB myndi geta aðstoðað mig eitthvað með vinnu. Það er mjög hughreystandi finnst mér að vita að maður fengi vinnu áfram ef eitthvað breyttist en eins og áður segi þá er mjög líklegt að ég fari til Boston. Þá er bara spurningin, á maður að taka þetta á 2 árum og njóta tímans að búa úti eða á maður að keyra þetta í gegn á einu til einu og hálfu ári?
Sá myndina Lucky Number Slevin í gær og hún er svöl. Josh Hartnett kemst vel frá sínu og fær aukin svalleika fyrir þetta hlutverk og Bruce Willis er of töff eitthvað í þessu. Þetta er svona mynd þar sem samtölin eru töff og skemmtileg, plottið ótrúlega nett og þetta gengur allt saman upp. Mæli eindregið með henni.
Í vinnunni í gær var ég mjög nálægt því að labba í burtu frá einum viðskiptavini. Hann var að spyrja mig út í eitthvað og síminn hringdi og hann hikaði ekki við að svara og lét mig bíða. Svo þegar hann hætti í símanum hélt hann áfram að tala við mig og þá hringdi síminn aftur og hann svaraði. En þar sem ég er vel upp alinn þá beið ég þarna eftir því að hann kláraði símtöl sín þó svo mig hefði mest langað til að labba bara í burtu.
ps. Lucy Liu er of flott.
Fyrst ber að nefna að frekar miklar líkur eru að ég flytji til Boston núna í haust og setjist á skólabekk í Northeastern University. Skóli þessi var sá eini sem ég sótti um úr hópi þeirra 6 skóla sem ég ætlaði að sækja um en einhvern veginn endaði bara á þessum. Ég hef svosem áður talað um hversu leiðinlegt er að sækja um skóla en ég held að ef maður tekur tillit til alls þá hafi þetta verið besta valið og því er ég feginn að hafa komist inn. Boston er frábær borg, mjög evrópsk miðað við bandarískan mælikvarða, og það verður eflaust ótrúlega gaman að búa þar. Þó svo þetta nám og að búa þarna verði dýrt þá er þetta dýrmæt reynsla. Ekki sakar að Hidda verður í Boston á sama tíma, Arna Lind jafnvel líka auk allra þeirra íslendinga sem þarna búa. Þó svo maður sé ekki að fara út til að kynnast íslendingum þá er gott að vita af þeim.
Hitt sem er að fara að gerast og í nánari framtíð en skólinn er það að ég er að fara að berjast á móti Nígeríumönnum. Ekki bara þeim heldur öllum þeim sem reyna að nota KB banka eða einhver útibú þess til peningaþvættis. Semsagt ný deild innan bakvinnslu sem á að varna þessu og erum við 5 eða 6 í þessu. Ég veit um tvo sem verða nú þegar en ólíkt mér þá verða þeir í lengri tíma. Eins og staðan er í dag verð ég þar bara í haust en mér bauðst til að vera lengur og ef eitthvað breytist með Boston þá skilst mér að KB myndi geta aðstoðað mig eitthvað með vinnu. Það er mjög hughreystandi finnst mér að vita að maður fengi vinnu áfram ef eitthvað breyttist en eins og áður segi þá er mjög líklegt að ég fari til Boston. Þá er bara spurningin, á maður að taka þetta á 2 árum og njóta tímans að búa úti eða á maður að keyra þetta í gegn á einu til einu og hálfu ári?
Sá myndina Lucky Number Slevin í gær og hún er svöl. Josh Hartnett kemst vel frá sínu og fær aukin svalleika fyrir þetta hlutverk og Bruce Willis er of töff eitthvað í þessu. Þetta er svona mynd þar sem samtölin eru töff og skemmtileg, plottið ótrúlega nett og þetta gengur allt saman upp. Mæli eindregið með henni.
Í vinnunni í gær var ég mjög nálægt því að labba í burtu frá einum viðskiptavini. Hann var að spyrja mig út í eitthvað og síminn hringdi og hann hikaði ekki við að svara og lét mig bíða. Svo þegar hann hætti í símanum hélt hann áfram að tala við mig og þá hringdi síminn aftur og hann svaraði. En þar sem ég er vel upp alinn þá beið ég þarna eftir því að hann kláraði símtöl sín þó svo mig hefði mest langað til að labba bara í burtu.
ps. Lucy Liu er of flott.